Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 29

Læknablaðið - 01.05.2014, Qupperneq 29
LÆKNAblaðið 2014/100 289 Við rákumst varla á neinar jökulsprungur þar til komið var upp fyrir Sveinsgnípu, en hún er nokkur hundruð metrum sunnan við Sveinstind í ríflega 1900 metra hæð. Engin þeirra reyndist þó erfið yfirferðar. Þegar komið var að rótum Sveinstinds blasti við toppur Hvanna- dalshnjúks hinum megin öskjunnar, en sjálf askjan var hulin skýjum. Frá þessu sjónarhorni er Hnjúkurinn mun tilkomumeiri en að sunnanverðu og mátti með kíki grilla í tugi göngumanna í halarófu á leið á tindinni (mynd 10). Þetta var ógleymanleg sjón. Þar sem aðstæður voru eins og best verður á kosið ákváðum við að ganga erfiðari leið á tindinn eftir bröttum og mjóum hrygg að sunnanverðu, en leiðin að norðanverðu er auðfarnari og oftar farin (mynd 11). Notast var við snjóakkeri til tryggingar og voru göngumenn kirfilega festir í línu. Gætt var ítrustu varúðar, enda blasti Hrútárjökull við næstum kílómetra neðar á hægri hönd. Allir komust á tindinn og hópurinn gaf sér góðan tíma til að njóta útsýnisins og taka myndir (mynd 12). Gangan niður var ekki síður eftirminnileg en uppgangan. Sól skein í heiði og útsýnið var afar tilkomumikið. Greinarhöfundar drógust nokkuð aftur úr öðrum göngu- mönnum á niðurleið. Ástæðan var sú að Sveinn hafði í ferðabók sinni lýst steini einum miklum og setti á hann fangamark sitt, P, og skildi eftir koparpening við vörðuna. Þetta gerði hann til að auðvelda öðrum að finna uppgönguleiðina. Hver einasti steinn sem kom til greina var skoðaður í bak og fyrir (mynd 13). Allt kom þó fyrir ekki. Steinninn fannst ekki S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Hinn 11. ágústmánaðar vorum við á fótum löngu fyrir sólarupprás í því skyni að ganga á hið mikla fjall Öræfajökul, sem Eggert Ólafsson telur jafnvel hæsta fjall landsins. Veður var alveg kyrrt og ekki ský á lofti. Ég festi miða á tjaldið með tilkynningu um ferðalag okkar, ef við skyldum verða til á jöklinum, og hélt síðan af stað við þriðja mann frá eyðibýlinu Kvískerjum kl. 5¾ að morgni, útbú- inn með loftvog, hitamæli, lítinn áttavita, oddhamar, jöklabroddstaf og 8 faðma langan vað. Leið okkar lá fyrst upp eftir allbröttum undirhlíðum. Loks komum við að jökulbrúninni, er kl. var 8¾, og hvíldum okkur þar á dálitlum hól. ------- Við héldum áfram upp eftir suðausturhalla jökulsins, þar sem brattinn var minnstur, fórum fram hjá nokkrum svörtum þursabergsklettum, sem stóðu upp úr ísnum, og yfir fjöldamargar sprungur, sem sást ekki til botns í. Loftið tók nú, eins og vant er á slíkum stöðum, að verða of þunnt og andardrátturinn alltof léttur. Annar félaga minna varð svo kvíðafullur og syfjaður, að við urðum loks að skilja hann eftir, og féll hann jafnskjótt í svefn og hann fleygði sér niður í snjóinn. Hinn fylgdarmaðurinn, sem að upplagi átti vanda fyrir hjartverk og þunglyndi og auk þess var fullur af kenjum, varð því léttari í lund og kátari, því hærra sem við komum, og fann ekki til neinna óþæginda né þreytu vegna loftsins.3 Mynd 11. Hryggurinn sem gengið var eftir úr suðri upp á Sveinstind. Sjá má gönguleiðina hægra megin á hryggnum. Þverhnípi er til hægri niður á Hrútárjökul, nokkur hundruð metrum neðar. Mynd: Engilbert Sigurðsson. Ég veitti einkum athygli falljöklinum, sem skriðið hefur niður rétt austan við Kvísker. Yfirborð hans virtist alsett bogadregnum línum . . . alveg eins og fall- jökull þessi hefði runnið fram hálfbráðinn eða sem þykkt seigfljótandi efni. Skyldi þetta ekki vera nokkur sönnun þess, að ísinn sé í eðli sínu – án þess að bráðna – fljótandi að nokkru leyti, líkt og ýmsar tegundir af harpixi …3 Á hólnum nýnefnda byggðum við vörðu úr grjóti og lögðum ofan á hana dansk- an eirpening, svo að þeir, er kynnu að vilja feta í spor okkar, geti fundið staðinn, þar sem við gengum á jökulinn og vafalaust er hinn allra greiðfærasti, sem til er, meðan jökullinn breytir sér ekki. Loftvogin sýndi nú 25’ 9¼ og hitinn var 18° C. Við komum heim í tjald okkar á Kvískerjum kl. 4 ½ síðdegis.3

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.