Frjáls verslun - 01.11.2007, Blaðsíða 126
126 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7
L andsbankinn, sem fagnaði 121 árs afmæli sínu á þessu ári, var á dögunum valinn markaðsfyrirtæki ársins á Íslandi af ÍMARK. Þetta er rós í hnappagat bankans og sýnir að hann er ferskur í hugsun og
markaðsmálum þótt til ára sinna sé kominn. Eða eins og
einhver orðaði það: Hér fer 121 árs táningur. Bankinn er
stofnaður 1. júlí árið 1886.
Þetta er í fyrsta sinn sem fjármálafyrirtæki hlýtur þennan
titil, en fimm þættir eru jafnan lagðir til grundvallar
verðlaununum:
• Markaðsárangur.
• Markaðshlutdeild og þróun hennar s.l. fimm ár.
• Ánægjustig viðskiptavina miðað við samkeppnisaðila.
• Markaðsherferðir á árinu og árangur þeirra.
• Innra markaðsstarf svo og önnur atriði, s.s. ánægjustig
starfsmanna og stefnumörkun.
Blaðinu snúið við
Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu og
markaðssviðs Landsbankans, segir verðlaunin sýna
glöggt hvernig íslenski bankamarkaðurinn hafi breyst á
síðastliðnum fjórum árum, þar sem bankarnir hafi breyst
úr því að vera stofnanir yfir í að vera þjónustufyrirtæki.
Í þessu hafi Landsbankinn haft forystu líkt og þessi
viðurkenning sýni.
„Við höfum nálgast markaðinn með öðrum hætti, en
við einkavæðingu bankans stóðu nýir eigendur frammi
fyrir því að ákveða hvernig þeir ætluðu að tryggja vöxt
bankans. Þeir ákváðu að ráða til sína nýja stjórnendur
og setja skýr markmið sem síðan hefur verið unnið eftir
og það er frábært fyrir svona stórt fyrirtæki að hafa náð
algjörlega að snúa við blaðinu,“ segir Hermann.
Herferðir skila árangri
Mikil áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu bankans
undanfarið ár og hafa herferðir bankans á árinu 2007 allar
skilað tilætluðum árangri. Hermann segir að mikið sé lagt
maRKaðsmál
Landsbankinn var valinn markaðsfyrirtæki ársins af Ímark. Þetta er rós í hnappagat
bankans og viðurkenning á því að hann er ferskur í hugsun þótt til ára sinna sé kominn.
121 árs táningur
markaðSfyrirtæki árSinS:
Viggó ásgeirsson, forstöðumaður markaðs- og vefdeildar Landsbankans,
og Hermann Jónasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.
texti: maría ólafSdóttir • MyndiR: hilmar Þór gUÐmUndSSon