Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 9

Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 9
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7  Skattalína í miklum vexti Eins og áður sagði er skattalína LOGOS einn af þeim þáttum sem skapa stofunni hvað mesta sérstöðu. Á skattalínu LOGOS starfa 8 sérhæfðir lögmenn frá þremur þjóðlöndum en 6 þeirra eru með meistaragráður í alþjóðlegum skattarétti eða í alþjóðlegum viðskiptarétti. Þeir leysa úr fjölbreyttum viðfangsefnum fyrir erlenda fjárfesta og lánastofnanir, flest af stærri fyrirtækjum landsins, auk miðlungsstórra félaga og efnameiri einstaklinga. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. og einn eigenda LOGOS, veitir skattalínunni forystu: „Annars staðar á Norðurlöndum eru það yfirleitt endurskoðendur sem fást við skattalöggjöfina. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel og náð að skila viðskiptavinum okkar miklum árangri og ávinningi með bættri skipulagningu á öllu sem varðar skatta og skyldur fyrirtækja. Skattaverkefni LOGOS spanna allt frá skipulagi á fjármögnun og kaupum á fyrirtækjum í fjarlægum heimsálfum til vinnu við ágreiningsmál við skattyfirvöld á stjórnsýslustigi eða fyrir dómstólum. Við hjálpum mönnum að leggja upp alla fjármögnun og skipulagningu fjárfestingar í útlöndum út frá skattasjónarmiðum þannig að menn lendi ekki í tvísköttun eða verði að öðru leyti fyrir óþarfa skattkostnaði vegna verkefnisins. Rétt skipulag á alþjóðlegum fjárfestingum getur hreinlega skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ekki gera það,“ segir Bjarnfreður. Mikið er lagt upp úr því að lögmenn skattalínu starfi í þverfaglegum teymum með öðrum sérfræðingum LOGOS sem hafa á að skipa sérfræðiþekkingu í kauphallarrétti, félagarétti, fjármunarétti, afleiðusamningum, fasteignaviðskiptum og svo framvegis. LOGOS fremst samkvæmt erlendu matsfyrirtæki Enska fyrir -tækið Chambers and Partners hefur metið LOGOS í fremstu röð lögfræðiráðgjafa á öllum þeim sviðum sem metin voru á Íslandi. Einnig voru ýmsir lögmenn hjá LOGOS taldir skara fram úr á sínum sviðum. Í þessu er fólgin mikil viðurkenning fyrir LOGOS þar sem Chambers er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á gæðum lögfræðiþjónustu. Á þessum merku tímamótum fyrirtækisins er það mat Helgu Melkorku að LOGOS standi vel að vígi. „Við teljum okkur hafa leitt þróunina á lögfræðimarkaðinum á Íslandi og viljum halda áfram á sömu braut. Það ætlum við að gera með því að halda áfram að laða til okkar hæfasta fólkið. Í þeim efnum hefur okkur gengið mjög vel og er hópurinn á LOGOS skipaður frábæru fólki sem fer í verkin af mikilli kunnáttu og færni. Sveinn Björnsson væri mjög stoltur af LOGOS í dag!“ Efstaleiti 5 • 103 Reykjavík Sími 540 0300 • Fax: 540 0301 Netfang: logos@logos.is Netsíða: www.logos.is Þrír af sérfræðingum skattalínu: Bjarnfreður, Jón Elvar og Dhaval. Rétt skipulag á alþjóðlegum fjárfestingum getur skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gera það ekki.  F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7  Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Sveinn Björnsson opnaði fyrstu lögmannsstofu landsins árið 1907. Þangað rekur stærsta lögmannsstofa lands- ins LOGOS sögu sína, en hún hefur haft forystu í lögmannsþjónustu á Íslandi um áraraðir. LOGOS er með 66 starfsmenn, þar af 45 lögfræðinga, og rekur skrifstofur í Reykjavík og London. Í janúar verður svo opnuð skrifstofa í Kaupmannahöfn og verður það kynnt betur á nýju ári. Þó að margt hafi breyst á hundrað árum eru gildin enn þau sömu, heiðarleiki, fag- mennska og metnaður. Þetta er lykillinn að velgengni LOGOS. Góður vöxtur og útrás í þágu viðskiptavina Það er ekki auðvelt að lýsa hinni fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í stórri lögfræðiskrif- stofu. Með hæfilegri einföldun má segja að LOGOS sérhæfi sig í alhliða lögfræðiþjónustu fyrir viðskiptalífið. Viðskiptavinir LOGOS eru því fyrirtæki sem þurfa sérfræðiráðgjöf, einkum í félagarétti, í öllu sem snýr að fjár- festingum og fjármögnun, samkeppnisrétti og kauphallarreglum. Síðast en ekki síst má nefna skattarétt, en á því sviði hefur LOGOS mikla sérstöðu og yfirburði á íslenskum lög- fræðimarkaði. Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., sem stýrir fyrirtækjalínunni, segir það hafa reynst LOGOS mjög vel að hafa markað sér skýra stefnu í þjónustu við viðskiptalífið. „Góður vöxtur og árangur stofunnar er því að þakka hversu ákveðið hefur verið gengið til verks á kjarnasviðum okkar. Fyrirtæk- inu var skipt í fjórar línur; fyrirtækjalínu, skattalínu og almenna línu, sem m.a. ann- ast málflutning, auk rekstrar- og nýsköp- unarlínu. Með þessu náum við fram kostum sérhæfingar, en auk fyrrgreindra sviða erum við að sjálfsögðu líka að fást við verkefni í hvers konar skaðabótamálum, flutninga- og flugrétti, hugverkarétti, útboðs- og verktaka- málum, svo eitthvað sé nefnt“, segir Helga. „Við höfum líka haft í miklu að snúast í tengslum við íslensku útrásina, til dæmis í fjármögnunar- og fjárfestingarverkefnum frá útibúinu okkar í London. Við urðum fyrsta íslenska lögmannsþjónustan til að fara í útrás þegar við opnuðum þar.“ Stærð og sérhæfing skilar árangri Helga segir stærð stofunnar, ásamt sérhæf- ingunni, vera lykilatriði til að LOGOS haldi áfram forystuhlutverki sínu. „Vöxtur LOGOS hefur verið ör og mikill. Frá árinu 2000 hefur vöxturinn í veltunni hjá okkur að jafnaði verið um 25% og enn meiri síð- ustu tvö árin. Hvað varðar starfsfólkið þá voru 18 lögfræðingar hjá okkur árið 2000 og rúmlega 30 starfsmenn samtals, þannig að á þessum árum hefur fjöldi starfsmanna meira en tvöfaldast. Í dag vinnum við fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og meira og minna fyrir þriðjung af þeim fyr- irtækjum sem eru í kauphöllinni, auk vinnu fyrir stórar erlendar lánastofnanir. Hinar miklu fjárfestingar fyrirtækja hafa kallað á heilmikla vinnu í kringum lánasamninga og skipulagningu á fjárfestingum, meðal annars vegna samruna.“ Skattalína í miklum vexti Eins og áður sagði er skattalína LOGOS einn af þeim þáttum sem skapa stofunni hvað mesta sérstöðu. Á skattalínu LOGOS starfa 8 sérhæfðir lögmenn frá þremur þjóð- löndum en 6 þ irra eru með meistaragráður í alþjóðlegum skattarétti ða í alþjóðlegum við- skiptarétti. Þeir leysa úr fjölbreyttum viðfangs- efnum fyrir erlenda fjárfesta og lánastofnanir, flest af stærri fyrirtækjum landsins, auk miðl- ungsstórra félaga og efnameiri ei staklinga. Bjarnfreður Ólafsson, hdl. og einn eigenda LOGOS, veitir skattalínunni forystu: „Ann- ars staðar á Norðurlöndum eru það yfirleitt endurskoðendur sem fást við skattalöggjöfina. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel og náð að skila viðskiptavinum okkar miklum árangri og ávinningi með bættri skipulagn- ingu á öllu sem varðar skatta og skyldur fyrirtækja. Skattaverkefni LOGOS spanna allt frá skipulagi á fjármögnun og kaupum á fyrirtækjum í fjarlægum heimsálfum til vinnu við ágreiningsmál við skattyfirvöld á stjórn- sýslustigi eða fyrir dómstólum. Við hjálpum mönnum að leggja upp alla fjármögnun og skipulagningu fjárfestingar í útlöndum út frá skattasjónarmiðum þannig að menn lendi ekki tvísköttun eða verði að öðru leyti fyrir óþ rfa skattkostnaði vegna verkefnisin . Rétt skipulag á alþjóðlegum fjárfestingum get r hreinle a skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ekki gera það,“ segir Bjarn- freður. Mikið er lagt upp úr því að lögmenn skattalínu starfi í þverfaglegum tey um með öðrum sérfræðingum LOGOS sem hafa á að skipa sérfræðiþekkingu í kauphallarrétti, félagarétti, fjármunarétti, afleiðusamningum, fasteignaviðskiptum og svo framvegis. LOGOS fremst samkvæmt erlendu matsfyrirtæki Enska fyrirtækið Chambers and Partners hefur metið LOGOS í fremstu röð lögfræðiráðgjafa á öllum þeim sviðum sem metin voru á Íslandi. Einnig voru ýmsir lögmenn hjá LOGOS taldir skara fram úr á sínum sviðum. Í þessu er fólgin mikil viðurkenning fyrir LOGOS þar sem Chambers er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á gæðum lögfræðiþjónustu. Á þessum merku tímamótu fyrirtækisins er það mat Helgu Melkork að LOGOS standi vel að vígi. „Við teljum okkur haf leitt þróunina á lö fræðimarkaðinum á Íslandi og viljum halda áfram á sömu braut. Það ætlum við að gera með því að halda áfram að laða til okkar hæfasta fólkið. Í þeim efnum hefur okkur gengið mjög vel og er hópurinn á LOGOS skipaður frábæru fólki sem fer í verkin af mikilli kunnáttu og færni. Sveinn Björnsson væri mjög stoltur af LOGOS í dag!“ Efstaleiti 5 103 Reykjavík Sími: 5400300 - Fax: 54003001 Netfang: logos@logos.is Netsíða: www.logos.is Rétt skipulag á alþjóðlegum fjárfestingum getur skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gera það ekki. Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl, einn eigenda LOGOS. Þrír af sérfræðingum skattalínu: Bjarnfreður Ólafsson, Jón Elvar Guðmundsson, Dhaval J. Sanghavi. Ætlum að leiða áfram þróunina í íslenskri lög- mannsþjónustu LOGOS ætlar að halda áfram ótvíræðri forystu á sviði lögmannsþjónustu fyrir atvinnulífið. LOGOS er í samstarfi við lögfræðistofur um allan heim og er vel í stakk búin til að hjálpa viðskiptavinum sínum við að ná markmiðum sínum hvar sem er í heiminum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.