Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Íslensku málararnir Atli og Gísli hafa farið á kostum í sjónvarpsauglýsingum Flügger-lita undanfarna mánuði og leika nú sjálfa sig undir dulnefnum í samskonar auglýsingum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, við góðar und- irtektir áhorfenda. Þeir heita Henning og Flemm- ing í Danmörku, Arne og Bjarne í Noregi og Hasse og Lasse í Svíþjóð – en auðvitað Atli og Gísli á Íslandi. Atli Már Einarsson, verslunarstjóri Flügger-lita í Keflavík, og Gísli Ágústsson, sölumaður Flügger- lita í Skeifunni, voru leiddir saman í myndatöku í fyrrahaust, þar sem Flügger vantaði ljósmyndir af málurum fyrir plaköt. Fyrirtækið keypti Hörpu-Sjöfn á Íslandi fyrir þremur árum og rekur nú átta verslanir á Íslandi og rúmlega 400 Flügger-málningarvöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi og Kína. Í Danmörku eru verslanirnar rúmlega 210 talsins. „Hingað komu menn frá Flügger til þess að taka auglýsingamyndir af málurum í íslensku landslagi og vorum við Atli fengnir til þess að vera með á þeim, kannski af því að ekki voru allir til í að láta mynda sig,“ segir Gísli og bætir við að þeir hafi ferðast víða um land og sett sig í vinnustellingar í fallegu umhverfi. Vatt upp á sig Samvinnan og fyrirsætustörfin tókust hins vegar svo vel að nokkru síðar var kallað á þá félaga til þess að taka upp sjónvarpsauglýsingu líka. „Við vorum í Danmörku í 3-4 daga og tókum upp sex auglýsingar fyrir Ísland sem þóttu ansi vel lukk- aðar,“ segir Atli. Þegar útkoman var skoðuð betur varð svo úr, að þeir voru kallaðir til öðru sinni og tóku þá upp 11 auglýsingar í stúdíói í Kaupmannahöfn sem nú eru leiknar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og víðar, meðal annars á TV2, Viasat og Discovery. „Þeim leist það vel á okkur að þeir vildu fá okkur til að auglýsa meira fyrir kompaníið og köll- uðu því á okkur út til Danmerkur aftur. Skandinav- íska herferðin hefur vakið mikla lukku skilst mér,“ segir Gísli. Atli og Gísli setja sig í skemmtilegar stellingar í auglýsingunum og bregða meira að segja undir sig betri fætinum og dansa við dillandi mambótónlist. „Leikstjórinn stjórnaði svipbrigðum okkar og sagði okkur svo að dansa. Þá gerði maður það,“ segir Gísli ennfremur, en vill alls ekki meina að hann sé náttúrutalent í dansi. „Ég veit það nú ekki, en leikstjórinn var að minnsta kosti afar ánægður með frammistöðuna og sagði meira að segja að við stæðum okkur betur en margir þekktir leikarar.“ Með tveggja ára samning Þeir Atli skrifuðu undir tveggja ára samning við Flügger og segir Gísli það hafa verið skemmtilegt að koma í upptökuver og fylgjast með umstanginu og öllum þeim hópi sem kom að gerð auglýsing- arinnar; leikstjóra, aðstoðarleikstjóra, handritshöf- undum, ljósa- og sviðsfólki og fleirum og fleirum. „Danirnir eru léttir og kátir og það var gaman að kynnast þessu ferli og sjá hvað það tekur langan tíma að taka upp nokkurra mínútna auglýsingu. Mér finnst fólk almennt mjög jákvætt og því virðist þykja útkoman rosalega flott.“ Það var fyrir algjöra tilviljun að málarameistararnir Atli Már Einarsson og Gísli Ágústsson voru fengnir til að auglýsa fyrir Flügger. Núna eru þeir orðnir vanir myndverum, komnir með samning og birtast í auglýsingum á öllum Norðurlöndunum. TEXTI: KRISTÍN HELGA EINARSDÓTTIR MYND: FRÁ FLÜGGER S A G A N Á B A K V I Ð H E R F E R Ð I N A HERFERÐIN: ARNE OG BJARNE OG HASSE OG LASSE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.