Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 52
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R 116 LÆKNAblaðið 2014/100 Skráning fræðigreina Læknablaðsins á sér langa sögu á Heilbrigðisvísindabóka- safni Landspítala og Háskóla Íslands, að sögn Sólveigar Þorsteinsdóttur verk- efnastjóra, en hún og samstarfskonur hennar, Anna Sigríður Guðnadóttir og Fanney Kristbjarnardóttir, settust á dög- unum niður með blaðamanni, til að segja frá starfsemi safnsins og möguleikum sem bjóðast í tölvuvæddri veröld fræði- mennskunnar. „Í fyrstu var skráningin í formi spjaldskrár sem árlega var bundin inn í bók sem fletta þurfti upp í til að finna hvar viðkomandi fræðigrein væri niðurkomin í árgangi og tölublaði. Þetta er löngu liðin tíð og nú eru allar fræðigreinar Læknablaðsins frá 1988 tölvutækar og við vildum gjarnan geta tekið eldri árganga inn í rafræna safnið líka,“ segir Sólveig. Varanleg skráning fræðigreina „Þegar bókasöfn landsins tóku upp sam- eiginlega rafræna skráningu með kerfum eins og Feng og síðar Gegni, þótti eðlilegt að bókasafn Landspítala tæki að sér að sjá um skráningu fræðigreina Læknablaðsins. Framan af var einungis um að ræða skráningu titils og höfunda, auk efnisorða, en árið 2005 var byrjað að efnistaka allar greinar inn í nýtt varðveislusafn Land- spítalans og það safn var formlega opnað ári síðar og heitir Hirslan,“ segir Sólveig og Anna Sigríður bætir við að Hirslan sé svokallað varðveislusafn (open repository) og þar eru skráðar allar fræðigreinar eftir vísindamenn Landspítalans, hvar sem þær hafa birst. „Greinarnar eru vistaðar þar svo framarlega sem útgefandi gefur leyfi til þess.“ Kerfið sem Hirslan notar til að útbúa varanlega vefslóð nefnist Handle (handle. net) og tryggir að alltaf verði hægt að nálgast greinar, hvar sem þær eru vistaðar og hver svo sem vistar þær, jafnvel þó vef- skráningin (URL) breytist. Séu greinarnar með DOI-einkenni (Digital Object Identi- fier) vistast DOI-slóðin inn í Hirsluna en DOI er alþjóðlegt varanlegt skráningarein- kenni sem greinarnar fá þannig að alltaf sé hægt að finna þær. Ef tekið er dæmi af Læknablaðinu þá virkar leit að grein sem þar hefur birst þannig að með því að slá inn leitarorð opnast greinin strax ef leitað er í gegnum leitarvél Hirslunnar en netútgáfa Lækna- blaðsins birtist ekki, þar sem Læknablaðið sjálft skráir ekki greinarnar í DOI. Til nánari skýringar má lýsa þessu þannig að þar til Læknablaðið sjálft hefur fengið hina varanlega DOI-skráningu greina er ekki hægt að fara beint inn í greinar þess í gegnum Pubmed leitarvél- ina, sem skráir allar fræðigreinar blaðsins undir ensku heiti og með enskum efnisút- drætti. Tengingar við alþjóðlegar leitarvélar „Hirslan veitir því enn sem komið er beinni og ítarlegri aðgang að greinum Læknablaðsins þegar leitað er utanfrá og auðvitað fjölmörgum öðrum greinum annarra tímarita þegar leitað er í gegnum Hirsluna,“ segir Anna Sigríður. Fanney sýnir blaðamanni hversu einfalt og fljótlegt er að leita að efni í gegnum Hirsluna. „Allir hafa aðgang að Hirslunni, hvar í heiminum sem þeir eru staddir, og þar með fjölda greina í ýmsum alþjóð- legum tímaritum þar sem aðgangur er opinn,“ segir Fanney. Það má taka dæmi af greinum sem birtar eru í vísindatímaritinu Nature. „Landspítalinn er áskrifandi að tímaritinu og því hafa þeir sem tengdir eru neti Landspítalans óheftan aðgang að rafrænu útgáfunni en enginn utan Landspítalans hefur aðgang að greinum þar fyrr en liðnir eru 6 mánuðir frá birtingu,“ segir Sólveig. Til frekari hægðarauka hefur Hirslan tengingu við leitarvélina Google Scholar sem margir nota við leit að efni. „Það er vegna DOI-skráningarinnar sem við get- um tengt Hirsluna við Google Scholar og reyndar fleiri stórar leitarvélar, en annars myndu þær einfaldlega ekki finna efnið sem við höfum lagt út á vefinn,“ segir Anna Sigríður. „Við fylgjum ströngum alþjóðlegum stöðlum við skráningu allra okkar gagna og það gerir efnið leitarhæft hjá svona mörgum erlendum gagnasöfnum. En við skráum að sjálfsögðu líka eftir íslenskum leitarorðum svo efnið sé einnig leitarhæft í íslensku gagnasöfnunum. Við tengjum Hirsluna einnig við Leitir.is sem er eins konar regnhlíf fyrir íslensku gagnasöfnin til að einfalda enn frekar leit að greinum í okkar kerfi,“ segir Sólveig. Opinn aðgangur „Grunnhugsunin með rafrænni skráningu gagna á vegum Landspítala er varðveisla og óheftur aðgangur,“ segir Anna Sigríður. „Tilgangurinn er að varðveita allt efni sem starfsfólkið hefur birt og gefið út, hvar sem er í heiminum, og að starfsfólkið hafi aðgang að því frá útgáfudegi.“ Sólveig bætir við til nánari skýringar að áskriftin að stórum alþjóðlegum vísinda- tímaritum veiti tafarlausan aðgang að greinum þeirra en án áskriftar er aðgang- ur oft lokaður þar til 6 mánuðir eða meira er liðið frá birtingu. „Reyndar færist í vöxt að tímarit veiti opinn aðgang að greinum og til er alþjóðleg skrá yfir þau tímarit en aftur komum við að því að til þess að tímarit fái þar skráningu þarf það að vera með DOI-númer. Það má benda á að ef farið er í leitarvél Web of Science þá er hægt að takmarka leit að greinum við þau tímarit sem eru í opnum aðgangi (Open Access) til að ekki sé verið að tefja sig á því að finna greinar sem ekki er aðgangur að án þess að borga sérstaklega fyrir hann.“ Um helmingur alþjóðlegra tímarita veitir í dag opinn og óheftan aðgang að Opið aðgengi er framtíðin ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.