Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 40
104 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Vel skipulagt nám Hverjar verða svo áherslurnar í náminu? „Stígandi er í ábyrgð eftir því sem líður á framhaldsnámið. Aukin áhersla verður lögð á nám á dag- og göngudeildum og við ráðgjafaþjónustu. Lögð er áhersla á að þegar námslæknir er á legudeild verði hann þar samfellt í fjórar vikur að lágmarki. Námslæknirinn er þungamiðja læknateymisins, en auk hans eru einnig kandídat, læknanemar og sérfræðilæknir. Það er námslæknirinn sem á að stjórna starfsemi teymisins, en sérfræðingurinn er þar fyrst og fremst til stuðnings og kennslu. Sérfræðilæknir verður að lágmarki tvær vikur samfellt á teymi og unnið er að því að auka samfellu kandíd- ata með því að minnka vaktabyrði þeirra. Námslæknirinn verður ekki færður til milli deilda vegna tímabundinnar mann- eklu. Vistir námslækna verða ákveðnar að minnsta kosti hálft ár fram í tímann. Auk legudeildarteyma eru vistir á sérhæfðum göngudeildum, við ráðgjöf, bráðamóttöku og vonandi á gjörgæslu þegar fram í sækir. Sérstakur tími verður svo tileinkaður vísindarannsóknum,“ segir Friðbjörn. „Reynt verður að tryggja að vaktabyrði verði hófleg, en námslæknar eru nú með um 30-60 vaktatíma á mánuði. Vinnuað- staðan hefur verið lagfærð verulega með innréttingu á sérstöku herbergi fyrir námslækna. Allir námslæknar fá úthlutað rannsóknarverkefni og þeir eru hvattir til að sækja um að nýta það til meistaranáms við læknadeild Háskóla Íslands. Þá fá allir námslæknar handleiðara sem þeir hitta á mánaðarfresti hið minnsta. Hlutverk hans verður að aðstoða námslækninn á fjölbreyttan hátt, ekki síst við þróun starfs- ferils og valkosti hvað varðar frekara sér- fræðinám,“ segir Davíð. „Marklýsing námsins er í endurskoðun. Kennslustjórar hafa verið að skoða mark- lýsingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð, en umtalsverð þró- un hefur verið í framhaldsnámi á öllum þessum stöðum á undanförnum árum. Í marklýsingu er skilgreint hvaða þekkingu, leikni og hæfni námslæknar eigi að búa yfir við lok framhaldsnámsins og skil- greind þau inngrip og aðgerðir sem ætlast er til að deildarlæknar í sérfræðinámi í lyf- læknisfræði við Landspítala öðlist reynslu í. Námslæknar þurfa að geta sýnt fram á færni í framkvæmd þeirra og fá þá færni metna af þar til bærum sérfræðilæknum. Allt þetta þarf að skrá í þar til gerða log- bók sem stefnt er að að verði rafræn,“ segir Friðbjörn. Friðbjörn heldur áfram að lýsa náminu. „Hver námslæknir heldur fyrirlestur um ákveðið efni innan lyflækninga sem ekki er tengt rannsóknaverkefni hans að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári. Áfram verða sérstakir eftirmiðdagar tileinkaðir kennslu fyrir námslækna. Vandað hefur verið til þessarar kennslu enda hefur hún notið vinsælda námslækna. Stuttir morg- unfundir verða nýttir til kennslu og einu sinni í viku er fundur námslækna með einum af kennslustjórunum. Þar verður meðal annars fylgst með framvindu náms- ins og erfið tilfelli rædd, allt eftir þörfum á hverjum tíma. Reglulega sjá námslæknar um kennslu kandídata og læknanema þar sem farið er yfir klíníska skoðun og hvernig hana megi túlka. Þó byggir stór hluti af sérnáminu á sjálfsnámi. Námslæknar fá ákveðið námsefni, MKSAP (Medical knowledge, self-assessment program) sem þeir eiga að ljúka á námstíma sínum. Allir taka stöðupróf á hverju hausti og hefur verið notast við bandarískt próf til þess. Frammistaða er metin á markvissan hátt og leiðbeiningar gefnar um hvernig bæta megi árangur. Á hverju ári er valinn framúrskarandi námslæknir, svo og besti sérfræðilæknirinn – kennarinn – og fá þeir sérstaka viðurkenningu.“ Þeir Davíð og Friðbjörn eru sammála um að óskir um meira jafnvægi starfs og frítíma séu eðlilegar og reynt verði að taka tillit til þess. Þó megi ekki gleyma að væntingar til lækna eru miklar og er því mikilvægt að sérnámslæknar fái sem allra bestan undirbúning fyrir krefjandi fram- tíðarstarf. Fyrir hverja er þetta nám og hvað tekur við að því loknu? „Námið er fyrir þá sem hyggja á feril í lyflækningum eða undirgreinum þeirra. Jafnframt er það fyrir þá sem eru í sérnámi í heimilislækningum eða öðrum sérgreinum þar sem undirstaða í lyflækn- ingum er mikilvæg. Því er boðið upp á fyrrihluta framhaldsnám í lyflækningum til allt að þriggja ára, en í framhaldi af því eru námslæknar hvattir til frekara náms erlendis. Við munum nú reyna ákveðna nýjung sem hefur gefist vel erlendis, en boðið verður upp á tvær stöður þar sem helmingur af námstíma er í klínísku námi en hinn helmingurinn er helgaður Námslæknir á vakt fylgist með hjartalínuriti sjúklings á stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.