Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 73

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 73
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 73 skipulag. Lönd sem mælast með lítið óvissuþol eru t.d. Japan og Grikkland. Lönd sem mælast með mikið óvissuþol eru t.d. Danmörk og Hong Kong.. 3) Einstaklingshyggja („Individualism“). Hér er á ferðinni spurn- ingin um það hvort er í meiri metum hagsmunir einstaklings eða hagsmunir heildar af einhverju tagi. Hvernig litið er á einkalíf, skoð- anir, árangur og frumkvæði. Hvort viðhorfin eru einstaklingsmiðuð eða horft á málin í stærra samhengi, s.s. með hliðsjón af stórfjölskyld- unni. Dæmi um lönd sem mælast hátt eru Bandaríkin og Bretland. Lönd sem mælast lágt hins vegar eru t.d. Íran og Perú. 4) Karllægt gildismat („Masculinity“). Lönd sem skora hátt í karl- lægu gildismati eru t.d. Ástralía og Ítalía. Þar er áherslan á árangur mæld í gróða og veraldlegum gæðum. Hér er einnig skýr hlutverkaskipting á milli karla og kvenna. Mikill hraði og mikill metnaður. Lönd sem skora lægra á þessum kvarða og þar sem mýkri gildi ráða ríkjum eru t.d. Svíþjóð og Holland. Hlutverkaskipting kynjanna virðist vera óljósari í þessum löndum og áherslan er á gæði frekar en magn í tilverunni. Með upplýsingar frá um 40 löndum hefur Hofstede dregið upp kort af þjóðmenningunni í mismunandi löndum. Það er undirstrikað að löndin hafa mismunandi gildi á öllum víddunum og eru þess vegna dreifð um allt kortið. Einkennin eru ekki bara „annað hvort – eða“ heldur líka „bæði – og“. Eins er tekið fram að gögnin sýna meðalgildi fyrir hvert land, en ekki þann breytileika sem kann að vera innan tiltekinnar þjóðar. Hofstede flokkar löndin 40 svo í 8 klasa: Þeir eru 1) þróaðri suðræn Evrópu- og Ameríkuríki, 2) minna þróuð suðræn Ameríkuríki, 3) þróaðri Asíuríki, 4) minna þróuð Asíuríki, 5) Austurlönd nær, 6) Germönsk lönd, 7) Engilsaxnesk lönd og 8) Norðurlönd. Löndin sem hann telur í flokki með Norðurlöndum og hafa sambærilega þjóðmenningu eru Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Nor- egur og Holland. Einkenni þessara landa eru lítil fjarlægð milli fólks í valdastöðum og öðrum stöðum í samfélaginu; í meðallagi eða mikið óvissuþol; í meðallagi eða mikil einstaklingshyggja og lágt skor þegar kemur að hinu karllæga gildismati. Meðal annars vegna þess að rannsókn Hofstede er unnin í hinum vestræna heimi hefur vaknað upp sú spurning hvort hann hafi komið auga á allar þær víddir sem nota má við að greina í sundur þjóðmenn- ingu. Til að rýna í þetta frekar fór Hofstede í samstarf við rannsak- anda í Hong Kong. Á þeirra vegum var unninn spurningalisti sem tók mið af austrænum áherslum. Í rannsókn sem fram fór í kjölfarið fékkst frekari staðfesting á mikilvægi þriggja af fjórum víddum Hof- stede. Hugmyndin um óvissuþolið sem mælikvarða virtist vera undir vestrænum áhrifum. Þessi rannsókn sem Hofstede vann að með Michael Bond sýndi jafnframt að greina mætti nýja vídd sem hefði meira skýringargildi í hinum austræna heimi. Sú vídd var kennd við Konfúsíus („Confusian Dynamism“). Hofstede segir þessa vídd spyrja um það hvort megináherslurnar séu til lengri eða styttri tíma. Geert Hofstede gerir jafnframt skýran greinarmun á þjóðmenn- ingu og fyrirtækismenningu. Hann segir m.a. að í þjóðmenningu megi finna djúpstæðar venjur og siði („norms“) en í fyrirtækismenn- ingu sé réttara að tala um áunna starfshætti („practices“). Hann heldur því fram að menning í fyrirtækjum og áherslur í stjórnun séu mismunandi eftir löndum og þess vegna sé vandasamt að fara með stjórnunarhugmyndir og starfsaðferðir á milli landa. Nánari upplýsingar um Geert Hofstede er að finna á www.geert- hofstede.com. S T J Ó R N U N Geinarhöfundur hitti Geert Hofstede þegar hann kom hingað til lands sl. vor.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.