Frjáls verslun - 01.07.2007, Blaðsíða 109
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 109
Linda leggur áherslu
á að fá sér öflugri og
meira krefjandi hesta.
Framkvæmdastjórinn hefur
keppt á mótum svo sem í
kvennatölti Gusts. „Ég hef
íhugað að fá mér keppn-
ishest og er að leita.“
Lífsstíll
„Það eru 15 ár síðan ég
eignaðist fyrsta hestinn en
foreldrar mínir voru og eru í
hestamennsku og ég smitaðist
af áhuga á hestamennsk-
unni,“ segir Linda Bentsdóttir,
framkvæmdastjóri Inn-fjárfest-
inga. ,,Fyrsti hesturinn minn
hét Bjarki en hann var í senn
fallegur, viljugur og góður
reiðhestur.“
Linda og fjölskylda hennar
eiga í dag sjö hesta og heita
þeir Funi, Sproti, Jaki, Sæli,
Brana, Krafla og Tígull. Linda
segir að samfara hesta-
mennskunni, sem sé gott
fjölskyldusport, fylgi áhugi á
útiveru, dýrum og skemmtilegu
fólki.
„Hestar eru góðar skepnur
og vinir manns og þessu fylgir
ólýsanleg tilfinning.“ Hún nefnir
í því sambandi að vera með tvo
til þrjá til reiða, finna ilminn af
hrossunum og heyra hófatakið.
,,Hver hestur er með sinn kar-
akter og kynnist maður þeim
vel. Sumir hestar fara til að
mynda í manngreinaálit. Funi
minn er frábær reiðhestur en
hann fer stundum í fýlu og þá
sérstaklega í skammdeginu en
hann er glaður á sumrin.“
Það sem einkennir góðan
hest að sögn Lindu er að hann
sé geðgóður, að hann virði
knapann, hann hafi mikið afl
og rými og sé mjúkur á brokki
og tölti.
Linda Bentsdóttir á hestinum Funa. „Hver hestur er með sinn kar-
akter og kynnist maður þeim vel. Sumir hestar fara til að mynda í
manngreinaálit.“
Hestamennska:
Funi minn er frábær
Þorgils Óttar Mathiesen og Berta Gerður Guðmundsdóttir
ásamt börnum sínum. Sigrún er 11 ára en Einar Páll er níu ára.
Þorgils Óttar Mathiesen, stjórnarfor-
maður Klasa, og eiginkona hans,
Berta Gerður Guðmundsdóttur,
festu kaup á fellihýsi í vor. „Það var
kominn tími til að fara hringinn,“
segir Þorgils Óttar, en fjölskyldan
fór hringinn í kringum landið í
júlíbyrjun. Þorgils Óttar bætir við að
það sé svo margt sem fjölskyldan
eigi eftir að skoða á Íslandi. Þá
segir hann að ágætt sé fyrir sig að
fara út úr bænum þegar hann eigi
frí því að hætta sé á að hugurinn
sé bundinn við starfið þegar hann
er í bænum.
Sumarfríið:
Eins og
lítil íbúð
„Við gistum á
Kirkjubæjarklaustri,
á Egilsstöðum, í
Hallormsstaðarskógi, á
Akureyri og síðustu nóttina
gistum við í nágrenni Búða
á Snæfellsnesi. Þetta var
dálítið afslappað; við fórum
í sund, grilluðum og fórum í
fótbolta og vorum í leikjum. Þá
spilum við mikið en í sumarfríinu
spiluðum við meðal annars
„rommí“ og „olsen-olsen“.
Þorgils Óttar segir að svona
ferð sé náttúrulega ólík því
þegar farið er í sólarlandaferðir.
„Þá liggur maður meira í leti.
Svona ferðum fylgir meiri
„action“. Maður fer í gönguferðir
og þarf auðvitað að setja upp
fellihýsið og síðast en ekki síst
að grilla.“
Þorgils Óttar og fjölskylda
hans voru vön að tjalda þegar
ferðast var um landið. Fellihýsið
er óneitanlega betri kostur þegar
allra veðra er von. „Mestu þæg-
indin tengjast því þegar veður
er vont en í fellihýsinu er hiti,
rafmagn, vaskur og gott pláss.
Þetta er eins og lítil íbúð.“