Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 38
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
102 LÆKNAblaðið 2014/100
Mikil vinna hefur verið lögð í endur-
skipulagningu framhaldsnáms í lyf-
lækningum á Landspítala frá því í
nóvember. Flestum er eflaust í fersku
minni umræðan frá síðastliðnu sumri
og hausti um ófremdarástand á lyflækn-
ingasviði spítalans, en þá gengu sumir
jafnvel svo langt að tala um hrun og að
framhaldsnámið væri í molum. Á þessu
hefur nú verið tekið og er mikill hugur
innan sviðsins að snúa vörn í sókn.
Davíð O. Arnar hjartalæknir tók við starfi
framkvæmdastjóra lyflækningasviðs í
nóvember og stuttu síðar var Friðbjörn
Sigurðsson krabbameinslæknir skipaður
framhaldsmenntunarstjóri. Í kjölfarið hafa
verulegar breytingar átt sér stað og ný-
verið voru auglýstar 12 stöður námslækna
við lyflækningasvið með skýrum áherslu-
breytingum. Í viðtali við Læknablaðið segja
þeir að fjölmargir hafi lagt hönd á plóginn
í þessu ferli og stuðningur heilbrigðis-
ráðherra og yfirstjórnar spítalans hafi
sömuleiðis verið mjög mikilvægur.
Viðsnúningur á haustdögum
Þegar farið er yfir stöðuna eins og hún
blasti við síðastliðið sumar eru þeir Davíð
og Friðbjörn ómyrkir í máli.
„Það má segja að margra ára niður-
skurður hafi þrengt svo að starfsemi
spítalans að í óefni var komið og það ríkti
nánast neyðarástand á sumum einingum
hans. Margt sérhæft starfsfólk gafst upp
og leitaði annað eftir vinnu. Ungir læknar
réðu sig ekki til starfa vegna óhóflegs
vinnuálags og skorts á kennslu og tilsögn.
Tæki voru úr sér gengin og húsnæði spít-
alans er að mörgu leyti úrelt. Það versta
er þó að vandinn var að mestu fyrir-
sjáanlegur og umhugsunarvert er að ekki
hafði verið brugðist við fjölda vísbendinga
um síversnandi stöðu spítalans. Sú eining
Landspítalans sem sennilega tók stærsta
skellinn var lyflækningasviðið. Ein ástæða
þess er að við sameiningu sjúkrahúsanna
var undirsérgreinum lyflækninga skipt á
milli húsa, þannig að erfitt var að skipu-
leggja sameiginlega starfsemi sviðsins.
Þá kom niðurskurður vegna skorts á fjár-
magni sér illa þar sem verkefni á sviðinu
hafa aukist, enda hefur sjúklingum með
fjölþætt langvarandi vandamál fjölgað
mikið samfara öldrun þjóðarinnar,“ segir
Davíð.
Friðbjörn bætir við að í rauninni hafi
starfsemin verið nálægt því að fara í þrot á
þessum tímapunkti. „Læknaráð spítalans
lýsti þungum áhyggjum af mönnun lækna
og að fjöldi læknanema væri ráðinn til
að sinna störfum deildarlækna og lækna-
kandídata. Það sama gerði hjúkrunarráð
og formaður Læknafélags Íslands. Land-
spítali setti í gang neyðaráætlun á sviðinu
sem tók gildi þann 1. september en það
gekk meðal annars út á að hlífa ákveðnum
en þó fáum kennsluteymum, sem verndaði
að einhverju leyti þá fáu unglækna sem
voru áfram við störf en því miður með
þeim afleiðingum að álag á marga sér-
fræðinga sviðsins jókst stórlega.“
Í ljósi stöðunnar sem komin var upp
efndi Læknafélag Íslands til fjölmenns
fundar lækna þann 5. september og sótti
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra
fundinn. Á fundinum bað ráðherra
um lausnir og í framhaldinu skrifuðu
frummælendur fundarins bréf til ráðherra
þar sem margvíslegar tillögur voru
reifaðar. Ráðherra og þáverandi forstjóri
sjúkrahússins ákváðu, með yfirlýsingu
þann 12. september, að farið yrði í aðgerðir
til að bæta stöðu lyflækningasviðsins. Í
þeirri yfirlýsingu var komið inn á fram-
haldsmenntun í almennum lyflækningum
og nauðsyn þess að efla hana. Þá var
kveðið á um að námið myndi hljóta
opinbera viðurkenningu heilbrigðis- og
menntamálayfirvalda ásamt því að sérstök
fjárveiting yrði til verkefnisins næstu 5
árin.
Davíð og Friðbjörn segja að í þessu fel-
ist verulegur sigur enda í fyrsta skipti sem
framhaldsnám í lyflækningum fær form-
lega viðurkenningu stjórnvalda. „Viður-
kenning sem þessi er læknum í framhalds-
námi mjög mikilvæg þegar þeir sækjast
eftir að fá sinn tíma hérlendis metinn til
framhaldsnáms við erlendar stofnanir,“
segir Davíð. Friðbjörn segir að skjót og
jákvæð viðbrögð heilbrigðisráðherra hafi
komið læknum skemmtilega á óvart þar
sem þeir hafi um langa hríð ekki vanist
því að á þá væri hlustað. „Vissulega má þó
segja að ekki hafi verið annar möguleiki í
stöðunni, spítalinn var kominn að bjarg-
brúninni.“
Samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu ráð-
herra og forstjóra spítalans var sömuleiðis
ákveðið að styrkja þátt almennra lyflækn-
inga á sjúkrahúsinu. Í þeim tilgangi var
Friðbjörn settur sem yfirlæknir almennra
lyflækninga. Þá voru settar á fót þrjár
nefndir til að vinna að úrbótum á sviðinu,
ein til að fjalla um skipulag lyflækninga
og framhaldsnámið. Önnur nefnd skoðar
hvernig mætti nýta betur krafta og hæfni
annarra fagstétta til stuðnings við störf
lækna. Þriðja nefndin á að skila tillögum
um hvernig efla skuli háskólahlutverk
sviðsins á breiðum grundvelli, hvernig
Ný og breytt áhersla
í framhaldsnámi í lyflækningum
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson