Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 26
286 LÆKNAblaðið 2014/100 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R ú T G Á F u l æ k n a b l a ð S i n S Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norð- austurs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Hann er fær jepp- lingum frá júlí og fram í september og aðeins tekur um hálftíma að aka að rótum fjallsins. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði. Flestir ná toppnum á skemmri tíma en klukku- stund (mynd 2). Af toppnum sést á góðum degi yfir Langasjó, Fögrufjöll, upp- tök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga, vesturhluta Vatnajökuls og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn.5 Útsýnið yfir fagurbláan Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi (mynd 3). Sveinstindur í Öræfajökli Það eru ekki margir sem vita að tindurinn er sá næsthæsti á Ís- landi, 2044 metrar yfir sjávarmáli. Hann myndar hluta af austur- brún öskjunnar í Öræfajökuli og sést toppurinn ágætlega frá þjóð- veginum þegar ekið er í vesturátt frá Breiðamerkurlóni (mynd 4). Reyndar er þekkt að menn telji Sveinstind vera Hvannadals- hnjúk frá þessu sjónarhorni (mynd 5), en þótt Hvannadalshnjúkur sé 66 metrum hærri sést hann ekki úr austri frá þjóðveginum, þar sem hann stendur við norðvesturbrún öskjunnar (mynd 6). Fáir hafa lagt leið sína á Sveinstind í Öræfajökli, ólíkt nágranna hans, Hvannadalshnjúk, sem trónar fjórum kílómetrum vestar og Mynd 3. Útsýni af toppi Sveinstinds til norðurs yfir Langasjó. Fögrufjöll til hægri og Vatnajökull í baksýn. Mynd: Óðinn Árnason. Mynd 4. Öræfajökull séður úr austri. Sveinstind (2044 m) ber hæstan við himin og vinstra megin við hann er Sveinsgnípa (1925 m). Skriðjökullinn fyrir miðri mynd er Hrútárjökull og til hægri er Fjallsjökull. Mynd: Ólafur Már Björnsson. Mynd 5. Horft yfir hluta gönguleiðarinnar á leiðinni til baka. Þessi brekka er án efa ein lengsta skíðabrekka landsins. Mynd: Tómas Guðbjartsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.