Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 102

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 K Y N N IN G Á NordicaSpa er lögð höfuðáhersla á gæði og persónulega þjónustu. Starfsfólkið kappkostar að gera vel við alla sína viðskiptavini og tryggja vellíðan þeirra. Hver og einn fær einstaklingsþjónustu og ráðgjöf við hæfi. Ragnheiður Birgisdóttir er framkvæmdastjóri NordicaSpa. Hún segir að viðskiptavinir NordicaSpa fái gott aðhald í ræktinni og leiðsögn hjá þjálfara í tækjasalnum í hvert sinn sem komið er í heilsuræktina: „Þjálfararnir okkar aðstoða viðskiptavini við æfingar – stilla tækin og leiðbeina samkvæmt persónulegri æfingaáætlun við- komandi gests auk þess að aðstoða einnig við teygjur ef þess er óskað en það er einmitt sérstaða sem NordicaSpa hefur umfram aðrar heilsuræktir. Í upphafi eru viðskiptavinir NordicaSpa „heilsufarsmældir“, þ.e. þjálfarinn gerir stöðumat og setur upp æfingakerfi. Heilsufa- rsmælingin felur í sér blóðþrýst- ings-, fituprósentu- og þyngdar- mælingu. Þá fer fram næringar- ráðgjöf og þjálfararnir hafa síðan vakandi auga með gestunum og fylgja æfingaáætlunum þeirra vel eftir. Á fjögurra til átta vikna fresti er æfingaáætlunin síðan endurskoðuð. Viðskiptavinum gefst líka kostur á reglulegum mælingum þess á milli til að fylgjast með árangrinum. NordicaSpa býður einnig upp á fjölbreytta hóptíma svo allir ættu að geta fundið sér hreyfingu og þjálfun við hæfi. Við erum t.d. með skemmtilega tíma frá Les Mills, fjölbreytta brennslutíma, jóga, qi gong og margt fleira. Einnig bjóðum við upp á nám- skeið í Rope Yoga og höfum verið með nokkur Pilates námskeið í gegnum árin. Á boðstólum eru líka sérstök átaksnámskeið fyrir bæði karla og konur en þau hafa verið sérlega vinsæl og þátttak- endur verið að ná mjög góðum árangri. Í því prógrammi leggjum við áherslu á púlsþjálfun sem gerir fólki kleift að fylgjast með púlsinum og hitaeiningabrennsl- unni í hverjum tíma sem er ákaf- lega hvetjandi. Vikulega höfum við inni í sal aðgengilegan prentaðan fróð- leik og heilsusamlegar uppskriftir. Við seljum gott úrval af fersk- pressuðum söfum, lífræna heilsu- drykki, prótein- og skyrdrykki sem fólki finnst hressandi að taka með sér heim eða í vinnuna eftir árangursríka þjálfun.“ Heilsulindin „Aðgangur að heilsulind Nordica- Spa er innifalinn fyrir alla við- skiptavini heilsuræktarinnar en þar er boðið upp á herðanudd í heitu pottunum alla daga, sem er önnur skemmtileg sérstaða okkar. Að æfingu lokinni er dásamlegt að njóta hvíldar i heitu pottunum í heilsulindinni og fá slakandi herðanudd hjá nuddurunum. Þar getur fólk látið þreytu dagsins líða úr sér og komið endurnært út. Í heilsulindinni eru tveir nuddpottar, sérstök slökunarlaug og tvær vatnsgufur með ilmi. Úti á veröndinni er einnig heitur pottur, sauna og sólbaðsaðstaða. Heilsulind NordicaSpa býður upp á fjölbreytt úrval af nudd- meðferð og snyrtimeðferð fyrir karla og konur. Við erum með einstaklega góða nuddaðstöðu í rúmgóðum herbergjum en valið stendur um ýmsar gerðir af nuddi, svo sem klassískt nudd, svæðanudd, ilmolíunudd, leir- meðferð með íslenskum hveraleir og steinanudd, svo að eitthvað sé nefnt. Innifalið í öllum snyrti- og nuddmeðferðum er aðgangur að heilsulindinni, handklæði og sloppur.“ NordicaSpa: Hressandi heilsulind „Aðgangur að heilsulind NordicaSpa er innifalinn fyrir alla viðskiptavini heilsuræktarinnar, en þar er boðið upp á herðanudd í heitu pottunum alla daga, sem er önnur skemmtileg sérstaða okkar.“ Að sögn Ragnheiðar Birgisdóttur, framkvæmda- stjóra NordicaSpa, eru tveir nuddpottar í heilsulindinni, sérstök slökunarlaug og tvær vatnsgufur með ilmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.