Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2014/100 105 vísindarannsóknum. Við reiknum með að þær stöður verði sérstaklega eftirsóknar- verðar. Læknar í sérnámi í heimilislækn- ingum verja tveimur árum af námi sínu á sjúkrahúsi og lyflækningadeild býður þeim allt að eins árs nám. Enn fremur verður boðið upp á nám fyrir lækna í námi í öðrum sérgreinum í þrjá mánuði eða lengur, svo og símenntun fyrir lækna, svo sem heimilislækna. Stefnt er að því að námslæknar í lyflækningum verði allt að 25 á hverjum tíma,“ segir Friðbjörn. Davíð segir að flestir sem klára námið eða hluta þess fari utan til frekara náms erlendis, en sú reynsla sem þeir öðlast hér heima sé þeim mjög mikilvæg til að komast áfram í nám á bestu stöðum. Tekur tíma að leysa vanda sviðsins Eins og fram hefur komið hér að framan hefur talsverð vinna farið í að breyta um áherslur í framhaldsmenntun. Enn eru þó mörg verkefni sem bíða úrlausnar á lyflækningasviðinu. Flest þeirra eru þó þess eðlis að það mun taka tíma að vinna úr vandanum. „Það er alvarleg kreppa í þremur af undirsérgreinum lyflækningasviðsins, lyflækningum krabbameina, geislalækn- ingum krabbameina og nýrnalækningum. Við þurfum að styðja við þessar greinar af fremsta megni. Meðal annars þarf að end- urskoða þau verkefni sem þær fást við og í vissum tilfellum létta af þeim ákveðinni byrði. Auka þarf stuðning við mikilvægt göngudeildarstarf þessara sérgreina með aðkomu annara fagstétta í ríkari mæli. „Þá þurfum við að efla nýliðun sérfræðilækna, ekki síst í almennum lyflækningum. Það þarf sömuleiðis að styrkja mönnun hjúkr- unarfræðinga á lyflækningasviðinu,“ segir Davíð, „en undirmönnum í þeirri grein hefur valdið miklu álagi á legudeildum sviðsins.“ „Hluti af vanda lyflækninga stafar af því að einingar sviðsins eru á fjölmörgum stöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu og þar að auki eru margar hverjar í óhentugu húsnæði. Nýr spítali var ein af lykilfor- sendum sameiningar Sjúkrahúss Reykja- víkur og Landspítalans, en nú 14 árum síðar bólar ekkert á nýjum spítala. Þar sem ekki einu sinni hillir undir nýja byggingu þarf að hugsa um aðra möguleika til að flytja bráðastarfsemi lyflækningasviðs í eitt hús. Það myndi auðvelda ýmsa þætti í starfsemi okkar og spara verulegar fjár- hæðir, meðal annars við að manna vakt- þjónustu utan dagvinnutíma,“ segir Davíð. Hann er sáttur með það viðbótarfjármagn sem Landspítali fékk í fjárlögum 2014. „Þó uppsöfnuð þörf sé talsvert meiri en það fjármagn sem fékkst, gefur þetta okkur klárlega möguleika á að hefja viðspyrnu eftir margra ára sársaukafullan niður- skurð,“ segir hann. „Eigum við ekki að vona að botninum sé náð og að endurreisn lyflækninga sé hafin. Til þess þurfum við þó áfram markvissan stuðning stjórnvalda á næstu árum. Það er hins vegar engin spurning að tónninn á Landspítala er aðeins betri í upphafi nýs árs en á haust- mánuðum og við verðum að reyna að efla þann meðbyr enn frekar,“ segir Davíð O. Arnar framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans að lokum. Skipulag framhaldsnámsins. Öldungar á nýju ári Næsti fundur öldungadeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16.00. Á undan fundi verða kaffiveitingar frá kl. 15.30. Þá mun dr. Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur flytja erindi sem hann nefnir: Saga þorrablótanna. Miðvikudaginn 5. mars flytur dr. Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur erindi sitt: Framtíð dagblaða og annarra þjóðbundinna einstefnufjölmiðla á tímum sjálfhverfra örmiðla og þjóðlausra ofurmiðla. Á fundinum 2. apríl fræðir Magnús Jónsson sagnfræðingur okkur um ýmislegt í sambandi við ferðina væntanlegu þar sem hann verður fararstjóri.. Utanlandsferðin utanlandsferðinni í ár er heitið til Írlands eins og fram hefur komið í fjölda netpósta til félaga í öldungadeildinni. Flogið verður til Manchester 14. maí og til baka frá London 22. maí. Verðið er kr. 300.000. Allt er innifalið nema hádegisverður. Skráning er á Ferðaskrifstofunni Vita á Suðurlandsbraut 2 í húsi Hótels Nordica. Síminn þar er 570 4444. Veljið 2 þegar lesið er upp á símsvaranum hvaða möguleikar eru í boði. Ferðalýsingin frá Magnúsi Jónssyni fararstjóra okkar hefur verið send í netpósti til allra öldunga sem hafa gefið upp netfang sitt. Þeir sem hafa ekki séð ferðalýsinguna geta farið á innri vef www.lis.is og prentað hana út. Við höfum fengið nokkra netpósta endursenda, einkum varðandi lækna sem eru nýhættir störfum og hafa ekki tilkynnt um ný netföng. Vinsamlega sendið leiðréttingar á netföngum og ný netföng til mbe@ talnet.is. Hið sama gildir um farsímanúmer. V I ð T A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.