Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7
sjávarútvegsfyrirtæki í Kauphöllinni
Síðasta sjávarútvegsfyrirtækið, vinnslustöðin, er á leið út af mark-
aði, en síðasta opinbera verðmat sem bankarnir gerðu var fram-
kvæmt af Landsbankanum í mars 2007 og var verðmatsgengið
4,7. gengi vinnslustöðvarinnar hækkaði mánuði síðar þegar við-
skiptaaðilar virtust hafa tekið kvótaverðmætið inn í matið og notað
upplausnaraðferð og var gengið 8,5 miðað við nóvember 2007.
fyrirtækjum í kauphöll Íslands fjölgaði jafnt og þétt frá stofnun
kauphallarinnar 1985 til áranna 1999-2000, en þá voru skráð hluta-
félög 75 alls. Síðan hefur skráðum félögum fækkað og voru komin í
um 38 árið 2004.
fyrstu sjávarútvegsfyrirtækin komu inn á aðallista kauphallar-
innar 1992 og fjölgaði mikið til ársins 1999 og voru 24 þegar flest
voru, en fór síðan fækkandi og er síðasta fyrirtækið, vinnslustöðin,
nú á leið út af markaði.
frá 1992 til 2006:
iCeX 15 hlutabréfavísitalan margfaldaðist um 22,3 sinnum.
iCeXfiSH (vísitala sjávarútvegsfyrirtækja) margfaldaðist um 3,2
sinnum.
verð á varanlegum þorskkvóta margfaldaðist um 11,2 sinnum.
s j á v a r ú t v e g s K ö n n u n
Áttu von á að íslensk útgerðarfyrirtæki almennt muni
stækka, minnka eða verður óbreytt ástand á stærð
þeirra í framtíðinni eða næstu 5 árin?
Hversu miklar eða litlar líkur eru á að þitt fyrirtæki
kaupi annað útgerðarfyrirtæki?
Ef til greina kemur að þitt fyrirtæki selji kvóta þannig
að hann flytjist úr því byggðarlagi sem fyrirtækið starfar
í, hversu mikil eða lítil áhrif hefur það á ákvörðun
fyrirtækisins um sölu að kvótinn sé seldur burt úr
byggðarlaginu?
Eru aflaheimildir þíns fyrirtækis í bókhaldi metnar of lágt,
of hátt eða rétt metnar?