Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 109

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 109
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 109 Linda leggur áherslu á að fá sér öflugri og meira krefjandi hesta. Framkvæmdastjórinn hefur keppt á mótum svo sem í kvennatölti Gusts. „Ég hef íhugað að fá mér keppn- ishest og er að leita.“ Lífsstíll „Það eru 15 ár síðan ég eignaðist fyrsta hestinn en foreldrar mínir voru og eru í hestamennsku og ég smitaðist af áhuga á hestamennsk- unni,“ segir Linda Bentsdóttir, framkvæmdastjóri Inn-fjárfest- inga. ,,Fyrsti hesturinn minn hét Bjarki en hann var í senn fallegur, viljugur og góður reiðhestur.“ Linda og fjölskylda hennar eiga í dag sjö hesta og heita þeir Funi, Sproti, Jaki, Sæli, Brana, Krafla og Tígull. Linda segir að samfara hesta- mennskunni, sem sé gott fjölskyldusport, fylgi áhugi á útiveru, dýrum og skemmtilegu fólki. „Hestar eru góðar skepnur og vinir manns og þessu fylgir ólýsanleg tilfinning.“ Hún nefnir í því sambandi að vera með tvo til þrjá til reiða, finna ilminn af hrossunum og heyra hófatakið. ,,Hver hestur er með sinn kar- akter og kynnist maður þeim vel. Sumir hestar fara til að mynda í manngreinaálit. Funi minn er frábær reiðhestur en hann fer stundum í fýlu og þá sérstaklega í skammdeginu en hann er glaður á sumrin.“ Það sem einkennir góðan hest að sögn Lindu er að hann sé geðgóður, að hann virði knapann, hann hafi mikið afl og rými og sé mjúkur á brokki og tölti. Linda Bentsdóttir á hestinum Funa. „Hver hestur er með sinn kar- akter og kynnist maður þeim vel. Sumir hestar fara til að mynda í manngreinaálit.“ Hestamennska: Funi minn er frábær Þorgils Óttar Mathiesen og Berta Gerður Guðmundsdóttir ásamt börnum sínum. Sigrún er 11 ára en Einar Páll er níu ára. Þorgils Óttar Mathiesen, stjórnarfor- maður Klasa, og eiginkona hans, Berta Gerður Guðmundsdóttur, festu kaup á fellihýsi í vor. „Það var kominn tími til að fara hringinn,“ segir Þorgils Óttar, en fjölskyldan fór hringinn í kringum landið í júlíbyrjun. Þorgils Óttar bætir við að það sé svo margt sem fjölskyldan eigi eftir að skoða á Íslandi. Þá segir hann að ágætt sé fyrir sig að fara út úr bænum þegar hann eigi frí því að hætta sé á að hugurinn sé bundinn við starfið þegar hann er í bænum. Sumarfríið: Eins og lítil íbúð „Við gistum á Kirkjubæjarklaustri, á Egilsstöðum, í Hallormsstaðarskógi, á Akureyri og síðustu nóttina gistum við í nágrenni Búða á Snæfellsnesi. Þetta var dálítið afslappað; við fórum í sund, grilluðum og fórum í fótbolta og vorum í leikjum. Þá spilum við mikið en í sumarfríinu spiluðum við meðal annars „rommí“ og „olsen-olsen“. Þorgils Óttar segir að svona ferð sé náttúrulega ólík því þegar farið er í sólarlandaferðir. „Þá liggur maður meira í leti. Svona ferðum fylgir meiri „action“. Maður fer í gönguferðir og þarf auðvitað að setja upp fellihýsið og síðast en ekki síst að grilla.“ Þorgils Óttar og fjölskylda hans voru vön að tjalda þegar ferðast var um landið. Fellihýsið er óneitanlega betri kostur þegar allra veðra er von. „Mestu þæg- indin tengjast því þegar veður er vont en í fellihýsinu er hiti, rafmagn, vaskur og gott pláss. Þetta er eins og lítil íbúð.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.