Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
T R Y G G V I Þ Ó R H E R B E R T S S O N Í N Æ R M Y N D
gekk ég út með undirritaðan samning og
var búinn að ráða mig sem forstjóra Askar
Capital sem er fjárfestingarbanki í meiri-
hlutaeigu Milestone.
Askar Capital starfar á mörgum sviðum.
Í fyrsta lagi sinnir bankinn fasteignaráðgjöf,
hann leitar uppi fasteignaverkefni um allan
heim sem hann skipuleggur og ráðleggur
með fjármögnun. Hann finnur fjárfesta til
að taka þátt í verkefnunum, rekur þau í til-
tekið tímabil og gefur ráð í sambandi við
sölu. Við erum þegar komnir með verkefni
víða og má þar nefna borgir eins og Makaó,
Hong Kong, Singapúr og Dubai, auk þess
sem við erum með nokkur verkefni í Austur-
og Vestur-Evrópu og í Bandaríkjunum. Sam-
anlagt er virði þessara verkefna 1,3 milljarðar
evra eða í kringum 120 milljarða íslenskra
króna. Í öðru lagi sjáum við um fjármögnun,
áhættu- og skuldastýringu fyrir ýmis félög,
fyrirtæki og stofnanir. Í þriðja lagi erum við
með viðskipti fyrir eigið fé upp á rúma 11
milljarða króna og stundum fjárfestingar út
um allar koppagrundir erlendis. Við erum
einnig að vinna að uppsetningu sjóða sem
við ætlum að selja inn. Askar á einnig dóttur-
fyrirtæki sem heitir Avant og sérhæfir sig í
bílalánum.
Velta Askar Capital í skuldastýringu er
um 200 milljarðar króna en um 120 millj-
arðar í fasteignaeignastýringunni eins og
áður segir en markmiðið er að hún nái 200
milljörðum á skömmum tíma. Í dag starfa
um 60 manns hjá fyrirtækinu og við höfum
ráðið 20 til viðbótar sem hefja störf um
miðjan september. Við erum með starfs-
menn í London og Luxemburg og erum
að setja upp skrifstofur í Búkarest og Hong
Kong,“ sagði Tryggvi.
Þrátt fyrir að Askar Capital sé með verk-
efni úti um allan heim segist Tryggvi aðallega
starfa á Íslandi. „Ég hef að vísu komið á alla
þá staði þar sem við erum með verkefni og
suma þeirra oftar en einu sinni en ég reyni að
stýra þeim héðan,“ sagði hann.
Mörg áhugamál
Tryggvi hefur mörg áhugamál utan vinn-
unnar, hann hefur brennandi áhuga á mynd-
list, hestamennsku, bílum og ferðalögum.
Hann er stjórnarformaður i8 gallerís og er
varamaður í stjórn Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar. „Satt best að segja
er ég dellukarl í mér og veð stundum úr
einu í annað. Myndlist hefur lengi átt hug
minn en undanfarin tvö ár hef ég sótt
fast fram í að sinna því áhugamáli og við
hjónin leyft okkur að kaupa myndir eftir
íslenska nútímalistamenn eftir að fjárráðin
fóru að verða rýmri. Ég hef einnig mikinn
áhuga á hestum og er með hesthús í Víðidal
ásamt bræðrum mínum og fer í hestaferðir
á sumrin.
Mér þykir mjög gaman að ferðast og
koma á nýja staði og hef býsna mikið úthald
hvað það varðar. Ég á mér líka uppáhalds-
staði og London á sérstakan sess í mínum
huga en mér þykir ekkert mjög spennandi
að koma til Kaupmannahafnar lengur enda
búinn að millilenda þar mjög oft. Ef ég ætti
að nefna einn stað til að fara með fjölskyld-
unni og hvíla mig væri það Toscanahérað
á Ítalíu þó að ég hafi hafa bara komið þar
einu sinni. Ég er aftur á móti viss um að ef
þú spyrðir mig að þessu á næsta ári mundi
ég nefna einhvern annan stað og þá líklega
Mjóafjörð.
Ég átti mótorhjól þegar ég var yngri og
er með létta bíladellu sem hefur ágerst með
betri fjárhag því bílarnir sem ég fæ mér eru
alltaf að verða betri. Ætli lokadellan verði
ekki golf enda nauðsynlegt að kunna þá
íþrótt þegar maður er í viðskiptum enda
margir gert stóra samninga meðan á leik
stendur,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson að
lokum.
Nafn: Tryggvi Þór Herbertsson.
Fæddur: 17. janúar 1963.
Maki: Sigurveig María Ingvadóttur
leikskólakennari.
Börn: Halldór Reynir fæddur 1990,
Anna Ragnheiður fædd 1997, Mist
fædd 1988 og Veigar fæddur 1993.
Starf: Forstjóri Askar Capital.
B . G . Þ j ó n u s t a n e h f . l S u ð u r h r a u n i 4 l S í m i : 5 3 3 5 0 0 0 l F a x : 5 3 3 5 0 0 0 1 l w w w w . b g t . i s
BG er eitt af öflugustu hreingerninga-
fyrirtækjum landsins.
Á hverjum degi ræstum við tugi þúsunda fermetra að alls kyns
húsnæði. Viðskiptavinir okkar eru mörg af stærstu fyrirtækjum
landsins, verslanir, tryggingafélög, stofnanir, húsfélög ofl.
Hafðu samband í dag og við munum senda þér kynningarfulltrúa strax á staðinn
til að gera þér fast verðtilboð að kostnaðar- og skuldbindingalausu.
Heildarlausnir
Málið er einfalt.
Við sjáum um þig…
Umhverfishreinsun
Hreingerningar
Ræstingar
Fjölskyldan komin saman. Tryggvi Þór Herbertsson og Sigurveig María Ingvadóttir með börnum. Frá vinstri: Mist, Sigurveig María,
Anna Ragnheiður, Tryggvi Þór og Halldór Reynir. Á myndina vantar Veigar.