Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 3
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var byggður árið 1903 og var starf- ræktur á árunum 1904-1927. Hann var byggður á steinsteyptum grunni en húsið kom tilsniðið frá Noregi. Þetta var alvöru spítali með öllu tilheyrandi, 17 sjúkrarúmum og um 260 m2 að grunnfleti. Á aðal- hæðinni voru 6 sjúkrastofur, þar af þrjár eins manns, tvær forstofur og langur gangur eftir endilöngu húsinu. Jafnframt var þar skurðstofa, lyfja- herbergi, biðstofa, borðstofa, tvö vatnssalerni og einangrunarstofa fyrir berkla- og taugaveikisjúklinga. Á efri hæðinni voru þrjú svefnherbergi, tvær sjúkrastofur, baðklefi, vatnssalerni, tvö fataherbergi. Í kjallara voru eld- hús, búr, salerni, þvottahús, geymslur og dísilrafstöð. Vatnsleiðsla og skólp- rennur voru lagðar í húsið þannig að spítalinn uppfyllti kröfur um þrifnað og nútímaþægindi. Spítalinn var byggður af sam- tökunum Société des hôpitaux français d'Islande en þau létu einnig byggja spítala í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Markmið samtakanna var að veita frönskum sjómönnum á Íslandsmiðum læknisaðstoð, en talið er að skömmu fyrir og um aldamótin 1900 hafi verið allt að 5000 franskir sjómenn hér við land. Í fyrstu voru Frakkar með sérstök spítalaskip en síðan leigðu þeir sér aðstöðu í landi yfir vertíðartímann, sem var frá því snemma vors og fram á haust. Með byggingu spítala var starfseminni komið í fastari skorður á Fáskrúðs- firði en þar hafði lengi verið miðstöð franskra sjómanna á Austfjörðum. Georg Georgsson (1872-1940) héraðslæknir á Fáskrúðsfirði á árunum 1900-1933 var læknir franska spítalans og um tíma starfaði þar íslensk hjúkrunarkona, Ástríður Torfadóttir. Óvíst er um aðra íslenska starfsmenn en vafalítið hafa heima- menn haft þar einhverja vinnu. Þótt spítalinn væri ætlaður frönskum sjómönnum nutu Íslendingar einnig góðs af honum. Á þriðja áratug 20. aldar dró mjög úr sókn Frakka á Íslandsmið og vildu þeir þá selja sína spítala. Georg læknir gerði þá hvað hann gat til þess að fá ríkis- stjórnina til að kaupa spítalann og breyta honum í berklaspítala en varð ekki ágengt þrátt fyrir öflugan stuðning landlæknis. Í örvæntingu til að bjarga spítalanum keypti Georg hann fyrir eigin reikning en hann hafði skömmu áður keypt læknisbústaðinn sem Frakkar byggðu og höfðu lagt honum til. Allt kom fyrir ekki og þessi kaup reyndust Georg ofviða og varð hann gjaldþrota. Hann hætti störfum á Fáskrúðsfirði 1933 og flutti til Keflavíkur. Spítalinn komst í eigu Lands- bankans og síðar hreppsins, sem lét taka hann niður og endurbyggja 1939 á Hafnarnesi, handan fjarðarins, sem íbúðarhús. Því hlutverki gegndi það í allmörg ár en síðan var staðurinn yfir- gefinn og húsið grotnaði niður. Það hefur nú verið endurbyggt að undir- lagi Minjaverndar á Fáskrúðsfirði. Myndin á kápunni er í eigu Ljós- myndasafns Reykjavíkur og var tekin árið 1911 en ljósmyndari er óþekktur. Spítalinn er í forgrunni, í flæðarmálinu til vinstri er Wathne-hús og þar fyrir ofan (tvílyfta húsið) læknisbústaður- inn og yfir þorpinu gnæfir Hoffellið. Jón Ólafur Ísberg LÆKNAblaðið 2014/100 67 læknablaðið the icelandic medical journal www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði Efsta myndin er frá Hafnarnesi sunnan fjarðarins þar sem spítalinn stóð frá 1939 þar til nýlega. Þar gegndi hann hlutverki fjölbýlishúss og skóla til ársins 1960 og varð æ hrörlegri með tímanum eins og myndin ber með sér. Neðri myndin sýnir gamla læknishúsið sem síðar varð ráðhús, og til hægri er gamli franski spítalinn kominn aftur inn í þorpið á steyptan grunn rétt vestan við sitt forna ból. Teikning frá Minjavernd sem sýnir afstöðu franska spítalans og nærliggjandi húsa í dag. M yn d: Jó ha nn a K ri st ín H au ks dó tt ir, 2 01 3. M yn d: M in ja ve rn d, Þ or st ei nn B er gs so n. Ný meðferð fyrir sjúklinga með sykursýki tegund 2 Ný leið til að lækka umframmagn af glúkósa - fjarlægir hann1 Eina meðferðin sem fjarlægir umframmagn af glúkósa um nýrun1 FJARLÆGIR um 70 g af glúkósa daglega. Getur leitt til þyngdartaps1 1 Heimild: Sérlyfjaskrártexti Forxiga (dapagliflozin), apríl 2013. LÆKKAR BLÓÐSYKUR HbA1C1 Nýtt! 1 2 -2 0 1 3 -0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.