Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2014/100 85 Inngangur Melioidosis er smitsjúkdómur sem orsakast af bakterí- unni Burkholderia pseudomallei. Sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1912 meðal morfínfíkla í Búrma (Mjanmar) en við krufningu þeirra komu í ljós dreifðar íferðir í lungum og útbreidd graftarkýli í innri líffærum.1 Bakt- erían hefur gengið undir ýmsum nöfnum, meðal annars Pseudomonas pseudomallei, en var árið 1992 flutt í nýja ætt- kvísl, Burkholderia. 2 B. pseudomallei er oxídasa-jákvæður, hreyfanlegur, loftháður gram-neikvæður stafur. Bakterían þrífst best í rökum leirkenndum jarðvegi og yfirborðsvatni og er landlæg í hitabelti SA-Asíu og norðurhluta Ástralíu. Sjúkdómstilfellum hefur verið lýst á eyjum Karíbahafs- ins og í Mið- og Suður Ameríku. Fjöldi tilfella fer vax- andi sem má skýra með betri greiningartækni á þessum landsvæðum og aukinni þekkingu á sjúkdómnum. Langflest tilfelli melioidosis eru greind í Tælandi (2000- 3000 sjúklingar/ári) og Norður-Ástralíu. Á þessum svæðum er melioidosis ein algengasta orsök alvarlegrar lungnabólgu og blóðsýkinga og er dánartíðni tæplega 40%.3-5 Í Norður-Ástralíu er B. pseudomallei algengasta orsök banvænna samfélagslungnabólgna.6 Bakterían hefur verið ræktuð frá allt að helmingi hrísgrjónaakra á svæðum í Norðaustur-Tælandi. Flest tilfelli sem greinast í Evrópu eru meðal innflytjenda frá svæðum þar sem bakterían er landlæg eða hjá þeim sem hafa nýlega verið á ferðalagi þar. Tilfelli eitt 46 ára tælenskur karlmaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala og hafði þá verið í einn sólarhring með hita og hroll og verki í framanverðu vinstra læri og baki. Bakverkir höfðu byrjað fjórum mánuðum fyrr, fyrst í aftanverðum hálsi en síðan dreifst um allt bakið. Tveim- ur vikum fyrir komuna á spítalann hafði hann fengið kuldahroll og háan hita sem stóð í nokkra daga en leið síðan hjá. Burkholderia pseudomallei er landlæg jarðvegsbaktería í Suðaustur-Asíu og Norður-Ástralíu. Bakterían veldur sjúkdómsmynd með hárri dánartíðni sem ber nafnið melioidosis (snifubróðir). Hér er lýst fyrstu fjórum tilfell- unum af melioidosis sem hafa greinst á Íslandi og rætt um orsakavaldinn. Tíðari ferðalög til fjarlægra landa og fólksflutningar milli heimsálfa leiða til þess að við þurfum að vera vakandi fyrir óvanalegum orsökum fyrir algengum birtingarformum sýkinga. Birting þessarar sýkingar á Íslandi er góð áminning um þetta. ÁGRIp Heilsufarssaga var markverð fyrir þónokkra áfengis- og tóbaksnotkun. Hann hafði búið á Íslandi í tvö ár. Áður hafði hann unnið sem kjötkaupmaður í litlum bæ í Norðaustur-Tælandi þar sem eru víðlendar hrísgrjónaekrur allt í kring. Hann hafði ekki ferðast er- lendis eftir komuna til Íslands og tók engin lyf. Við komu var hann slapplegur en ekki bráðveikur að sjá. Hiti mældist 39,5°C, púls 109 slög/mín, blóð- þrýstingur 135/75 mm/Hg, öndunartíðni 16/mín. Út- streymishljóð heyrðist við hjartahlustun. Eymsli voru við þreifingu yfir hryggjarvöðvum (paravertebral-vöðv- um) en ekki bankeymsli yfir hryggjartindum. Skoðun var að öðru leyti ómarkverð. Blóðrannsóknir sýndu Hb 94 g/L (134-171 g/L), hvít blóðkorn 9,2x109/L (4,0-10,5x109/L), CRP 127 mg/L (<10 mg/L), sökk 108 mm/klst (<23 mm/klst), ALP 201 U/L (35-105 U/L) og gammaGT 223 U/L (<115 U/L). Blóðsölt, kreatínín, blóðsykur og önnur lifrarpróf voru eðlileg. Sneiðmynd af brjóstholi sýndi lítinn kalkaðan hnút í hægra lunga auk annars stærri, án kalks, 1,3 cm að þvermáli. Engar aðrar íferðir eða eitlastækkanir sáust. Greinin barst 1. júlí 2013, samþykkt til birtingar 9. janúar 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Melioidosis á Íslandi, fyrstu fjögur tilfellin Þorgerður Guðmundsdóttir1, Hilmir Ásgeirsson1, Hörður Snævar Harðarson2, Anna Sesselja Þórisdóttir1,3 Höfundar eru öll læknar 1Lyflæknasviði, 2sýkladeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Anna S. Þórisdóttir annathor@landspitali.is S J Ú k R a T i l F E l l i Mynd 1. Graftarkýli í milta. flútikasón + nýr valkostur í meðferð astma Fyrsta astmalyfið sem sameinar sterkan barkstera, flútikasón1 og hraðvirkan β2 örva, formóteról2 formóteról flutiform® – Sterkur barksteri1 og hraðvirkur LABA2* – Sýnilegur skammtateljari – 3 styrkleikar Ábending: Flutiform® er ætlað til reglulegrar meðferðar við astma þegar notkun samsetts lyfs (innúðalyfs með barkstera og langvirkum β2 örva) er viðeigandi3 Flutiform®50/5 og 125/5 fyrir fullorðna og unglinga (>12 ára), flutiform® 250/10 fyrir fullorðna (>18ára) Heimildir: 1. Adams, N. P. et al. Copyright© 2010, The Cochrane Collaboration. Published by JohnWiley & Sons, Ltd. 2. Bodzenta-Lukaszyk, A. et al. Respiratory Medicine (2011) 105, 674-682 3. Samantekt á eiginleikum lyfs (spc) www.serlyfjaskra.is *LABA = formóteról LD 11 40 20 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.