Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 35

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 35
LÆKNAblaðið 2014/100 295 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R vera haldinn starfsleiða. Áratug áður var sambærilegt hlutfall 1%. Í nýrri könnuninni kom í ljós að stór hluti yngri lækna kvartar undan erfið- leikum með svefn. Úti í samfélaginu nota 2-3% karla undir þrítugu svefnlyf en sú tala er mun hærri meðal ungra lækna. „Það er líka athyglisvert að þeir fáu sem þó leita til læknis tala aldrei við hann um geðheilsuna,“ sagði Kristinn. Kristinn starfar hjá Vinnueftirlitinu og benti á að víða í atvinnulífinu hefðu orðið miklar framfarir í vinnuumhverfi, svo sem í byggingariðnaði, landbúnaði og þunga- iðnaði. Þetta er ekki bundið við Ísland og heldur ekki það að heilbrigðiskerfið hefur orðið útundan í þessari þróun. „Það má því segja að nú sé töluvert heilsusamlegra að starfa í álveri en á sjúkrahúsi,“ sagði Kristinn. Læknar erfiðir í meðferð Kristinn hafði það eftir landlækni að honum bærust mjög fá mál vegna veik- inda eða annarra vandræða lækna. Þau væru eitt eða tvö á ári og yfirleitt vegna fíknivanda. Bjarni Össurarson geðlæknir fjallaði sérstaklega um þann hluta af heilsufari lækna og skýrði frá því að fíkniraskanir væru álíka algengar meðal lækna og annarra þjóðfélagshópa. Læknar notuðu heins vegar meira af lyfseðils- skyldum lyfjum en aðrir og væru líklegri til að misnota þau. Þar væru ákveðnir hópar í meiri hættu en aðrir og nefndi hann sérstaklega bráðalækna, geðlækna, svæfingalækna og einyrkja. Læknar koma hins vegar síður í með- ferð en aðrir sem glíma við fíkn. „Við verð- um að halda stjórninni, megum ekki sýna veikleika og óttumst að missa vinnuna,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að læknar væru sjálfstæðir en þá vanti stuðning og þeir ættu mjög erfitt með að horfast í augu við erfiðleika annarra lækna. „Þeir eru ótrúlega kollegíal,“ sagði hann.Þorbjörn formaður meðtekur boðskap Högna Óskarssonar geðlæknis. Á formannafundi flytja formenn hinna ýmsu deilda LÍ skýrslur sínar og stjórnarmenn hlýða á þær: Magnús Baldvinsson röntgenlæknir, Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ, Anna Gunnarsdóttir barnalæknir og Jörundur Kristinsson heimilislæknir og formaður Orlofssjóðs.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.