Læknablaðið - 01.05.2015, Síða 12
244 LÆKNAblaðið 2015/101
lögð saman til að finna út heildarsummu húðfellinganna. Líkams-
samsetning var mæld með tvíorku-röntgengeislagleypnimælingu
(dual energy X-ray absorptiometry, DXA) með Lunar beinþéttnimæli.
Út frá hlutfalli líkamsfitu var börnunum einnig skipt í holdafars-
flokka.17
Til að meta úthald var hámarkssúrefnisupptaka (maximal ox-
ygen uptake, VO2max) mæld (Parvomedics Trumax2400) með stig-
vaxandi hámarksáreynsluprófi á þrekhjóli. Börnin hjóluðu á stöð-
ugum pedalasnúningshraða og var álagið í wöttum (W) aukið um
byrjunarálagið á þriggja mínútna fresti. Börn undir 30 kg fengu
20W í byrjunarálag en annars fengu 10 ára og yngri 25W í byrjun
og 11-12 ára 30W. Drengir 13-14 ára fengu 40W í byrjun á meðan
stúlkur á sama aldri fengu 35W og 15-16 ára drengir fengu 50W
en stúlkur á sama aldri 40W í byrjun. Á meðan á prófinu stóð var
hjartsláttur barnanna mældur með hjartsláttarmæli (Polar FT7) og
fylgst með líðan barnanna, þau hvött til að gera sitt besta en jafn-
framt minnt á að þau gætu hætt hvenær sem var. Til að ákvarða
hvort VO2max væri náð var beitt aðferð sem áður hefur verið lýst.18
Til að tryggja að hægt væri að bera saman úthald allra (líka þeirra
sem ekki vildu tengjast súrefnisupptökutækinu eða uppfylltu ekki
skilyrði um VO2max, (mynd 1)) var álagið við 170 slög á mínútu jafn-
framt skráð og notað sem áreynslupróf neðan hámarks (Physical
Work Capacity at heart rate 170 beats/min, PWC170). Niðurstöður
úr PWC170 voru svo notaðar til að áætla VO2max samkvæmt þekktri
jöfnu19 og börnunum var skipt í flokka eftir alþjóðlegum viðmið-
um.20,21 Við flokkunina var mæld VO2max notuð hjá þeim sem henni
náðu en áætluð VO2max19 notuð fyrir þau börn sem einungis náðu
að ljúka PWC170 prófinu.
Hreyfing var mæld með Actigraph hröðunarmælum (GT1M) í
7-10 daga allan daginn, nema þegar þátttakendur sváfu eða fóru í
sturtu/bað eða í sund og þurftu að minnsta kosti að vera þrír virkir
dagar og einn helgardagur með að minnsta kosti 8 klukkustundir
af gögnum á mælunum til að gögnin yrðu notuð við tölfræðilega
úrvinnslu. Til að meta neðri mörk MVPA var notast við 2296 slög/
mín.22 Allar mínútur sem börnin voru yfir þessum mörkum voru
svo lagðar saman fyrir hvern dag og að lokum var meðaltal allra
daganna reiknað. Þannig var metið hvort börnin uppfylltu hreyfi-
ráðleggingar Embættis landlæknis sem miðast við klukkustund á
dag af MVPA.
Blóðþrýstingur var mældur þrívegis með blóðþrýstingsmæli
(ADC Advantage 6013) eftir að þátttakandi hafði setið rólegur í
10 mínútur og börnunum var skipt í flokka eftir alþjóðlegum
viðmiðum.15,23 Tekin var fastandi blóðprufa og heildarkólesteról,
háþéttnifituprótein (high-density lipoprotein (HDL), þríglýseríð,
blóð sykur og insúlín mæld og lágþéttnifituprótein (low-density
lipoprotein LDL) voru svo reiknuð út samkvæmt jöfnu Friede-
wald.24 Börnunum var síðan skipt í áhættuflokka eftir alþjóðlegum
viðmiðum um heildarkólesteról,25 HDL,15 LDL,26 þríglýseríð15, 27 og
blóð sykur.15 Þátttakendur töldust vera með efnaskiptavillu (metabo-
lic syndrome) ef þrjár af eftirtöldum fimm breytum voru utan við-
miða: mittismál, blóðþrýstingur, HDL, þríglýseríð og blóðsykur.15
Unnið var úr gögnunum með tölfræðiforritinu SPSS (Statistical
Package for the Social Sciences, útgáfa 15.0). Fyrst voru gögnin
skoðuð með tilliti til normaldreifingar og breytunum þyngd,
MVPA, insúlíni og HDL var kvaðratvarpað en lógaritminn tekinn
af BMI, þríglýseríðum og LDL til að uppfylla skilyrði um normal-
dreifingu. Tvíbreytudreifigreining (Two-Way ANOVA) var notuð
þroskahömlun á Íslandi hefðu meiri áhættu á að þróa með sér
hjarta-, æða- og efnaskiptasjúkdóma en almenn skólabörn.
Efniviður og aðferðir
Öllum börnum með þroskahömlun, sem uppfylltu skilyrði til þátt-
töku, frá einum sérskóla fyrir börn með þroskahamlanir og fjórum
grunnskólum þar sem ýmist voru blandaðir bekkir og/eða sér-
deildir var boðin þátttaka (mynd 1). Þátttökuskilyrði voru þau að
börnin væru með greiningu um þroskahömlun frá Greiningarstöð
ríkisins og væru fær um að hjóla á þrekhjóli. Sextíu og tvö prósent
barnanna komu frá sérskóla þar sem einungis börn með meðal-
mikla til mikla þroskahömlun fá inngöngu og 38% frá almennum
grunnskólum og voru með milda til meðalmikla þroskahömlun.
Þrjú barnanna með þroskahömlun voru með milda heilalömun
(cerebral palsy) en gátu vel hjólað á þrekhjóli og að auki tóku fjögur
börn lyf, (Lamotrin, Abilfy) til að vinna gegn flogaveiki, sem
hugsanlega gátu haft áhrif á vilja þeirra til almennrar hreyfingar.
Handahófsvöldum aldurs- og kynjajöfnuðum viðmiðunarhópi af
almennum skólabörnum var einnig boðin þátttaka (mynd 1). Allir
þátttakendur og/eða forráðamenn skrifuðu undir upplýst sam-
þykki. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og samþykkt
af Vísindasiðanefnd (VSNB 2010120007/03.7)
Mælingarnar fóru fram í skólunum sjálfum, nema mæling á
líkamssamsetningu (body composition) sem fór fram í Hjartavernd,
sem og blóðtaka. Hæð var mæld þrívegis með nákvæmni upp á
einn millimetra með hæðarmæli (Seca206) og þyngd var einnig
mæld þrívegis með vog (Seca703) með 100g nákvæmni. Líkams-
þyngdarstuðull (body mass index, BMI) var reiknaður út og börn-
unum svo skipt í holdafarsflokka eftir alþjóðlegum viðmiðum.14
Börnin voru léttklædd og skólaus við holdafarsmælingarnar. Mitt-
ismál var mælt þrisvar í láréttu plani með óteygjanlegu málbandi
(Gulick) með nákvæmni upp á einn millimetra þar sem mittið
er grennst á milli neðstu rifja og mjaðmarkambs og þeim skipt í
áhættuflokka eftir alþjóðlegum viðmiðum.15,16 Húðfellingar voru
mældar þrisvar sinnum að næsta mm á fjórum stöðum (þríhöfða,
tvíhöfða, neðan herðablaðs og ofan mjaðmarkambs) hægra megin
á líkamanum og meðaltal hvers mælistaðar reiknað og þau svo
R a n n s Ó k n
Mynd 1. Þátttaka og brottfall. ÞH = börn með þroskahömlun, ASB = almenn skóla-
börn, DXA = tvíorku-röntgengeislagleypnimæling, PWC170 = áreynslupróf neðan
hámarks, VO2max hámarkssúrefnisupptaka. * = almennar líkamsmælingar, hreyfing og
blóðþrýstingur.