Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 44

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 FSV Media, samkvæmt fréttum, var 8,8% hlutur í Árvakri og eftir viðskiptin átti Ólafsfell þar með 16,8% í Árvakri. Þá var 8% hlutur Ernu ehf. seldur Birni Hallgrímssyni ehf. fyrr á þessu ári, en Erna var í eigu Hallgríms Geirssonar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og fjölskyldu. Alls eiga Ólafsfell, Straumur-Burðarás (MGM ehf.) og Ólafur Jóhann Ólafsson (Forsíða ehf.) rétt rúm 50% í Árvakri. Félög fjölskyldna, sem hafa átt hluti í Árvakri lengst af, eru hins vegar skráð fyrir tæpum 50%. Miklar getgátur hafa hins vegar verið uppi um það innan viðskiptalífsins um nokkurt skeið að hlutur Björgólfsfeðga og áhrif þeirra séu mun meiri í Árvakri og að þeir ráði í raun yfir um 65 til 70% hlutafjárins með bandalagi við eigendur Útgáfu- félagsins Valtýs. Útilokað hefur verið að fá þetta staðfest. Eignarhlutur í Árvakri skiptist nú sem hér segir: Stærstur hluthafa er Útgáfufélagið Valtýr hf. 20,3% (fjölskylda Huldu Valtýsdóttur), Ólafsfell ehf. 16,8% (Björgólfur Guðmundsson), Forsíða ehf. 16,7% (Ólafur Jóhann) MGM ehf., 16,7% (Straumur), Björn Hallgrímsson ehf., 16,7% (fyrir eigendum þess fer Kristinn Björnsson) og Garðar Gíslason ehf. 12,7% (Halldór Halldórsson og fjölskylda). Stjórnarformaður Árvakurs er Stefán P. Eggerts- son og er hann einn af eigendum Útgáfufélagsins Valtýs. Forráðamenn Árvakurs hafa ekki viljað gefa upp áætlaða veltu félagsins á þessu ári. Framtíðarsýn ehf. Í ársbyrjun keypti Frásögn ehf., félag í eigu Exista hf., helmingshlut í Framtíðarsýn ehf., útgáfufélagi Viðskiptablaðsins, á móti Þekkingu ehf., félagi Óla Björns Kárasonar, stofnanda og þáverandi útgáfu- stjóra Viðskiptablaðsins. Félög sem Exista kemur að eiga nú 99% hlutafjár í Framtíðarsýn. Framtíðarsýn gefur út Viðskiptablaðið og dótt- urfélag þess, Fiskifréttir ehf., gefur út Fiskifréttir. Einnig rekur félagið viðskiptavefinn www.vb.is og annast útgáfu Sjómannaalmanaksins og sjávarút- vegsvefjarins www.skip.is. Stjórnarformaður Framtíðarsýnar er Ásmundur Tryggvason. Velta Framtíðarsýnar er ekki gefin upp. Skjárinn miðlar ehf. Exista á jafnframt 43,6% í móðurfélagi Símans, Skiptum hf., en Skipti eiga 99,9% í Símanum. Annar stærsti hluthafinn í móðurfélaginu er Kaup- þing, með um 28% hlut. Eitt dótturfélaga Skipta er Skjárinn – miðlar ehf. sem stofnað var í júní síðastliðnum um rekstur upplýsingaveitunnar Já og Skjásins og er alfarið í eigu móðurfélagsins. Skjár- inn annast rekstur sjónvarpsstöðvarinnar SkjárEinn, leigu á kvikmyndum heima í stofu (VOD) undir merkinu SkjárBíó og endurvarpi á um 60 erlendum sjónvarpsstöðvum sem Skjárheimur. Bakkabræður Holding B.V. eru stærstu hluthaf- arnir í Exista, en hlutur þeirra er 45,20 %. Lýður Guðmundsson er stjórnarformaður Sím- ans og starfandi stjórnarformaður Exista. F J Ö L M I Ð L A R SKJÁRINN og FRAMTÍÐARSÝN Bræðurnir í Bakkavör, Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Fjölmiðlaveldi þeirra er Skjárinn og Framtíðarsýn sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.