Frjáls verslun - 01.11.2007, Side 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7
maRKaðsmál
Markaðsmál
frjáls verslun kemur hér með 8 síðna umfjöllun
um auglýsinga- og markaðsmál. mikill
kraftur er um þessar mundir í markaðsfólki
og nýlega valdi Ímark Landsbankann sem
markaðsfyrirtæki ársins 2007 og andra
má ingólfsson, mann ársins hjá frjálsri
verslun, sem markaðsmann ársins 2007. við
ræðum sömuleiðis við veigar margeirsson,
tónskáld í Los angeles, og þá útnefnum
við sjónvarpsauglýsingu Símans um síðustu
kvöldmáltíðina sem sjónvarpsauglýsingu ársins.
texti: Jón g. haUkSSon • MyndiR: geir ólafSSon, hilmar Þór gUÐmUndSSon o.fl.
veigar í los angeles
veigar margeirsson, tónskáld í Los angeles, er orðinn þekktur
vestanhafs í heimi auglýsinganna. Hann semur tónlist fyrir
sjónvarpsauglýsingar, bíóbrot (trailers) og kvikmyndir.
fyrr í haust flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands verk eftir veigar.
auglýsing ársins
Það þarf auðvitað ekki mörg orð um það að auglýsing
Símans, sem tengd er síðustu kvöldmáltíðinni, er
sjónvarpsauglýsing ársins 2007, að mati frjálsrar
verslunar. enginn auglýsing hefur fengið jafnmikið
umtal og þessi auglýsing sem storkað hefur mörgu
fólki. Þetta er auglýsing sem kemur skilaboðunum mjög
vel til áhorfenda og er einstaklega vel gerð. Hið mikla
umtal sem auglýsingin hefur fengið eykur enn á gildi
hennar og styður vel við hana. frjáls verslun hefur þegar
fjallað ítarlega um þessa auglýsingu sem og fyndni í
auglýsingum með viðtali við höfund auglýsingarinnar, jón
gnarr, í síðasta tölublaði.
Jón Gnarr sem Júdas í auglýsingu Símans.
Veigar margeirsson, tónskáldið úr keflavík, semur tónlist fyrir
auglýsingar og kvikmyndir í Hollywood.