Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
K
Y
N
N
IN
G
V élakostur Vörumerkingar er mjög fullkominn enda dugar ekkert minna þegar megináherslan er lögð
á gæði framleiðslunnar. Í samvinnu við mörg
helstu fyrirtæki landsins, á nánast öllum
sviðum atvinnulífsins, hefur tekist að byggja
upp mjög virkt eftirlitskerfi en það gerir fyrir-
tækinu kleift að þróast og stækka eins og raun
ber vitni. Lipurt samstarf hefur gert það að
verkum að Vörumerking stendur á traustum
grunni á því sérhæfða sviði sem framleiðsla
límmiða er.
Leiðandi límmiðalausnir
Karl M. Karlsson er framkvæmdastjóri Vöru-
merkingar:
„Hefðbundnir límmiðar eru vissulega stór
og mjög mikilvægur þáttur í framleiðslu
okkar enda er Vörumerking stærsti framleið-
andi límmiða á landinu. Neytendur þekkja
mjög vel fjölmargar af miðamerkingum á
alls kyns matvörum, áleggsbréfum, osti og
hreinsivörum, nánast alls staðar það sem
merkinga er þörf.
Vörumerking framleiðir einnig kunnug-
leg állok sem notuð eru til að loka t.d.
skyr- og jógúrtdósum og öðrum vörum í
mjólkurframleiðslu. Þess er vandlega gætt að
stór lager sé alltaf til staðar fyrir helstu við-
skiptavinina svo aldrei vanti límmiða. Starfs-
menn hafa augun ávallt opin fyrir nýjum
tækifærum á sviði límmiðaframleiðslu.
Nú er t.d. kleift að framleiða fletti-
miða, miða með þjófavörn, hitanæma miða
(thermo) með ekta gyllingu ásamt fleiri nýj-
ungum.“
Álþynnur fyrir lyfjaiðnaðinn
„Vörumerking prentar m.a. álþynnur fyrir
lyfjaiðnaðinn en það eru þynnurnar sem eru
ofan á lyfjabréfum og eru bæði fyrir íslenskan
og erlendan markað í ýmsum löndum. Fyrir-
tækið hefur einbeitt sér að því að sérhæfa sig í
þessari prentun og hefur hreinlæti, öryggi og
fullkominn tækjabúnað í fyrirrúmi.“
Kortin
„Plastkortin eru mikilvægur og umsvifamikill
þáttur í framleiðslu Vörumerkingar. Ekki ein-
ungis er prentað á kortin heldur eru þau fram-
leidd alveg frá grunni hjá okkur. Hvert kort er
sett saman úr nokkrum plastlögum sem eru
brædd saman og síðan stönsuð út. Kortin geta
bæði verið með og án segulranda, sem hægt er
síðan að innrita upplýsingar í ef óskað er.
Framleiðsla á skafmiðum er einnig mikil.
Hún fer fram í einu framleiðsluferli svo að
enginn hætta sé á að sjáist hvaða miðar eru
með vinning.
Hafið samband við okkur hjá Vörumerk-
ingu, við veitum allar upplýsingar og finnum
einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir hvern og
einn.“
Vörumerking:
Fjölbreytt framleiðsla fyrir
innlendan og erlendan markað
„Vörumerking prentar m.a.
álþynnur fyrir lyfjaiðnaðinn en
það eru þynnurnar sem eru ofan
á lyfjabréfum og er það fyrir bæði
íslenskan og erlendan markað í
ýmsum löndum.“