Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
FSV Media, samkvæmt fréttum, var 8,8% hlutur
í Árvakri og eftir viðskiptin átti Ólafsfell þar með
16,8% í Árvakri. Þá var 8% hlutur Ernu ehf. seldur
Birni Hallgrímssyni ehf. fyrr á þessu ári, en Erna
var í eigu Hallgríms Geirssonar fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra og fjölskyldu.
Alls eiga Ólafsfell, Straumur-Burðarás (MGM
ehf.) og Ólafur Jóhann Ólafsson (Forsíða ehf.) rétt
rúm 50% í Árvakri. Félög fjölskyldna, sem hafa átt
hluti í Árvakri lengst af, eru hins vegar skráð fyrir
tæpum 50%.
Miklar getgátur hafa hins vegar verið uppi um
það innan viðskiptalífsins um nokkurt skeið að
hlutur Björgólfsfeðga og áhrif þeirra séu mun meiri
í Árvakri og að þeir ráði í raun yfir um 65 til 70%
hlutafjárins með bandalagi við eigendur Útgáfu-
félagsins Valtýs. Útilokað hefur verið að fá þetta
staðfest.
Eignarhlutur í Árvakri skiptist nú sem hér segir:
Stærstur hluthafa er Útgáfufélagið Valtýr hf. 20,3%
(fjölskylda Huldu Valtýsdóttur), Ólafsfell ehf. 16,8%
(Björgólfur Guðmundsson), Forsíða ehf. 16,7%
(Ólafur Jóhann) MGM ehf., 16,7% (Straumur),
Björn Hallgrímsson ehf., 16,7% (fyrir eigendum
þess fer Kristinn Björnsson) og Garðar Gíslason ehf.
12,7% (Halldór Halldórsson og fjölskylda).
Stjórnarformaður Árvakurs er Stefán P. Eggerts-
son og er hann einn af eigendum Útgáfufélagsins
Valtýs.
Forráðamenn Árvakurs hafa ekki viljað gefa upp
áætlaða veltu félagsins á þessu ári.
Framtíðarsýn ehf.
Í ársbyrjun keypti Frásögn ehf., félag í eigu Exista
hf., helmingshlut í Framtíðarsýn ehf., útgáfufélagi
Viðskiptablaðsins, á móti Þekkingu ehf., félagi Óla
Björns Kárasonar, stofnanda og þáverandi útgáfu-
stjóra Viðskiptablaðsins. Félög sem Exista kemur að
eiga nú 99% hlutafjár í Framtíðarsýn.
Framtíðarsýn gefur út Viðskiptablaðið og dótt-
urfélag þess, Fiskifréttir ehf., gefur út Fiskifréttir.
Einnig rekur félagið viðskiptavefinn www.vb.is og
annast útgáfu Sjómannaalmanaksins og sjávarút-
vegsvefjarins www.skip.is.
Stjórnarformaður Framtíðarsýnar er Ásmundur
Tryggvason.
Velta Framtíðarsýnar er ekki gefin upp.
Skjárinn miðlar ehf.
Exista á jafnframt 43,6% í móðurfélagi Símans,
Skiptum hf., en Skipti eiga 99,9% í Símanum.
Annar stærsti hluthafinn í móðurfélaginu er Kaup-
þing, með um 28% hlut. Eitt dótturfélaga Skipta
er Skjárinn – miðlar ehf. sem stofnað var í júní
síðastliðnum um rekstur upplýsingaveitunnar Já og
Skjásins og er alfarið í eigu móðurfélagsins. Skjár-
inn annast rekstur sjónvarpsstöðvarinnar SkjárEinn,
leigu á kvikmyndum heima í stofu (VOD) undir
merkinu SkjárBíó og endurvarpi á um 60 erlendum
sjónvarpsstöðvum sem Skjárheimur.
Bakkabræður Holding B.V. eru stærstu hluthaf-
arnir í Exista, en hlutur þeirra er 45,20 %.
Lýður Guðmundsson er stjórnarformaður Sím-
ans og starfandi stjórnarformaður Exista.
F J Ö L M I Ð L A R
SKJÁRINN
og FRAMTÍÐARSÝN
Bræðurnir í Bakkavör,
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Fjölmiðlaveldi þeirra er Skjárinn
og Framtíðarsýn sem gefur út
Viðskiptablaðið og Fiskifréttir.