Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 50
114 LÆKNAblaðið 2014/100 Greining ADHD hjá börnum og fullorðnum Greining ADHD er flókin og byggist á klínísku mati. Slíkt mat er byggt á samtöl- um við sjúklinginn, nánustu aðstandendur og aðra í nærumhverfi hans. ADHD-grein- ing útheimtir þess vegna talsverðan tíma. Ýmsir, bæði hérlendis og erlendis, hafa lýst áhyggjum sínum af því að greiningar sjúkdómsins (sumir vilja frekar kalla ADHD taugaþroskaröskun) séu ekki alltaf nógu vandaðar.1-4 Sýnt hefur verið fram á að börn sem eru fædd seint á árinu séu líklegri til að fá ADHD-greiningu en börn sem eru fædd snemma árs.5 Þarna er vænt- anlega um að kenna mismun á þroska þessara barna og fólk spyr sig hvort þetta gerist vegna þrýstings frá foreldrum og skóla. Landlæknir hefur áður hvatt til aukinnar samvinnu heilbrigðisstarfsfólks, skóla og foreldra um þessi mál og það er hér með ítrekað. Hvernig sem þetta snýr, vekur það spurningar um gæði sjúkdóms- greininganna í umræddum tilvikum. Ekki hafa síður vaknað spurningar um gæði þessara greininga hjá fullorðnum. Hjá ADHD-teymi Landspítala reyndist þriðjungur þeirra fullorðnu sjúklinga sem vísað var til teymisins fyrsta hálfa árið ekki vera með ADHD og erlendis hafa sést svipaðar niðurstöður.4,6 Sjúkdómurinn getur vissulega tekið á sig ýmsar myndir en þeim mun meiri ástæða er til að vanda greiningarnar.7 Á Íslandi er notkun metýl- fenídats með því mesta sem þekkist, sem byggist aðallega á miklum fjölda sjúklinga sem fá lyfið.1,8 Falskt jákvæðar greiningar Útvíkkun greiningarskilmerkja í DSM-5 kann að leiða til aukins vanda með of- greiningar. Sem dæmi um falskt jákvæðar greiningar má nefna nýlegar niðurstöður frá greiningarteymi í Bretlandi þar sem ADHD-greiningar hjá 45 börnum voru teknar til endurskoðunar. ADHD-greining var staðfest hjá 19 börnum (42%) en hafnað hjá hinum; stundum fundust aðrar skýringar á vandamáli barnsins sem voru flogaveiki (hjá 3), námsörðugleikar (3), verkstol (1), heyrnræn vinnsla og verkstol (1) og hægðatregða (1).3,6 Greiningar full- orðinna eru ekki síður áhyggjuefni. Þurfa allir ADHD-sjúklingar lyf? Þessi sjúkdómur getur verið miserfiður og margir eru þeirrar skoðunar að einungis í erfiðari tilfellum eigi að reyna lyfjameð- ferð í fyrsta umgangi.2,9 Ekki er auðvelt að flokka ADHD á þennan hátt en því hefur verið haldið fram að um 1% allra barna séu með ADHD á þessu erfiða stigi.10 Skil- greining á erfiðu ADHD (severe ADHD) er í leiðbeiningum NICE.10 Á Íslandi fengu rúmlega 3000 börn lyfjameðferð við ADHD á árinu 2012; um 2600 fengu metýl- fenídat og 460 fengu atomoxetín (Strattera) en þar af fengu um 90 börn bæði lyfin. Á sama tímabili fengu um 3000 fullorðnir einstaklingar lyfjameðferð við ADHD, rúmlega 2700 fengu metýlfenídat og um 370 fengu atomoxetín; á þetta er bent til umhugsunar.8 Önnur hlið á þessu máli er að lyfin hjálpa ekki öllum, þó þeir séu með rétta greiningu, og ýmsir hætta meðferð af þeim sökum eða vegna aukaverkana.11 Hverjir misnota metýlfenídat? Þeir sem misnota metýlfenídat eru einkum annars vegar fíklar og hins vegar fram- haldsskólanemar eða aðrir sem vilja tíma- bundið auka náms- eða starfsgetu.12,13 Talið er að 3-500 sprautufíklar hér á landi noti metýlfenídat (skv. SÁÁ) en fjöldi annarra fíkla og nemenda sem misnota lyfið eru óþekktar stærðir. Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun.14,15 Metýlfenídat er öflugt fíknilyf þegar það er gefið í æð eða tekið í nefið.16,17 Flestir fíklar nota ýmis efni, bæði ólögleg fíkniefni og lyfjadóp, en sprautufíklar sækjast sérstaklega eftir metýlfenídati.17 Einungis sumir fíklar fá sjálfir ávísað lyfj- unum sem þeir misnota en margir þeirra fá lyfin eftir öðrum leiðum. Þetta gerir allt eftirlit miklu erfiðara. Þarna þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að vera sér- staklega á varðbergi. Metýlfenídat og svefnlyf Metýlfenídat er örvandi og ef það er tekið á röngum tíma dags eða í of stórum skömmtum getur það valdið svefnörðug- leikum.10,18 Á árunum 2004 til 2006 voru örfá börn á bæði metýlfenídati og svefn- lyfjum en fjöldi þeirra hefur vaxið hratt síðan og á árinu 2013 voru þau vel á fjórða hundrað. Ef líkindahlutfall fyrir svefn- lyfjanotkun barna var reiknað með tilliti til metýlfenídatnotkunar, var það 2,5-3,0 á árunum 2004 til 2006, það er þau börn sem tóku metýlfenídat á þessu árabili voru 2,5-3 falt líklegri til þess að taka svefnlyf samanborið við önnur börn. Þetta sama líkindahlutfall var um 20 fyrir árin 2010 til 2013, það þýðir að börnin sem tóku me- týlfenídat voru um 20-falt líklegri til þess að taka svefnlyf.8 Þessi þróun er einnig áhyggjuefni. ADHD-teymi Landspítala Teymið tók til starfa vorið 2013 og er ætlað að stuðla að því að greiningar á ADHD séu gerðar með áreiðanlegum og rétt- mætum hætti. Einnig er teyminu ætlað að vera faglegur bakhjarl fyrir Embætti land- læknis og aðrar stofnanir sem þurfa að fást við erfið tilvik á þessu sviði. Teymið sinnir eingöngu fullorðnum sjúklingum og bundnar eru miklar vonir við að þetta starf geti aukið gæði ADHD-greininga. Heimildaskrá er að finna á vefútgáfu blaðsins. Misnotkun og ofnotkun metýlfenídats II Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is Ólafur b. Einarsson sérfræðingur lárus S. Guðmundsson lyfjafræðingur leifur bárðarson læknir F R Á E M b æ T T i l a n D S l æ k n i S 3 . p i s t i l l Þessi pistill er framhald af pistli sem birtist í Læknablaðinu í nóvember 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.