Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 103
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 103
Lífsstíll
Sjøfn Har. „Fjöll eru form, fegurð og skúlptúrar á ákveðinn hátt. Það er mikil orka í fjöllunum.“ Sjá má
myndir af fleiri verkum á heimasíðum listakonunnar – sjofnhar.is og sjofnhar.com
• Myndlist
• Kvikmyndir
• Bílar
• Hönnun
• Heilsa
• Uppáhald
• Útivera o.fl.
UMSJÓN: SVAVA JÓNSDÓTTIR (MYNDLIST, HÖNNUN o.fl.) • HILMAR KARLSSON (KVIKMYNDIR) • SIGURÐUR HREIÐAR (BÍLAR)
Konur hafa flækst inn á myndflöt-
inn undanfarin misseri. Sjøfn segir
þær vera í ýmsum útgáfum. „Konur
eru skemmtilegt viðfangsefni. Mér
finnst konur vera að standa sig og
vera flott mótív.“
Listakonan segir að myndlistin
veiti ákveðna fullnægju og gleði.
„Það er gaman þegar fólk skoðar
myndirnar og gleðst yfir því sem það
sér. Ég gæti ekki lifað án myndlistar
en hún gefur mér kraft og tilgang
í lífinu. Öll góð list er yndislegt,
andlegt fóður.“
Myndlist:
Hún ögrar
litaskalanum
Sjøfn Har. málar málverk sem
manni finnst næstum því toga
mann til sín. Kraftur litanna
ræður því. „Ég er litaglöð,“
segir Sjøfn sem skapar hvert
olíumálverkið á fætur öðru á
vinnustofunni á Stokkseyri.
„Þeir sem þekkja verkin mín
vita að ég vinn með sterka og
klára liti. Ég get ekki annað.“
Hún ögrar litaskalanum. Segir
að þessu tengist ástríða.
Listakonan ferðast um
landið á litlum húsbíl, skissar
mótív og seinna galdrar
hún fram heilu listaverkin í
tengslum við það sem hún sér
og upplifir á ferðum sínum.
Snæfellsjökull hefur verið í
aðalhlutverki lengst af. „Ég
verð að mála jökulinn annað
slagið.“ Þegar Sjøfn er spurð
hvað fjöll séu í huga hennar
segir hún: ,,Fjöll eru form, feg-
urð og skúlptúrar á ákveðinn
hátt. Það er mikil orka í fjöll-
unum.“ Sólbjört minning, 2007. Olía á striga.140 x 120cm.