Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2014/100 119 sér góðan orðstír sem verkfræðingur, því að hann var fæddur smiður og hafði alla ævi mikinn áhuga fyrir húsasmíði, mannvirkj- um og hvers kyns framkvæmdum. Hann kynnti sér húsagerð og margt um verkfræði svo sem steinsteypu. Kom þetta þjóð hans að góðu gagni síðar meir, þegar hann fór að beita sér fyrir bættum híbýlaháttum í landinu og skipulagningu kaupstaða. Guðmundur Hannesson var fátækur á námsárum sínum í Kaupmannahöfn. Þó tókst honum að skreppa heim, þegar hann hafði lokið fyrri hluta embættisprófs í lækn- isfræði. Kom hann heim til foreldra sinna í júnímánuði og dvaldi hjá þeim þangað til um haustið. En ekki var hann búinn að vera lengi heima í föðurhúsum, þegar virðu- legan gest bar að garði, séra Jón Magnússon á Mælifelli í Skagafirði, einn af gáfu- og ágætismönnum prestastéttarinnar. Erindi hans var að leita til Guðmundar sem læknis, þó fjarri væri því að hann hefði lokið námi í læknisfræði. Kom þetta bæði Guðmundi og foreldrum hans á óvart, en hvort um það hefur verið rætt mikið eða lítið, fór Guð- mundur með séra Jóni norður í Skagafjörð og bjargaði þar mannslífi með verkfærum, sem ég með allri virðingu fyrir hinum ágætu og vel menntuðu íslenzku læknum nútímans, efast um, að margir þeirra treystu sér til að nota til að gera með þeim samskonar skurðaðgerð, sem Guðmundur Hannesson gerði til þess að bjarga manns- lífi, þegar hann var heima á Eiðsstöðum í sumarfríi á námsárum sínum. Þegar séra Jón Magnússon var prestur á Mælifelli bjuggu foreldrar mínir á einni af jörðum prestakallsins, Stapa í Tungusveit, en þau voru Jón Þorvaldsson, er þar var fæddur og uppalinn og seinni kona hans, Guðrún Jóhannsdóttir, sem talin var laun- dóttir séra Björns Þorlákssonar á Höskulds- stöðum. Stuttu eftir að foreldrar mínir giftust fékk faðir minn fótarmein, sem fór versn- andi en ekki batnandi, þó hann leitaði ráða hjá fleiri en einum skottulækni eins og þá var siður að gera, þegar sýnilegt var orðið að fólk, sem var veikt, mundi ekki batna af sjálfu sér. Faðir minn leitaði líka árangurs- laust til Árna Jónssonar á Glæsibæ, sem var fyrsti héraðslæknir í níunda læknishéraði Skagafjarðarsýslu, þá orðinn nokkuð við aldur og hafði aldrei verið í miklu áliti hjá Skagfirðingum. Eftir þeim upplýsingum að dæma, sem ég hef fengið um Árna lækni í Glæsibæ, hefur hann verið góður meðal- alæknir, en ekki mikill skurðlæknir og er alls ekki rétt að áfella hann fyrir það, eins og vitað er að Skagfirðingar gerðu, því hann var einn af fyrstu nemendum Læknaskól- ans, en þar hefur kennsla í handlækningum þá verið mjög ófullkomin sökum þess, að aðstæður hafa verið slæmar til að kenna þær. Það liðu nokkrir mánuðir frá því að faðir minn fékk fótarmeinið, þangað til það var orðið svo slæmt, að hann varð að leggjast í rúmið, en ekki hafði hann verið lengi rúmfastur, þegar öllum sem til þekktu var orðið ljóst, að hann myndi ekki komast á fætur aftur. Presturinn á MælifelIi kom öðru hvoru að Stapa til þess að vita, hvernig sjúklingnum liði. Svo kom sá dagur, þegar séra Jón kom í heimsókn og sagði við föður minn strax þegar hann var búinn að heilsa honum: „Ég er nýbúinn að frétta það, að sonur Hannesar á Eiðsstöðum, sem er að læra læknisfræði í Kaupmannahöfn, sé kominn heim og muni verða heima í sumar. Ég ætla að skreppa vestur til þess að sækja piltinn og láta hann skoða á yður fótinn, Jón minn. Hann er útaf lánsfólki og ætti að geta gert eitthvað, sem vit væri í.“ Séra Jón fór með Guðmund Hannesson heim að Mælifelli þegar þeir komu í Skagafjörðinn og lét hann gista hjá sér um nóttina. Næsta dag kom einn af vinnu- mönnum prestsins, sem sendur hafði verið í Glæsibæ með Árna lækni að MælifelIi. Séra Jón hafði skriflega beðið lækninn að taka með sér verkfæri og annað, sem nota þarf, þegar gerðir væru uppskurðir. Ekki hafði læknirinn annað með sér en svæfingar- meðul, eina sáratöng og einn skurðarhníf. Þegar Guðmundur Hannesson sá hnífinn, bað hann séra Jón að lofa sér að líta á skurðarhnífa hans. Leizt honum vel á einn þeirra og var hann dreginn á, svo hann varð hárbeittur. Svo var lagt af stað til Stapa en þangað er stutt leið frá Mælifelli. Þegar Guðmundur Hannesson leit á fótinn á föður mínum, sá hann strax, að hann var allur sundurgrafinn af berklum og bæði fótliður og hnéliður orðnir mikið skemmdir. Duldist heldur ekki að faðir minn mundi deyja, ef ekki væri tekinn af honum fóturinn. Sagði hann þetta við Árna lækni í einrúmi og samsinnti hann því. Hinsvegar aftók hann með öllu að leggja út í að taka fótinn af föður mínum. Sagðist hann ekkert hafa til þess nema eina sáratöng, engan nothæfan hníf, enga sög og engar umbúðir. Auk þess hefði hann aldrei framkvæmt slíka aðgerð og neitaði með öllu að leggja út í slíkt fyrir- tæki. Þótt Guðmundur Hannesson segði honum, að faðir minn hlyti þá að deyja, þá stoðaði það ekkert. Læknirinn neitaði algjörlega. Sennilega hefur Guðmundur Guðlaugsstaðir í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hér fæddist Guðmundur Hannesson en hann ólst upp á Eiðsstöðum sem er næsti bær fyrir innan, þar sem nú stendur Blönduvirkjun. Myndin er tekin 1928 af Guðmundi Ingimarssyni frá Mjóadal á Laxárdal fremri í Bólstaðarhlíðarhreppi. Torfbærinn stóð allt til ársins 1980 þegar hann var tekinn niður og er nú varðveittur á Árbæjarsafni fjöl fyrir fjöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.