Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 21

Læknablaðið - 01.05.2014, Side 21
LÆKNAblaðið 2014/100 281 Inngangur Uppkastafælni (emetophobia), eða áköf og órökrétt hræðsla tengd uppköstum, hefur hingað til verið flokkuð sem sértæk kvíðaröskun í alþjóðlegum flokkunarkerfum og þá í flokki sértækrar fælni. Þessi kvilli hefur þó verið dulinn í mörgum tilfellum hjá þolendum og því lítið rannsakaður samanborið við flestar kvíðaraskanir.1-3 Kenningar hafa verið settar fram um að uppkastafælni falli í eðli sínu vart í flokk sértækrar fælni. Hún sé frem- ur undirflokkur felmtursröskunar eða félagsfælni, í raun kvíðaröskun með fælniþætti þar sem þolendur forðast aðstæður sem gætu leitt til uppkasta.1, 2 Einnig hefur hún verið talin skarast við áráttu og þráhyggjuröskun.2 Hins vegar er ljóst að þessi kvíðaröskun getur líkt og sumar aðrar kvíðaraskanir verið þrálát og valdið miklu álagi í einkalífi, vinnu og hamlað félagslegri virkni. Hún getur einnig valdið því að konur forðast eða seinka því að eignast börn.4 Margt er enn á huldu um algengi uppkastafælni, þar sem það hefur lítið verið rannsakað.2, 4 Eina stóra faralds- fræðirannsóknin sem lagði mat á algengi sértækar fælni og greindi uppkastafælni frá, taldi algengi hennar vera 0,1%.5 Þetta kann að vera vanmat, þar sem einkenni upp- kastafælni skarast oft við einkenni felmtursröskunar, heilsukvíða, áráttu og þráhyggju og jafnvel við lystarstol (tafla I).6 Mat nokkurra annarra rannsakenda á algengi uppkastafælni er allt frá 1,7 til 3,1% hjá körlum og frá 6 til 7% hjá konum.3, 7, 8 Hér ber mikið í milli. Erfitt hefur reynst að finna mun milli kynja í sumum rannsóknum6 en í öðrum hafa konur verið í miklum meirihluta,4, 6 líkt og á við um flestar kvíðaraskanir.4 Erfitt er að rannsaka sjúkdóminn, ekki síst vegna lítilla tengsla þessa hóps við heilbrigðiskerfið. Fólk með uppkastafælni virðist almennt ekki leita sér að- stoðar nema það veikist af öðrum sjúkdómum, svo sem þunglyndi eða annarri kvíðaröskun. Það er hugsanlega vegna þess að það skammast sín iðulega fyrir uppkasta- Emetophobia, sem nefna má uppkastafælni, er áköf og órökrétt hræðsla tengd uppköstum og ógleði. Emetophobia er flokkuð sem sértæk fælni í alþjóðlegum flokkunarkerfum. Þessi kvilli er dulinn í mörgum tilfellum hjá þolendum þar sem þeir skammast sín fyrir sjúkdóminn, og hefur hann því lítið verið rannsakaður samanborið við flestar kvíðaraskanir. Fátt er því vitað um algengi uppkastafælni, meðferð og afdrif. Lýst er konu á fertugsaldri sem glímt hefur við uppkastafælni frá barnæsku, þar sem hún upplifði slæma gubbupest tvö aðfangadagskvöld í röð. Æ síðan hefur ótti við uppköst litað margt í daglegu lífi hennar. ÁGRIp fælnina.9, 10 Einnig kemur fram í umfjöllun þolenda á internetinu að það geri þeim erfitt um vik að fáir læknar viti hvað uppkastafælni er og margir viti í raun ekki að uppkastafælni sé til.9-11 Konan sem hér er til umfjöllunar hefur glímt við upp- kastafælni frá barnsaldri. Þessi órökrétti kvíði og hliðr- un hefur háð henni allar götur síðan. Hún á góð og slæm tímabil en er aldrei einkennalaus. Að því leyti minnir gangurinn frekar á áráttu og þráhyggju eða félagskvíða en á felmtursröskun. Tilgangurinn með birtingu þessa sjúkratilfellis er að vekja athygli á þessari duldu og ef til vill sjaldgæfu kvíðaröskun og til að auka þekkingu heilbrigðisstarfsmanna og almennings á þessum kvilla. Með því móti væntum við að auðveldara verði fyrir þolendur að leita sér hjálpar og fyrir fagfólk að greiða götu þeirra. Sjúkratilfelli Um er að ræða vel menntaða konu á fertugsaldri, í góðu starfi og í hjónabandi. Hún á börn á leikskólaaldri. Kon- an hefur aldrei reykt né notað áfengi eða aðra vímugjafa. Hún hefur haft kvíða og uppkastafælni frá barnsaldri og hefur nokkrum sinnum legið á geðdeild vegna þessa, og stundum jafnframt með þunglyndiseinkenni. Gegnum tíðina hefur hún reynt mörg meðferðarúrræði við sinni uppkastafælni en ekkert af þeim hefur borið góðan ár- angur að hennar mati. Hún hefur einnig farið í ítarlegt greiningarviðtal með tilliti til átröskunarsjúkdóms en engin slík einkenni komu þar fram. Sjálf segir hún át- röskun aldrei hafa verið vandamál hjá sér. Upphaf einkenna sjúklings má rekja til þess að hún fékk gubbupest tvö aðfangadagskvöld í röð, sjö og átta ára gömul. Á aðfangadag ári síðar fékk hún fyrsta ofsa- kvíðakastið. Síðan hefur hún jafnan tengt uppköst við minningar um að hafa eyðilagt jólin fyrir fjölskyldunni. Greinin barst 11. janúar 2014, samþykkt til birtingar 26. mars 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Emetophobia: sjúklegur ótti við uppköst og ógleði Kolfinna Snæbjarnardóttir1 læknanemi, Engilbert Sigurðsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðsviði Land- spítala Hringbraut Fyrirspurnir: Engilbert Sigurðsson engilbs@lsh.is S J ú k R a T i l F E l l i Benidette – Getnaðarvörn til inntöku Barneignir ekki á dagskrá Hver tafla inniheldur 150 µg af desógestreli og 20 µg af etinýlestradíóli. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 3 1 6 0 8 1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.