Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 46
110 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Stefán Steinsson hefur í hjáverkum frá læknisstörfum þýtt eitt af stór virkjum fornbókmennta, Rannsóknir Her- ódótusar, sem gjarnan er sagður faðir sagn fræðinnar. Stefán kveðst ekki hafa fengið áhuga á bókmenntum fyrr en eftir útskrift úr læknadeild Háskóla Íslands en fram að því höfðu raunvísindi átt hug hans allan. Raunvísindaáhugi Stefáns vekur reyndar spurningar þar sem systkini hans fjög ur, Heimir (látinn árið 2000), Iðunn, Kristín og Ingólfur hafa öll vakið athygli fyrir rit- störf og húmanísk viðfangsefni. Foreldrar þeirra voru Steinn Stef áns son skólastjóri á Seyðisfirði og Arnþrúður Ingólfsdóttir húsfreyja. Spáð fyrir um læknaskort „Ég lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans að Laugarvatni 1978, fór beint í læknadeild og útskrifaðist þaðan 1984. Það er rétt að systkini mín voru máladeildarstúdentar. Á menntaskóla- árum var ég nokkuð jafnvígur á raun- greinar og tungumál. Hins vegar fékk ég áhuga á bók menntum 10 árum síðar þegar ég var læknir í Búð ardal. Þá hlustaði ég á Íslendingasögur og Þórberg af hljóð- bókum á ökuferðum um hérað ið. Ég er líklega fæddur með málaáhuga og lagðist til dæmis fyrst yfir finnsku 16 ára,” segir Stefán í upphafi samtals okkar. Hann rifjar upp að í læknanáminu hafi kennurum orðið tíðrætt um offramleiðslu lækna í landinu. Það hafi verið áhyggju- efni læknanema að fá starf að námi loknu. „„Þið eruð svo mörg,“ var setning sem þeir klifuðu á. Við vorum 45 sem út skrif- uð umst saman og öll fengum við vinnu þrátt fyrir hrakspár. Það er fróð legt að rifja upp að á þessum árum var gerð framtíð- arspá sem sagði að með ó breytt um fjölda útskrifaðra lækna yrði læknaskortur á Ís- landi árið 2010. Það þótti flestum hljóma sem fjarstæða og ártalið 2010 stappa nærri hugarburði vís inda skáldsagna. Þetta hefur þó ræst þótt helstu ástæður læknaskorts séu aðrar en gert var ráð fyrir í þessum útreikningum.” Grúskari og gömul sál Stefán segir að hann hafi reyndar verið farinn að hlakka til þess að loknu lækna- námi að geta leyft sér að lesa fagurbók- menntir áhyggjulaus. „Í Búðardal las ég Dægradvöl Benedikts Gröndal og þá kviknaði löngun til að læra grísku og latínu. Það varð til þess að ég skráði mig í klassísk fræði við Háskólann árið 1991. Þar naut ég handleiðslu Sigurðar Péturssonar og félaga. Áður en ég réðst læknir í Búðardal hafði ég hugsað mér að verða fæð inga- læknir og var deildarlæknir á fæðingar- deild Landspítalans á annað ár. Það hét þá súper kandídat. Eftir það fór ég í hérað, lengst af í Búðardal en líka á Þingeyri, samtals 6 ár. Ég skipti um sérgrein, réð mig á Klepp og lauk sér fræðiprófi í geðlækn ing um frá Royal College of Psychiatrists í London 1998.” Þar með er ekki öll sagan sögð. Stefán skipti að nýju um vettvang árið 2002 eftir 9 ár í geðlækningum og vann á þriðja ár á slysa- og bráðasviði Land spítalans í Fossvogi. „Þaðan fór ég austur á Hvols- völl og var heilsu gæslu læknir í 6 ár áður en ég færði mig til Akureyrar. Þar hef ég verið síðan á tilskildum deild um til að hljóta sér fræði viðurkenningu í heimilis- lækningum sem var stimpl uð nú í des- emb erbyrjun. Frá 1. október 2013 starfa ég við bráðamóttöku og sjúkraflug á FSA. Þetta lýsir kannski leitandi sál og ég þarf alltaf að vera grúska eitthvað,” segir Stefán sposkur og kveðst líka vera flökkudýr. „Ég er og verð Seyðfirðingur en eftir 15 ára aldur hef ég hvergi verið lengur en 6 ár nema í Reykjavík þegar allt er talið saman. Ég kann vel við mig á Akureyri og verð þar í bili. Ég hef löngum verið sáttur við læknis- störf enda eru þau talsvert fjölbreytt. Það eru sterk tengsl á milli heimilislækninga og geðlækninga og stundum fullyrt að þriðj ungur þess sem heimilislæknar fást við sé andlegs eðlis. Ég hef líka kunnað vel við bráðalækningar þar sem takturinn er oft hraðari. Í Englandi kynntist ég mörgum hliðum geðlækninga, allt frá meðhöndlun heróínfíkla til barna geð lækn- inga. Ég bý að þeirri reynslu í starfi mínu á bráðamóttöku.” Nóg um læknisferilinn í bili og snúum okkur að þýðingum Stefáns úr grísku. Eflaust þætti mörgum afköstin á því sviði undanfarin ár alveg nægileg til að standa undir fullu starfi. „Einhverjir voru að tala um afreksverk en ég hef ekki til finn ingu fyrir því. Þetta er dund, hobbí. Þegar ég var á Laugarvatni var Heimir bróðir minn skólastjóri Lýðháskólans í Skálholti. Ég dvaldi þar oft um helgar. Heimir var mikill latínugráni og sá áhugi smitaði út frá sér þótt hann lægi í dvala næstu árin. Námi í latínu og grísku við háskólann lauk samt ekki með formlegu prófi því ég fór til Bretlands en það vant- aði ekkert rosalega mikið upp á. En ég var farinn að leggja drög að þýðingum úr grísku strax 1992 og ég þýddi fyrst Skap hundinn, leikrit eftir gríska skáldið Menander (341-290 f.Kr). Þýðingin hefur beð ið útgáfu hjá Lærdómsritum Bókmenntafélagsins frá 2007. Ég byrj aði svo að þýða Rannsóknir Heródótusar það ár eftir að hafa gengið úr skugga um að enginn annar væri að því. Ég las ekki bók- ina alla í upphafi heldur byrjaði að þýða beint og skipulega eins og ríbósóm og las hana jafnóðum og ég þýddi. Þýð ing in tók „Þetta er dund, hobbí“ – Stefán Steinsson sneri Heródótosi á íslensku Forlagið gaf út Heródótos fyrir jólin en hann hef- ur beðið í 2400 ár eftir að koma út á íslensku. Bókin vegur eitt kíló og er 750 blaðsíður og er engu orði ofaukið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.