Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 13
 LÆKNAblaðið 2014/100 77 hið minnsta.32,33 Í endaþarmskrabbameini má neðri jaðar vera minni en 5 cm (sjá síðar). Meðferð krabbameina í ristli eða endaþarmi fer fyrst og fremst eftir stigi við greiningu (tafla I). Krabbamein á fyrsta og öðru stigi er fjarlægt með skurðaðgerð eingöngu. Krabbamein á þriðja stigi og einstaka mein á öðru stigi (mein sem talin eru hafa aukna hættu á endurkomu) er meðhöndlað með skurðaðgerð auk lyfja- og geislameðferðar fyrir eða eftir aðgerð. Eitlaíferð er einn mikil- vægasti þátturinn í mati á horfum. Fullkominn árangur af aðgerð (R0 resection) er ekki talinn hafa náðst ef æxlisvöxtur er skilinn eftir, ef æxli er til staðar í skurðjaðri (hringlægum jaðri eða endum skurðsýnis, radial eða proximal/distal margin) eða ef ekki er hægt að meta stig sjúklings. T4-æxli verður að fjarlægja samlægt (en-bloc) með aðliggjandi líffærum eða vefjum. Horfur eru klárlega bestar eftir R0 aðgerð.34,35 Áður en meðferð er hafin verður að útiloka samtíma (sync- hronous) æxli í ristli, en tíðni samtíma sepa er 28-38% og samtíma ristilkrabbameina 5%.36 Tattúvering fyrir aðgerð auðveldar kennsl á æxlinu. Flestir skurðlæknar í Bandaríkjunum hreinsa ristilinn út fyrir aðgerð enda þótt sú hefð hafi í nýlegum rannsóknum ekki sýnt marktækan ávinning hvað varðar leka. Víða annars staðar, þar á meðal á Íslandi, eru skurðlæknar almennt hættir úthreinsun. Góð úthreinsun getur auðveldað brottnám, sérstaklega við kviðar- holsjáraðgerð. Sýklalyf eru gefin fyrir aðgerð. Ristilbrottnám Ristilbrottnám er oftast gert um miðlínuskurð eða kviðarholsjá (laparoscopy). Fjórar stórar rannsóknir frá Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu hafa metið skammtíma- og langtímaárangur af holsjár- aðgerð miðað við opna aðgerð við meðferð ristilkrabbameina.37-42 Holsjáraðgerð er jafngild opinni aðgerð hvað varðar tíðni endur- komu krabbameins og langtímalifun. Líkur á ífarandi krabba- meini í skurðsárum virðast heldur ekki meiri við holsjáraðgerð.38 Sjúklingar jafna sig hraðar eftir holsjáraðgerð, hafa minni verki og þurfa síður verkjalyf. Þeir hafa aukin lífsgæði eftir tvær vikur, eru útskrifaðir fyrr heim, hafa minni skurðsár og skemmri þarma- lömun.43 Í upphafi aðgerðar eru kviðarhol, lifur, grindarhol og eggja- stokkar metnir með meinvörp eða æxli í huga. Æxlið ætti að hand- fjatla sem minnst (no-touch technique).44 Staðsetning æxlis stjórnar því hvaða og hversu mikinn hluta ristils þarf að fjarlægja. Hluti ristils sem er fjarlægður markast af næringaræð æxlis með til- heyrandi sogæðum og eitlum. Enginn ávinningur er af víðtækara brottnámi.45 Viðkomandi æð er tekin í sundur við upphaf hennar að því gefnu að nægilegu blóðflæði sé viðhaldið frá nærliggjandi æðum. Ef æxli er á mótum æða- eða sogæðasvæða verður að fjar- lægja lengri ristil sem þeim svæðum nemur. Með þessu móti eru líkur mestar á því að fullnægjandi fjöldi af fráveitandi eitlum náist. Rannsóknir sýna betri lífshorfur ef teknir eru 12 eða fleiri eitlar þar sem meiri líkur eru á réttri stigun.46 Undirstigun (under- staging) getur leitt til ófullnægjandi viðbótarmeðferðar.31 Allan ristilinn ætti að fjarlægja í sumum tilvikum eins og í langvarandi bólgusjúkdómi í ristli, ristilsepageri eða heilkenni Lynch. Samtíma æxli á mismunandi stöðum má fjarlægja með tveimur ristilúrnámum og tveimur tengingum með sama árangri og ef ein ristil- eða endaþarmskrabbamein, ættlæga kvilla sem auka líkur á slíkum krabbameinum eða garnabólgusjúkdóma. Mælt er með að ristilspeglun sé framkvæmd á 10 ára fresti. Ef leitað er að blóði í hægðum skyldi gera það árlega og framkvæma ristilspeglun ef blóð finnst eða ef grunsamleg einkenni eru til staðar. Ef um er að ræða fyrstu gráðu ættingja (systkini, foreldri eða afkvæmi) sem greinst hafa með krabbamein í ristli eða endaþarmi, ætti að hefja skimun 10 árum fyrr en umræddur einstaklingur greindist. Sem dæmi má segja: greinist einstaklingur við 55 ára aldur skyldi hefja skimun afkvæma við 45 ára aldur. Sníða verður skimun eftir áhættu og skima ætti einstaklinga með aukna áhættu fyrr og oftar.30 Einkenni, greining og stigun Einkenni krabbameina í ristli eða endaþarmi eru margvísleg og geta verið bæði langvinn og væg. Nýleg íslensk samantekt á birt- ingarmynd ristilkrabbameina hjá einstaklingum sem greindust frá 1955-2004 sýndi að þriðjungur sjúklinga greindist fyrir til- viljun og 5,8% sjúklinga voru yngri en 50 ára. Járnskortsblóðleysi og almenn einkenni voru algengari ef æxli voru hægra megin í ristli. Breytingar á hægðamynstri, stórsætt blóð í hægðum og hægðaþörf (tenesmus) voru algengari ef æxli voru vinstra megin. Sjúklingar með blóð í hægðum höfðu marktækt oftar lægra TNM- stig við greiningu.11 Kviðverkir og garnastífla vegna æxlisvaxtar geta einnig verið upphafseinkenni sjúklinga. Greining er jafnan fengin með ristilspeglun en mikilvægt er að stiga sjúkdóminn til fulls og útiloka fjarmeinvörp. Tölvu- sneiðmynd af kviðarholi og brjóstholi þar sem skuggaefni er gefið um munn og í æð er yfirleitt fullnægjandi. Hjá sjúklingum með endaþarmskrabbamein skiptir höfuðmáli að meta staðbundna út- breiðslu sjúkdómsins en það ræður hvort geislalyfjameðferð sé beitt fyrir skurðaðgerð. Æxlisvísar, svo sem CEA (carcinoembryonic antigen), geta spáð fyrir um endurkomu æxlisins og svörun við meðferð (um 60% æxla mynda CEA). CEA hefur hins vegar litlu hlutverki að gegna við greiningu vegna skorts á næmi og sértæki. Rannsókn með jáeindaskanna samhliða tölvusneiðmynd (positron emission tomography, PET / CT) er ekki ráðlögð í uppvinnslu en má nota til að leita að frekari meinvörpum áður en lagt er í skurðað- gerð til brottnáms einangraðra lifrarmeinvarpa.31 Jáeindaskann er ekki áreiðanleg rannsókn fyrir æxli sem eru minni en 1 cm eða hægt vaxandi æxli. Áður en meðferð hefst er æskilegt að ræða til- felli sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm á sameiginlegum með- ferðarfundum mismunandi sérgreina. Þetta er sérlega mikilvægt í endaþarmskrabbameinum þar sem náinnar samvinnu margra sérgreina er þörf. Skurðaðgerðir við frumæxli Lækning ristil- og endaþarmskrabbameins er einungis möguleg með fullkomnu brottnámi æxlisins og gegnir skurðaðgerð því lykilhlutverki. Meirihluti sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi gengst undir skurðaðgerð.32 Markmið skurðaðgerðar er að nema brott allan æxlisvöxt með hreinum skurðbrúnum (complete eða curative resection, R0 resection) með að minnsta kosti 5 cm jaðri til beggja enda, viðkomandi garnahengi, og 12-15 eitlum Y F i R l i T S G R E i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.