Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 54
118 LÆKNAblaðið 2014/100 Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðmundur oddsson, Guðrún Agnarsdóttir. Öldungaráð Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar Alfreðsson, Kristín Guttormsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Ö l D U n G a D E i l D Af öllum þeim mönnum sem ég hef kynnzt um ævina, bæði heima og erlendis, er varla nokkur þeirra sem hefur orðið mér eins minnisstæður og Guðmundur Hannesson prófessor og svo hefur sennilega fleirum farið og það þó þeir hafi komizt í kynni við fleiri og meiri menn en ég. Guðmundur Hannesson var fæddur 9. september 1866 á Guðlaugsstöðum í Blöndu- dal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Hannes bóndi þar og kona hans Halldóra Pálsdóttir bónda á Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Hannes var sonur Guð- mundar Arnljótssonar bónda og alþingis- manns á Guðlaugsstöðum sem var einn af ágætismönnum húnvetnskrar bændastéttar á síðustu öld og forustumaður um ýmis búnaðar- og menningarmál. T. d. átti hann fyrstur manna hugmyndina að stofnuð yrðu búnaðarfélög og var einn af stofnendum fyrsta búnaðarfélags landsins. Nokkrum árum eftir að Guðmundur Hannesson fæddist, fluttu foreldrar hans að Eiðsstöðum í sömu sveit og þar ólst Guðmundur upp. Á þessum árum voru þrír litlir Guðmundar, sem allir voru bændasynir, að alast upp í Austur-Húna- vatnssýslu. Guðmundur Magnússon að Holti á Ásum, Guðmundur Björnsson að Marðarnúpi í Vatnsdal og Guðmundur Hannesson að Eiðsstöðum í Blöndudal. Allir voru þeir svo að segja jafngamlir, fæddir 1863, 1864 og 1866. Allir urðu þeir læknar og allir forustumenn í heilbrigðismálum þjóðar sinnar hver á sínu sviði. Allir voru þeir afreksmenn sem mörkuðu stærri spor í heil- brigðismálum þjóðarinnar en flestir aðrir hafa gert fyrr eða síðar. Það er mjög merki- legt, að þessir þrír jafnaldrar á þeim miklu harðindatímum, sem þá voru hér á landi og næstum því engir peningar í umferð, skyldu geta lokið námi í læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Vitað er, að Guðmundur Hannesson átti að verða bóndi. Faðir hans var mikill bóndi og vildi að elzti sonur hans yrði bóndi og tæki við jörðinni. En það kom fljótt í ljós, að Guðmundur hafði mikla löngun til að komast í skóla og læra meira en hann gat lært heima í sveitinni sinni. Bóndinn á Eiðsstöðum anzaði ekki slíkum órum sonar síns. Hall- dóra húsfreyjan á Eiðsstöðum mun hafa séð betur, hvað í syni hennar bjó, og studdi af alefli ósk hans um að komast í mennta- skólann. Fyrir atbeina móður sinnar komst Guðmundur í skóla og taldi sig eiga henni allt sitt gengi að þakka. Það varð kunnugt, að Guðmundi Hannessyni hafði þótt svo vænt um móður sína, að hann bar alla ævi mikla virðingu fyrir kvenþjóðinni og kunni manna bezt að meta hvers virði góð kona er. Oft varð honum tíðrætt um góðar konur, sem hann hefði kynnzt og enginn vafi er á því, að augu hans fyrir gildi góðrar konu hafa opnast við umhugsunina um hverju ástríki móður hans fékk til leiðar komið. Alkunnugt er, að Guðmund Hannesson langaði mest til að læra verkfræði. En hvort tveggja var, að óvíst var um atvinnumögu- leika í þeirri grein hér á landi á þeim tíma og svo hitt, að námið var mjög dýrt, – ennþá dýrara en læknisfræðin. Enginn vafi er á því, að Guðmundur Hannesson hefði getið Fyrsta skurðaðgerð Guðmundar Hannessonar prófessors Eftir Guðmund Jónsson, blönduósi Guðmundur Jónsson (1891-1976), höfundur frásagnar þessarar sem birtist í Eimreiðinni 1963; 96: 70-4, var sonur þess er Guðmundur Hannesson gerði á aðgerðina sem lýst er. Aðdáun hans á nafna sínum er auðsæ. Auk þeirrar lækningar sem hér er lýst annaðist Guðmundur Hannesson greinarhöfund sjálfan sem ungan dreng í 11 ár meðan hann var læknir í Skagafirði og á Akur- eyri. Guðmundur Jónsson var með útvortis berkla, hlaðinn kaunum um allan kroppinn, en varð loks albata fyrir tilstilli læknisins. Guðmundur Jónsson var lærður garðyrkjumaður en stundaði einnig skriftir. Hann stóð fyrir því að Guðmundi Hannessyni var reistur minnisvarði á Guð- laugsstöðum í Blöndudal 1966 í trjálundi sem garðyrkjumaðurinn hafði útbúið fyrir minnisvarðann. Á hliðstólpa við reitinn eru letraðar hendingar Páls Kolka um Guðmund Hannesson: Leitaði hugur, læknaði mund. Athöfn var helguð, hver ævinnar stund. Páll Ásmundsson Myndir með greininni eru frá Héraðsskjalasafninu á Blönduósi. Guðmundur Hannesson 17 vetra og fullorðinn maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.