Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 37

Læknablaðið - 01.05.2014, Síða 37
LÆKNAblaðið 2014/100 297 u M F J ö l l u n O G G R E i n a R „Þar vinna menn fram í rauðan dauðann og væru aldrei lasnir. Það gerir okkur að góðum læknum en veika fyrir andlegum vandamálum. Við erum þjónar almenn- ings og það er hringt í okkur á nóttinni. Við segjum aldrei nei og það gengur oft nærri okkur. Þetta er bæði styrkur okkar og Akkilesarhæll, göfugt en ekki alltaf heilsusamlegt og leiðir til blindu á eigin veikleika,“ sagði Haraldur. Hann sagði að álagið á lækna hefði aukist í kjölfar kreppunnar og nú væri svo komið að þetta gengi ekki lengur, læknar þyrftu að setja sér mörk. Kulnun í starfi birtist í því að siðferðisreglur byrjuðu að brotna, menn yrðu blindir fyrir sjálfum sér og lentu í áfengi eða öðru rugli. „Við gleymum gildunum sem komu okkur í fagið,“ sagði hann og varaði lækna við því að taka að sér of mikla vinnu, „því þótt við þolum það kannski í skamman tíma getum við ekki unnið svona í 20-30 ár.“ Eins og fleiri fundarmenn nefndi Haraldur að skortur á sjálfræði lækna væri oft hluti vandans. „Ef við getum stjórnað tíma okkar sjálf er auðveldara að takast á við álagið en inni á stofnunum er það erfiðara.“ Þar gæti svarið legið í því að læknahópurinn ræddi málin eins og gert er í Bretlandi þar sem læknar þyrftu að endurnýja starfsleyfi sitt á fimm ára fresti. Þar væru læknar skikkaðir til að taka þátt í hópstarfi með kollegunum þar sem þeir styðja hver annan og gefa skýrslur sem endurnýjun leyfisins væri byggð á. Námsleyfi í Hveragerði? Haraldur sneri sér síðan að því að lýsa því starfi sem unnið er í Hveragerði og snertir lækna. Hann sagði að í Noregi væri búið að setja það í kerfi að þegar læknir lendi í öngstræti gæti hann haft samband við einhvern og talað við hann, fengið ráð og leiðbeiningar um næstu skref – án þess að það væri skráð í sjúkraskýrslur. „Af þessu þurfum við að læra,“ sagði Haraldur. Hann sagði að þótt ekki væri hægt að líkja Hveragerði við Villa Sana í Noregi sem sinnti heilsu lækna væri orðinn til vísir að kerfi til að taka við þeim. Þeir gætu fengið ráð hjá læknum þar án þess að viðtalið væri skráð í Sögu og reynt væri að koma þeim að í dvöl þar eystra með skömmum fyrirvara þótt almennur biðtími væri allt upp í tvo mánuði. Þar gæfist þeim kostur á að átta sig á stöðunni, farið í viðtöl og fengið sálfræðiþjónustu og líkamlega meðferð. Einn vandinn við þetta tilboð er sá að ekki er gert ráð fyrir því í kjarasamn- ingum lækna og stéttarfélagið tekur ekki þátt í dvöl lækna í Hveragerði. Haraldur skaut fram þeirri hugmynd hvort ekki mætti nýta námsleyfi lækna í þessu skyni. „Væri ekki hægt að koma á einhverju fyrirkomulagi þar sem staða þeirra væri skoðuð. Hvaða erfiðleika glímir hann við? Er hann stressaður eða kvíðinn? Á hann í erfiðleikum með samskipti? Út frá þessu mætti svo skipuleggja námsleyfin,“ sagði Haraldur. Félagið undirbúi aðgerðir Þetta síðastnefnda var talsvert rætt í pall- borðsumræðunum að framsöguerindum loknum. Sumum þótti þetta góð hugmynd en aðrir vildu fara varlega í því að gera námsleyfin að verslunarvöru. Þorbjörn Jónsson upplýsti að nýtingin á náms- leyfum lækna væri um 60% að meðaltali svo ef til vill væri eitthvert svigrúm þar. Hins vegar hefði komið fram í samræðum stjórnar við fjölda lækna í tengslum við kjarasamninga að enginn áhugi væri á að fórna námsleyfum í þeim. Annað sem menn nefndu var hvort Styrktar- og fjölskyldusjóður gæti ekki styrkt lækna sem þyrftu að dvelja í Hveragerði. Haraldur benti á að mörg stéttarfélög styrktu félagsmenn sína til dvalar. Reynir Arngrímsson tók undir það sjónarmið að þessi vandi væri mál fyrir hópinn, ekki einstaklinginn einan. „Við þurfum að huga að heilsuvernd og fyrir- tækjamenningu og hluti af starfi okkar er að hugsa um okkur sjálf. Kannski væri hægt að koma því inn í kjarasamning að læknar fái einn dag á ári til að stunda heilsuvernd.“ Þorbjörn stjórnaði fundi og tók saman í lokin þá niðurstöðu að greinilega væri þörf á því að félagið tæki á þeim málum sem varða heilsufar og heilsuvernd lækna. „Þetta hefur verið í umræðunni af og til án þess að nokkuð áþreifanlegt hafi gerst. Kannski er umræðan orðin nógu þroskuð núna til þess að svo verði,“ sagði hann og var farinn að boða menn á fund til að undirbúa tillögugerð fyrir aðalfund LÍ í haust áður en hann sleit fundi. Jón Gunnar Hannesson heimilislæknir í stjórn LR og Haraldur Erlendsson í Hveragerði. Bak við þá er málverk Gunn- laugs Blöndal af Halldóri Hansen eldra. Myndir: Védís.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.