Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.02.2014, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2014/100 117 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R greinum sínum strax frá birtingu. „Þetta er að þróast enn frekar í þessa átt enda er krafa vísindasamfélagsins mjög eindregin hvað þetta varðar,“ bætir Sólveig við. „Það færist sífellt í vöxt að vísindasjóðir sem styrkja rannsóknarverkefni setji sem skilyrði fyrir styrkveitingu að niðurstöður séu birtar í opnum aðgangi. Með öllum styrkjum Evrópusambandsins er sett sú krafa að greinar séu birtar í opnum að- gangi. Stefnan er að árið 2020 verði allt vís- indaefni aðgengilegt í opnum aðgangi og ástæðan er einföld. Það er gífurlega dýrt að kaupa áskrift að mörgum tímaritum og margar stofnanir hafa hreinlega ekki lengur efni á því, hvað þá einstaklingar. Ef þetta héldi áfram yrði á endanum aðeins mjög þröngur hópur sem hefði aðgang að slíku efni,“ segir Anna Sigríður. Kostnaður við vinnslu og birtingu vís- indagreina fellur ekki niður þó aðgangur sé opinn og ef ekki er greitt fyrir með áskrift þarf einhvern veginn að mæta þeim kostnaði. „Það færist í vöxt að höfundar greiði sjálfir fyrir birtingu greina og í styrkveit- ingum til rannsóknarverkefna er oft gert ráð fyrir þeim kostnaði. Þróunin hefur verið sú að eignarhald stærstu tímaritanna er að færast á færri hendur, stórra útgáfu- samsteypa, sem taka mjög háar fjárhæðir fyrir að birta greinar. Auk þess sem áskrift að tímaritunum er líka mjög dýr. Ef þessir aðilar opna fyrir aðgang má jafnvel gera ráð fyrir að enn dýrara verði að fá greinar birtar. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu geti dregið úr trúverðug- leika vísindagreina; frumskilyrði fyrir birtingu eigi að vera gæði greinarinnar en ekki greiðslugeta höfundar,“ segir Sólveig. „Mörg tímarit taka ekkert fyrir birt- ingu greina og eru jafnframt með opinn aðgang. Læknablaðið er eitt þeirra,“ bætir Anna Sigríður við. Vilja ekki pappír Talið berst í lokin að því hvort pappírs- útgáfur tímarita séu að verða liðin tíð. Þær segja áskriftir bókasafns Landspítala að tímaritum og innkaup á bókum í dag nánast eingöngu vera á rafrænu formi. „Við höfum einfaldlega ekki pláss eða getu til að varðveita pappírsútgáfur. Núna kaupum við allt rafrænt og við gerum ár- lega samninga um áskriftir við útgefendur vísindatímarita og greiðum að auki fyrir aðgang að alþjóðlegu gagnagrunnunum. Á undanförnum árum hefur þróunin verið sú að áskrift að alþjóðlegum tímaritum verður sífellt dýrari og þetta kemur niður á öðrum innkaupum safnsins. Við kaupum mun minna af bókum en áður var og höfum reyndar líka orðið að segja upp áskriftum að nokkrum tímaritum. Bókasafnið hefur gengið í gegnum 40% niðurskurð á fjármagni og starfsfólki frá haustinu 2008 og það kemur að sjálfsögðu niður á starfseminni og þeirri þjónustu sem hér er veitt,“ segir Sólveig. „Við leggjum í dag mesta áherslu á aðgang að tímaritum enda eru þar birtar nýjustu niðurstöður rannsókna í heilbrigð- isvísindum sem skipta okkar fólk mestu máli. Með þátttöku í Landsaðgangi bóka- safna höfum við náð nokkurri hagræðingu í aðgangi að tilteknu efni en við erum einnig með efni á okkar vegum sem hvergi annars staðar er aðgangur að. Fræðslu- hlutverk safnsins er einnig umtalsvert og flestir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands fá fræðslu í því hvernig best sé að nýta sér möguleika safnsins og leitarvélanna í námi og vísindastarfi,“ segja þær að lokum. Krafa alþjóðlega vísindasamfélagsins um opinn aðgang að vísindagreinum verður æ sterkari, segja þær Fanney Kristbjarnardóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Sólveig Þorsteins- dóttir hjá Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala og Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.