Frjáls verslun - 01.11.2007, Page 127
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 127
upp úr samhæfingu í öllu markaðsefni sem komi frá bankanum og
talað sé af ábyrgð en um leið léttleika þannig að það nái greiðlega
til viðskiptavina. Mikilvægt sé að hafa púlsinn á samfélaginu og
partur af því sé t.d. stuðningur bankans við íslenska knattspyrnu
og íþróttalífið í landinu, svo og menningu. Allt styðji þetta við þá
ímynd Landsbankans að hann sé fyrirtæki sem færist fram á við með
viðskiptavininum.
samræmt útlit og upplýsingaflæði
Mikil breyting hefur orðið á undanförnum árum í umsvifum
bankans á erlendri grund. Bankinn starfar nú í 17 löndum og er
öllu markaðsstarfi bankans miðstýrt frá sölu og markaðssviði.
„Það er mikilvægt að samræma útlit bankans um allan heim og við
höfum lagt mikið upp úr því í útrás Landsbankans auk þess sem
bankinn leggur mikla áherslu á innra markaðsstarf í bankanum.
Eins er nauðsynlegt að allt starfsfólk sé vel upplýst um það sem er
að gerast í sölu og markaðsmálum bankans,“ segir Hermann. Þar
reynist internetið sem mikilvægur liður í að koma upplýsingum til
allra starfsmanna fljótt og örugglega. Jafnframt er allt markaðsefni kynnt starfsmönnum áður en það kemur fyrir sjónir almennings.
Til að auka á upplýsingaflæði milli landa gefur bankinn síðan út
veglegt tímarit sem ætlað er starfsfólki bankans til upplýsinga um
hvað sé að gerast í starfsstöðvum hans um allan heim.
stærsti viðskiptabanki landsmanna
Landsbankinn hefur haft leiðandi markaðshlutdeild á íslenskum
bankamarkaði í gegnum tíðina og notaði einmitt á síðasta ári
slagorðið „banki allra landsmanna í 120 ár“. Árið 2003 var
skipulag bankans stokkað upp sem leiddi m.a. af sér að öflugt
sölu og markaðssvið var stofnað til að styrkja bankann í
samkeppninni.
Þá í upphafi voru sett þrjú skýr markmið; að viðhalda
markaðshlutdeild, auka arðsemi og síðast en ekki síst að auka ánægju
viðskiptavina sem hafði verið lægst allra banka fram að því.
„Landsbankinn hefur alla tíð verið banki allra landsmanna og
ákveðið að það skyldi ekki breytast í kjölfar einkavæðingarinnar.
Með öflugu sölu og markaðsstarfi hefur tekist að viðhalda
markaðshlutdeild bankans, þrátt fyrir harða samkeppni
annarra viðskiptabanka og sparisjóða. Markaðshlutdeildin á
Reykjavíkursvæðinu hefur til dæmis aldrei verið meiri og það
er mikið ánægjuefni að bankanum hafi tekist að styrkja sig á
svo stóru markaðssvæði þrátt fyrir að hafa verið með mestu
markaðshlutdeild banka og sparisjóða í gegnum tíðina. Í dag
gengur öll starfssemi bankans út á að þjóna viðskiptavinum okkar
og vera til staðar fyrir þá. Við höfum nú náð að stórauka ánægju
þeirra auk þess að ná öðrum þeim markmiðum sem við settum
okkur, svo nú er bara að gera enn betur,“ segir Hermann.
121 árs táningur
Hermann Jónasson veitir hér viðtöku ímark verðlaunum úr hendi
forseta íslands, Ólafs ragnars Grímssonar.