Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið 2014/100 283 einn meðferðaraðilanna þóttist kasta upp. Á svipaðan hátt voru notaðar7 upptökur af uppköstum til meðhöndlunar á 7 sjúklingum með hræðslu við uppköst. Sú nálgun bar árangur í öllum tilfell- unum í 8 til 13 meðferðartímum.3 Ýmis afbrigði annars konar með- ferðar hafa sýnt árangur við meðhöndlun uppkastafælni hjá hluta þolenda: Dáleiðsla, hugræn atferlismeðferð, áhugahvetjandi sam- tal, fræðsla og geðlyf.3 Teknar voru saman niðurstöður nokkurra rannsókna þar sem lyfjameðferð við sértækri fælni (þar á meðal uppkastafælni) er skoðuð. Þar er talið að þær sýni að SSRI lyf (selec- tive serotonin reuptake inhibitors) eins og sertralín og paroxetín hjálpi að minnsta kosti hluta sjúklinga með sértæka fælni að ná bata, og að jafnan ætti að íhuga SSRI lyfjameðferð við uppkasta fælni.2 Virkni þeirra meðferða sem nefndar eru hér á undan er þó mis- munandi, einstaklingsbundin að hluta og vandmetin, enda erfitt að ná til nægilega margra slíkra sjúklinga til að gera vandaðar meðferðarrannsóknir. Kjarni flestra annarra meðferðarúrræða en lyfjameðferðar er berskjöldun með svarhömlun.3 Rannsóknir á meðferð við uppkastafælni hafa leitt í ljós mis- mikinn árangur. Algengt er að meðferð með berskjöldun virki en það er þó alls ekki algilt. Meðferð með lyfjum hefur einnig mis- mikil áhrif. Rannsókn sýndi að 34% sjúklinga höfðu gagn af lyfja- meðferð, en helmingur þeirra notaði geðlyf, hinn helmingurinn önnur lyf eins og ofnæmislyfið prómetazín (betur þekkt sem sérlyfið Phenergan) og magalyfið ranitidine. Margir forðuðust lyf vegna hræðslu við ógleði.4 Samantekt Sjúkrasagan sem rakin er að ofan svipar um margt til „dæmigerðra“ tilfella af uppkastafælni, sé tekið mið af birtum rannsóknum. Svipuð mynd kemur fram á bloggsíðum og upplýsingasíðum um uppkastafælni á netinu9-11 þar sem oft má rekja upphaf uppkasta- fælni til slæmrar reynslu af uppköstum í æsku og að versna síðar virðist mjög oft tengjast umgangspestum og barneignum. Örygg- ishegðun þolenda er mikil og horfur eru enn óljósar. Einkennin sveiflast frá einum tíma til annars en eru í sumum tilfellum þrálát og geta varað í ár og jafnvel áratugi. Þar sem uppkastafælni er lítt þekkt og nokkuð dulið form kvíðaröskunar, og þolendur kunna að skammast sín fyrir vanmátt sinn, ekki síst mæður með lítil börn, er mikilvægt að læknar hafi sjúkdóminn í huga við greiningu og meðhöndlun kvíða þegar einhver einkenni uppkastafælni eru til staðar. Þakkir Við þökkum Magnúsi Haraldssyni geðlækni yfirlestur handrits og gagnlegar ábendingar. Tafla II. Algeng öryggishegðun hjá einstaklingum með uppkastafælni. Forðast áfengi eða halda neyslu þess í lágmarki. Athuga ítrekað „best fyrir“ dagsetningar á mat. Forðast siglingar og flug með litlum flugvélum. Forðast almenningssamgöngur, kjósa frekar að aka eigin bíl. Að finnast óþægilegt að fara í bíó eða leikhús, velja endasæti. Forðast að verða barnshafandi vegna hræðslu við morgunógleði og vegna ótta við að geta ekki sinnt barninu þegar það veikist. Borða sjaldan á veitingahúsum og forðast óvenjulega eldaðan mat. Forðast bari og skemmtistaði. Forðast matarboð og mannþröng. Borða sjaldan á almannafæri og sitja þá helst nálægt útgangi. rannsókn lýsti kvíðaköstum ótengdum uppkastafælninni. Í þess- um tilfellum fundu 80% sjúklinga fyrir meiri/fleiri einkennum frá meltingarfærum, sem voru hluti einkenna kvíðakasta.4 Önnur rannsókn frá 2006 12 þar sem 100 sjúklingar lýstu einkennum upp- kastafælni sýndi að öryggishegðun og forðun (til dæmis að athuga ítrekað lokasöludag matvæla, forðast áfengi og aðra vímugjafa, sneiða hjá fuglakjöti og sjávarfangi, forðast einstaklinga sem gætu verið veikir eða smitandi, forðast drukkið fólk og ferðir til útlanda, hliðra sér hjá sjóferðum og velja að eignast ekki börn) voru ein- kennandi fyrir fólk með uppkastafælni.6, 12 Þessari öryggishegðun er lýst í fleiri greinum en því er einnig lýst að sumir sjúklingar forðist mat svo mikið að þeir verði vannærðir.6 Í báðum rannsókn- um kom fram að innvortis skynjun eða einkenni væru driffjöður kvíðans hjá mörgum sem þjást af uppkastafælni.4, 12 Mikið virðist vera um fylgisjúkdóma samhliða uppkastafælni. Fram kom að 30% sjúklinga með uppkastafælni hefðu aðrar sér- tækar raskanir: 40% sögðust vera með felmtursröskun eða víð- áttufælni, 46% með þunglyndi, 21% með félagsfælni og 18% með áráttu- og þráhyggjuröskun.4 Þessum fylgisjúkdómum, ásamt ýmsum einkennum frá meltingarfærum, hefur einnig verið lýst í öðrum greinum.1, 2, 4 Meðferð uppkastafælni hefur einungis verið skoðuð í örfáum rannsóknum. Rannsóknirnar hafa einkum metið berskjöldun með svarhömlun (exposure response prevention) og kerfisbundna ónæm- ingu.1, 2 Samkvæmt einni rannsókn er algengast að sjúklingar með uppkastafælni séu meðhöndlaðir á þann hátt að þeir séu útsettir fyrir kveikjum.3 Eins og gefur að skilja getur það verið mjög flókið að framkvæma uppköst hjá sjúklingum með uppkastafælni. Þess í stað hefur oft verið reynt að sýna þeim myndbönd af fólki að kasta upp.3, 13 Teknar hafa verið saman niðurstöður þar sem berskjöldun í ýmsu formi hefur verið notuð og nefna má sem dæmi rannsókn frá 1983,13 þar sem kvíðastig sjúklinga lækkaði úr 7 í 1 á skalanum 1 til 10 með því að nota upptökur og með berskjöldun þar sem S J ú k R a T i l F E l l i

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.