Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7
Maður ársins
TB
W
A
\R
EY
K
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
leðilegt nýtt árG
og talaði eitthvað á milli laga. En þetta var mjög gaman og sparaði
mér öll námslán.“
Og hann hafði frjálsar hendur um tónlistarval og varð þekktur fyrir
að spila gospeltónlist. Hlustendur grunaði að hann væri trúaður. Er
það svo?
„Já,“ segir Andri og rekur áhuga sinn á trúmálum
og gospeltónlistinni aftur til æskulýðsstarfs í Grens
áskirkju.
Trúaður fyrir mig
„Ég held að það sé nú meira til en bara það sem
við sjáum,“ segir Andri. „Ég er trúaður fyrir mig
en ég get ekki sagt að ég sé kirkjurækinn eða hafi
áhuga á að troða minni trú upp á aðra. Þetta er
spurning um lífskilning, gildi, og það hvað skiptir
máli. Trúin kemur fram í því sem menn gera.“
Og les Andri þá Biblíuna reglulega?
„Nei, en ég er alæta á bækur og á meðal uppáhaldsverka minna eru
Hávamál og Orðskviðir Salómons,“ segir Andri. „Þar er að finna upp
safnaða reynslu kynslóðanna um vináttu og um gagnkvæma virðingu.
En þetta hef ég fyrir mig. Menn verða að hafa einhvern grundvöll að
byggja á. Allir lenda í erfiðleikum ekki síður en að njóta velgengni.
Í báðum tilvikum skiptir máli að hafa grunn að byggja á. Þú getur
ráðið því hver þú ert þótt margt í kringum þig sé tilviljunum háð og
ekkert er fast í hendi.“
Peningar og vinnusemi
En hvað með Mammon og peningana? Getur peningamaður verið
trúmaður?
„Já,“ segir Andri hiklaust. „En menn verða að verðskulda árangur sinn
og leggja sitt af mörkum sjálfir; byggja upp, ekki endilega sölsa undir
sig. Það er hægt að byggja upp án þess að troða á öðrum. Vinnusemi
er dyggð, ekki löstur.“
Og Andri segir að þetta viðhorf móti gerðir
hans sjálfs í viðskiptum.
„Stærð hefur engan sjálfstæðan tilgang,“ segir
hann. ,,Það hefur engan tilgang að gína yfir öllu.
En gæði hafa tilgang.“
Þetta segist Andri hafa að leiðarljósi við upp
byggingu fyrirtækisins. Og hann segir að menn
verði að búa yfir innri ró til að bíða. Það er mikil
kúnst að hans mati að bíða.
„Að bíða þegar við á, það er kúnstin,“ segir
Andri. „Og sækja svo hratt þegar tækifæri gefst.“
Lýjandi ferðalög
Andri beið líka með að stofna fjölskyldu og eignast börn. Beið þar
til hann var tilbúinn, segir hann og var kominn um fertugt. Kona
hans er Valgerður Franklínsdóttir. Þau giftu sig fyrir þremur árum
en höfðu þá búið saman nokkur ár og strákarnir eru tveir: Alexander
Snær 4 ára og Viktor Máni að verða 2ja ára.
„Ég vildi ekki eignast börn fyrr en ég væri tilbúinn til,“ segir Andri.
Hann er fæddur 1963 og því 44 ára.
Flugfélagið Jetx
Primera Air. 80 %
í eigu Andra Más.
Verður með 9 þotur
á næsta ári, þar af
tvær breiðþotur.
Vélar í eigu flugfélagsins Jetx-Primera Air eru 5 talsins. Á næsta ári verða þær 9 og þar af tvær breiðþotur.