Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 28
92 LÆKNAblaðið 2014/100 send á Fødselsstiftelsen í Kaupmannahöfn þar sem Carl Levy var prófessor og ábyrgur fyrir menntun ljósmæðra.10 Levy var sjálfur mikill hvatamaður að því að mæður hefðu börn sín á brjósti. Þar sem hann var einnig upptekinn af ástandinu í Vestmannaeyjum var hann hlynntur framtakinu og liðsinnti Sólveigu í námi henn- ar.10 Eftir að Sólveig sneri heim 1843 vann hún við hlið móður sinn- ar, en þó lækkaði ekki dánartíðnin fyrstu árin (mynd 5). Yfirvöld reyndu nú enn eina aðgerð. Árið 1846 var íslenskri útgáfu kennslu- bókar Levys fyrir ljósmæður, Kennslubók handa Yfirsetukonum, deilt út til ljósmæðra á Íslandi og í Vestmannaeyjum.20 Í henni lagði höf- undurinn áherslu á varfærnislega meðferð naflastúfsins.21 Ferð Schleisners til Íslands Haalland héraðslæknir hafði ítrekað beðið yfirvöld um að koma á fót fæðingarstofu en það varð ekki að veruleika fyrr en 1847. Ef til vill gerðu meðmæli prófessor Levys útslagið. Á sama tíma bað hann yfirvöld að nota tækifærið til að „berige Videnskaben“ með því að láta ungan lækni fara til Vestmannaeyja og rannsaka að- stæður vandlega.20 Yfirvöld samþykktu þetta og töldu málið það mikilvægt að verkefnið yrði að fela manni „af særegen Dygtighed“. Strax fjórum árum eftir að Schleisner lauk læknaprófi 1842 skrifaði hann fræðilega ritgerð um barnsfararsótt.22 Þar sem ritsmíðin bar augljóslega vitni um mann með „betydelig videnskabelig Evne“1 var líklega þegar ákveðið hver skyldi veljast til fararinnar.10 Schleisner tók land í Vestmannaeyjum í september 1847, sjötti læknirinn í röðinni. Ásamt Guðfinnu J. Austmann húsfreyju (1822- 1897) setti hann á stofn fæðingarstofu, Stiftelsen. Hann kvað skýrt upp úr með að hann myndi ábyrgjast fæðingar sjálfur og hafa mæður og börn í sinni umsjá fyrstu tvær til þrjár vikurnar. Mikil- vægast væri að halda börnunum frá hinum óheppilegu aðstæðum sem flestir bjuggu við og hann stefndi að því að leiðbeina mæðrum um aukið hreinlæti og hollara fæði.23,24 Líkt og Haalland fannst Schleisner að mæður ættu að hafa börnin á brjósti, en honum tókst aðeins að litlu leyti að breyta því hjá konunum, sama gilti um breytingar á mataræði. Einnig mælti hann með því að þær borðuðu minna fuglakjöt en meira grænmeti.17,24 Schleisner sem fæðingarlæknir Þá 9 mánuði sem Schleisner var í Vestmannaeyjum og þar til hann sneri aftur til Danmerkur í júní 1848 fæddust 23 börn. Átta mæður samþykktu að dvelja á fæðingarstofunni, hinar héldu heim strax að lokinni fæðingu. Schleisner tókst hins vegar að halda öllum börn- unum eins og ráðgert var. Fimm börn létust. Schleisner upplýsti að þrjú þeirra hefðu dáið úr tetanus, eitt úr niðurgangi og eitt úr svo- nefndri barnaveiki, sem sennilega var afleiðing af fyrirburafæð- ingu eða köfnun. Fyrri grunur um ranga skráningu kemur aftur upp, sem misræmi í skráningum Schleisners sjálfs og þess sem fært er í kirkjubækur. Þar er ginklofi tilgreindur sem dánarorsök í öllum 5 tilvikum.10 Á meðan 8 þeirra 10 barna sem fæddust í Vestmannaeyjum frá janúar til ágúst 1847 létust, sýndu tölur Schleisners samanlagða dánartíðni nýbura upp á 22% (5/23). Af þeim var ginklofi 13% (3/23). Þrjú börn til viðbótar létust af öðrum orsökum eftir að þau höfðu verið útskrifuð. Samanlagður ungbarnadauði upp á 35% var með orðum Schleisners „dobbelt saa gunstig“ eins og undanfarin 20 ár (mynd 5).17,24 Skýrsla til yfirvalda Þegar Schleisner sneri aftur til Danmerkur sumarið 1848 skilaði hann fyrst skýrslu til Sundhedscollegiet um tetanus-verkefnið. Því miður hefur frumgerð þess skjals ekki fundist, eins og Baldur Johnsen nefnir einnig.4,5 Þó hefur varðveist samantekt úr skýrsl- unni.24 Þar kemur fram að Schleisner, rétt eins og Haalland, lagði mikla áherslu á inniloftið í híbýlunum, en flestir íbúanna bjuggu mjög þröngt. Einkum þótti inniloftið slæmt yfir vetrartímann og hjá hinum fátækustu („4de klasse“). Á þeim tíma var barna- dauðinn líka mestur. Schleisner var þeirrar skoðunar að „den fordærvede Luft“ verkaði á opið naflasárið með því að framkalla „suppurativ Betændelse i de indvendige Navleaarer“. Þessi bólga verkaði eins og ertingarvaldur á mænuna og framkallaði krampa. Íbúarnir lögðu mikið upp úr „det slette Drikkevand og den meget Fuglespisen“.17,24 Jafnvel þótt sérfræðingar væru að mati Schleisners „meget deelte“ væru þeir flestir sammála um að hreinlæti væri úr- slitaatriði. Á sama hátt og skyrbjúgur og holdsveiki væri ginklofi einnig menningarsjúkdómur, að áliti Schleisners.17 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Mynd 4. Kirkjubók fyrir Vestmannaeyjaprestakall (1840). Dánir af „Karlkjön“ með dánarorsök og aldri barns í dögum (dálkar 1 og 3 frá hægri). Dánarorsök var í nær öllum tilvikum „af Ginklofi“, þar sem við á „af samma“. Frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.