Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 43

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 43 sömu hendi og að fyrirtæki sem væru í markaðsráðandi stöðu í óskyldum rekstri mættu ekki reka fjölmiðil. Í síðara fjölmiðlafrumvarpinu, sem lagt var fram eftir að forseti Íslands neitaði að staðfesta lögin, var málum miðlað og lagt til að enginn einn aðili eða tengdir aðilar gætu átt meira en 25% hlut í fjölmiðlum sem náð hefðu tiltekinni útbreiðslu. Sofnaði það frumvarp síðan í nefnd og að því er virtist var þegj- andi samkomulag um þau endalok. Útgáfufélögin DV og Birtíngur Dagblaðið-Vísir – útgáfufélag ehf. tók við útgáfu DV, sem þá var helgarblað, skömmu fyrir síðustu áramót með kaupsamn- ingi við 365 miðla sem er dótturfélag 365 hf. Hjálmur ehf. (sem er alfarið í eigu Baugs) átti þá 49% í félaginu, 365 miðlar 40% og Sigurjón M. Egilsson, nýr rit- stjóri, og Janus Sigurjónsson 11%. Fyrr á þessu ári var DV endurreist sem dagblað og í júní sl. seldu 365 miðlar 40% hlut sinn til Hjálms ehf. og á Hjálmur þar með um 90% í DV eftir þau viðskipti. Hjálmur á jafnframt 88% hlutafjár í útgáfufélaginu Birtíngi, eftir að hafa keypt 28% hlut Sigurðar G. Guðjónssonar á vormánuðum. Elín G. Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri á 7% og fáeinir til viðbótar minni hluti. Í júlímánuði var rekstur DV og Birtíngs sameinaður að mestu. Útgefandi DV heitir nú DV - útgáfufélag eftir nafn- breytingu. Birtíngur gefur út níu tímarit, þau eru Nýtt líf, Mannlíf, Vikan, Séð og heyrt, Gestgjafinn, Hús og híbýli, Ísafold, Sagan öll og Golfblaðið. Einnig munu félögin reka vef- inn www.dv.is í sameiningu. Áætluð sameiginleg velta Birtíngs og DV á þessu ári er á bilinu 1.300 til 1.400 milljónir króna. Stjórnarformaður Birtíngs, DV – útgáfufélags og Hjálms er Hreinn Loftsson. Árvakur hf. Ýmsar breytingar hafa orðið hjá Árvakri að undanförnu og er hann að þróast í þá átt að verða eignarhaldsfélag um marg- þætta starfsemi á fjölmiðlamarkaði. Árvakur gefur nú út Morg- unblaðið og Blaðið og starfrækir fréttavefinn www.mbl.is. Félagið keypti 50% hlut í Ári og degi ehf. árið 2005 og síðari helmingshlutinn í vor af Karli Garðarssyni, Sigurði G. Guð- jónssyni og Steini Kára Ragnarssyni. Ár og dagur er enn til sem félag en starfsemi Blaðsins hefur verið færð til Árvakurs. Auk rekstrar fjölmiðlanna þriggja starfrækir Árvakur dreifi- kerfi og á jafnframt nýtt dótturfélag, Landsprent ehf., sem á og rekur prentsmiðju félagsins, en það prentar nær öll dagblöð á Íslandi, að Fréttablaðinu undanskildu, auk fjölda blaða sem koma út reglulega og óreglulega. Árvakur hefur verið í eigu nokkurra samstíga fjölskyldna um áratugaskeið og hófust breytingar á hluthafahópnum fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur árum er fjölskylda Haraldar Sveins- sonar og Johnson hf. seldu liðlega fjórðung í útgáfufélaginu, annars vegar til Straums – fjárfestingabanka og hins vegar til Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Við eigendaskiptin varð Johnson að MGM ehf. Í mars 2005 gerði Íslandsbanki tilboð í hlut Har- aldar Sveinssonar, meðal annars fyrir hönd Bakkavararbræðra, en aðrir hluthafar í Árvakri nýttu sér forkaupsrétt á bréfum í félaginu og lýsti þáverandi framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, Hallgrímur Geirsson, tilboðinu sem tilraun til „óvinveittrar yfirtöku“ á fundi með starfsmönnum. Ólafsfell ehf., félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, keypti 8% hlut í Árvakri af Lynghaga ehf., félagi í eigu Ingileifar Hall- grímsdóttur, fyrir tæpu ári síðan, en Ólafsfell átti þá 82% hlut í Eddu – útgáfu hf. sem nú hefur verið seldur. Í apríl síðastliðnum keypti Ólafsfell jafnframt FSV Media ehf., sem var í jafnri eigu Straums-Burðaráss – fjárfestinga- banka hf., Útgáfufélagsins Valtýs ehf. og Forsíðu ehf. Eina eign F J Ö L M I Ð L A R VIÐSKIPTAVELDIN EIGA STÆRSTU MIÐLANA ÁRVAKUR Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Fjölmiðlaveldi þeirra er Árvakur sem gefur út Morgunblaðið og Blaðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.