Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2014/100 81 lyfjameðferð eingöngu. Sjúklingar án endurkomu 10 árum eftir aðgerð eru almennt taldir læknaðir.50,108 Því skyldi alltaf leita álits skurðlæknis með reynslu af lifrarskurðaðgerðum ef meinvörp eru bundin við lifur og talið er að beita megi aðgerð. Mikilvægt er að ná öllum æxlisvexti með hreinum skurðbrúnum (R0)109 og skyldi því ekki leggja í lifrarbrottnám nema talið sé að R0 brottnám náist. Sjúklingar með fjögur eða færri skurðtæk lifrarmeinvörp virðast ekki hafa bætta lifun af lyfjameðferð fyrir og eftir skurðaðgerð borið saman við skurðaðgerð eina og sér.110,111 Því hneigjast margir að aðgerð fyrst ef meinvörp eru fá og skurðtæk og gefa svo FOL- FOX-lyfjameðferð í 4-6 mánuði. Það er óljósara hvað skuli gera ef sjúklingar hafa fleiri en fjögur lifrarmeinvörp eða stór (>5 cm) meinvörp. Lifun er verri hjá þessum sjúklingum og skyldi því hugleiða lyfjameðferð. Stundum er hægt að minnka óskurðtæk lifrarmeinvörp með lyfjameðferð svo þau verði skurðtæk (conversion chemotherapy).112 Stök eða fáein lungnameinvörp má í sumum tilvikum fjarlægja með skurðaðgerð.113 Lifrarmeinvörp má fjarlægja í sömu aðgerð og upphaflega ristil- eða endaþarmsæxlið án hærri dánartíðni eða veikinda miðað við tvær aðgerðir. Hins vegar er ekki ljóst hvort munur sé á langtímaendurkomum ef ein eða tvær aðgerðir eru gerðar.114 Lokaorð Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabba- meinið í hinum vestræna heimi. Framfarir síðastliðinna 10-15 ára í skimun, skurðaðgerðum og lyfjameðferð hafa bæði dregið úr tíðni krabbameina í ristli og endaþarmi og bætt horfur sjúklinga. Samvinna heilbrigðisstétta, þar með talið meltingarfæralækna, skurðlækna, meinafræðinga, röntgenlækna, krabbameinshjúkr- unarfræðinga og krabbameinslækna, er mikilvæg til að veita sem besta meðferð og stuðla að lækningu þar sem hægt er. Ný lyf og lyfjameðferðir sem beitt er gegn ákveðnum próteinum sem eru mikilvæg krabbameinsvexti hafa bætt horfur og eru ótalmörg slík lyf í framleiðslu og lyfjarannsóknum víðs vegar um heim. Meðferð verður sífellt meira einstaklingsbundin þar sem greina þarf ein- staklings- og æxlisbundna þætti, svo sem stökkbreytingar í æxl- inu til að geta beitt réttri meðferð. Gera má ráð fyrir því að þessi þróun muni breyta krabbameinsmeðferð talsvert á næstu árum og áratugum. Hins vegar er meðferð þessara sjúkdóma afar dýr og því mikilvægt að komið verði á fót skimun á Íslandi sem fyrst. Leiðbeiningar landlæknis eru komnar til ára sinna og mæla með aðferð sem er lítið notuð í dag þar sem nákvæmari aðferðir eru nú til. Vonandi munu framfarir í greiningu og meðferð ristil- og endaþarmskrabbameina bæta horfur sjúklinga á komandi árum. Mynd 5. Meðferð sjúklinga með lifrarmeinvörp við greiningu. Byggt á mynd sem er að finna í þessari heimild: Haraldsdottir S, Wu C, Bloomston M, Goldberg RM. What is the optimal neo-adjuvant treatment for liver metastasis? Ther Adv Med Oncol 2013; 5: 221-34. Mynd 4. Tölvusneiðmynd af kvið sem sýnir stór og dreifð lifrarmeinvörp í bæði hægri og vinstri hluta lifur. ENGLISH SUMMARY Colorectal cancer is the third most common cancer in the Western hemisphere and the incidence increases with increasing age. Most colorectal cancers are localized with or without lymph node metastases. up to 20% of patients present with metastatic disease, most commonly to the liver. Surgery is the only curative therapy for localized colorectal cancer and adjuvant chemotherapy is usually recommended for patients with lymph node metastases. Surgery, radiation therapy and chemother- apy are the key components of rectal cancer therapy. Selected patients with recurrent and metastatic disease can be salvaged with surgery but chemotherapy remains the mainstay of therapy for advanced colorectal cancer. Substantial progress has been observed in the treatment of metastatic colorectal cancer in recent years. key words: Colorectal cancer, colon cancer, rectal cancer, screening, therapy, prognosis, surgery, radiation therapy. Correspondence: Þorvarður R. Hálfdanarson, halfdanarson.thorvardur@mayo.edu 1The Ohio State University Comprehensive Cancer Center, 2Yale School of Medicine, Department of Gastrointestinal Surgery, 3Oncology, dep. 20A, Landspítali, 110 Reykjavík, 4Lund University Hospital, Sweden, 5Mayo Clinic Cancer Center, Division of Hematology & Medical Oncology. Colorectal cancer – Review Haraldsdottir S1, Einarsdottir HM2, Smaradottir A3, Gunnlaugsson A4, Halfdanarson ThR5 Y F i R l i T S G R E i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.