Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2014/100 107
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmda-
stjóri LÍ fór yfir hver launaþróun lækna
hefur verið undanfarin ár og benti á
að þróunin hefur ekki gengið í takt við
launaþróun opinberra starfsmanna.
„Frá ársbyrjun 2007 til ársbyrjunar 2013
hækkuðu heildarlaun lækna um að meðal-
tali 28%, samanborið við um 40% hækkun
hjá opinberum starfsmönnum. Laun lækna
samanstanda af dagvinnulaunum, yfir-
vinnulaunum og vaktavinnulaunum.
Vaktir og yfirvinna vega töluvert af
heildar launum lækna. Hjá kandídötum og
deildarlæknum vega þau rúmlega 50% og
hjá sérfræðingum og yfirlæknum vega þau
rúmlega 35%.
Margir læknar hafa flutt til Noregs og
Svíþjóðar þar sem launakjör og vinnutími
eru betri. Þar eru algeng dagvinnulaun
sérfræðinga rúmlega 1100 þúsund krónur.
Heildarlaunin í Noregi eru í kringum 50%
hærri en hér á landi,“ sagði Sólveig.
Í umræðum um launakjör lækna kom
skýrt fram að læknar vilja umtalsverðar
launahækkanir og að áherslan verði að
vera á dagvinnulaunin.
Rannsóknir á ósæðarsjúkdómum
Af allt öðrum toga má nefna málþing um
nýjungar í greiningu og meðferð ósæðar-
sjúkdóma, en á þessu sviði hafa orðið mjög
miklar framfarir á síðustu árum. Mál-
þingið var mjög vel sótt af sérfræðingum,
yngri læknum og læknanemum og var
fundarstjóri Tómas Guðbjartsson pró-
fessor. George Tellides prófessor við Yale
háskólasjúkrahúsið í New Haven í Banda-
ríkjunum reið á vaðið og greindi frá helstu
nýjungum í meingerð ósæðargúla. Að-
spurður um efnið sagði Tómas Guðbjarts-
son að á undanförnum árum hefði skiln-
ingur manna vaxið mjög á því hvernig og
af hverju þessi gúlar myndast og hvernig
þeir ná að stækka. „Arnar Geirsson
hjartaskurðlæknir á Landspítala greindi
frá klínískri birtingarmynd ósæðargúla og
ósæðarflysjunar og í hverju skurðmeðferð
þessara sjúkdóma felst. Hjalti Þórisson,
sérfræðingur í myndgreiningu á Land-
spítala fjallaði um helstu nýjungar í mynd-
greiningu ósæðarsjúkdóma og hvernig ný
tækni hefur gert greiningu nákvæmari og
eftirlit öflugra. Síðastur talaði Tim Resch
æðaskurðlæknir og dósent við Háskóla-
sjúkrahúsið á Skáni og sýndi á mynd-
rænan hátt hvernig hægt er að meðhöndla
flókna ósæðargúla með stoðnetum sem
komið er fyrir í æðaþræðingu. Ljóst er að
á þessu sviði hafa þegar orðið gríðarlegar
framfarir og ekki er séð fyrir endann á
þeirri þróun,“ sagði Tómas Guðbjartsson.
Svigrúm til að stækkunar
Gunnar Bjarni Ragnarsson framkvæmda-
stjóri Fræðslustofnunar Læknafélags
Íslands kvaðst mjög ánægður með
Fyrirlesarar á málþingi um nýjungar í greiningu og meðferð ósæðarsjúkdóma.
George Tellides, Arnar Geirsson, Timothy Resch, Hjalti Þórisson og Tómas Guð-
bjartsson.
Gunnar Bjarni Ragnarsson þakkar undirbúningsnefnd Læknadaga gott og ánægjulegt samstarf.
Frá vinstri; Gunnar Bjarni, Kristján Guðmundsson glímustjóri, Sigurjón Vilbergsson glímu-
dómari. Undirbúningsnefndin: Össur Ingi Emilsson, Gerður Gröndal, Margrét Aðalsteinsdóttir,
Ólafur Már Björnsson og Anna Gunnarsdóttir.
Áhugafólk um sögu læknisfræðinnar lét Elías Ólafsson sannfæra sig um að Jón
Sigurðsson forseti og frelsishetjan góða hefði aldrei fengið sýfillis.
Geðlæknarnir Ómar Ívarsson og Óttar Guðmundsson léku á als oddi.