Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Síða 19

Læknablaðið - 01.05.2015, Síða 19
LÆKNAblaðið 2015/101 251 Inngangur Átröskunarsjúkdómar eru stöðugt og vaxandi lýð- heilsu vandamál víða í heiminum.1 Þeim hefur verið skipt í þrjár aðaltegundir samkvæmt ICD-10 (Inter- national Classification of Mental and Behavioral Disor- ders); lotugræðgi (bulimia nervosa), lystarstol (anorexia nervosa) og átröskun ekki nánar skilgreind (ÁENS) (Eat- ing disorder not otherwise specified (EDNOS)).2 Lotugræðgi var fyrst kynnt og skilgreind fyrir rúmlega 30 árum. Gerald Russell lýsti þar átköstum, margvíslegum losunarráðstöfunum og ofsahræðslu við að þyngjast og fitna.3 Lystarstoli var hins vegar lýst fyrst sem sjúkdómi 1689.4 Sjúklingar með lystarstol hafa tvíbentar tilfinningar um breytingar á mataræði og þyngd og því fylgir oft mikil afneitun á vannæringar- ástandi og sjúkdómsgreiningu.5 Þeir ofmeta oft þyngd sína og vaxtarlag, eru í stöðugri megrun og stunda óhóflega líkamsrækt og jafnvel losunarhegðun og hafa lítið innsæi um neikvæðar afleiðingar þess.6 Ekki eru til greiningarviðmið fyrir ÁENS í ICD greiningarkerfinu en breytingar gerðar í DSM-5 munu greina marga sem voru í ÁENS-flokknum í Binge-eating disorder (lotuo- fát) flokkinn sem er nú sérflokkur átröskunar en ekki undirflokkur ÁENS eins og hann var í DSM-IV. Einnig munu fleiri greinast með lystarstol og lotugræðgi en áður vegna víðtækari greiningarskilmerkja í DSM-5.2 Nákvæmari flokkun ætti að leiða til markvissari vís- indarannsókna en nýlegar rannsóknir leiða í ljós að vel inngangur: Meðferðarheldni sjúklinga í átröskunarmeðferð hér á landi er óþekkt. Markmið rannsóknar var að kanna brottfallstíðni og finna for- spárþætti fyrir meðferðarheldni hjá sjúklingum í átröskunarmeðferð á Landspítala tímabilið 1.9.2008-1.5.2012. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn raunlýsing. Skoð- aðar voru sjúkraskrár sjúklinga sem höfðu fengið tilvísun í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans og fengið ICD-10 greiningu: lystarstol (F50.0, F50.1), lotugræðgi (F50.2, F50.3) og átröskun ekki nánar skilgreind (ÁENS) (F50.9). Tilvísanir voru 260, 7% mættu ekki í greiningarviðtal og endanlegt úrtak var 182. Brottfall úr meðferð var skilgreint sem ótímabær stöðvun meðferðar án formlegrar útskriftar meðferðaraðila sem mat bata og átröskunarhegðun. niðurstöður: Úrtakið skiptist í 176 konur og 6 karla, meðalaldur 26,3 ár. Lotugræðgi greindist hjá 52,7% sjúklinga, ÁENS hjá 36,8% og lystarstol hjá 10,4%. Aðra samhliða geðröskun höfðu 74,7% sjúklinga. kvíða- eða þunglyndisröskun greindist hjá 72,5%, athyglisbrestur og/eða ofvirkni hjá 15,4% og persónuleikaröskun hjá 8,2%. Lífsalgengi fíkniraskana var 30,8%. Brottfall úr meðferð var 54,4% (um 1/3 kom aftur í meðferð á rannsóknartímabilinu), 27,5% sjúklinga luku meðferð og 18,1% sjúklinga voru enn í meðferð þegar eftirfylgnitíma lauk. Meðferðarheldni mældist marktækt betri hjá þeim sjúklingum sem höfðu lokið háskólagráðu, höfðu sjálfir frumkvæði að komu og höfðu meiri kvíða eða þráhyggjueinkenni í greiningarviðtali. Sjúklingar með lystarstol héldust best í meðferð en sjúk- lingar með fíknigreiningu sýndu meiri tilhneigingu til brottfalls (p=0,079). Ályktun: Heildarbrottfall úr meðferð var svipað og í öðrum rannsóknum en eftirfylgdartími var lengri og sjúklingar með lystarstol héldust betur í meðferð en aðrir sjúklingar með átröskun, öfugt við það sem hefur sést í öðrum vestrænum löndum. Hærra menntunarstig, eigið frumkvæði að meðferð og hærra kvíðaskor á spurningalistum voru verndandi þættir. ÁgrIp yfir helmingur sjúklinga sem koma í átröskunarmeðferð hafa fengið ÁENS-greiningu.7 Átraskanir eru algengar og greinast fyrst og fremst hjá ungum konum. Ísland er ekki eftirbátur annarra vestrænna ríkja og sýndi íslensk skimunarrannsókn á átröskunum hjá framhaldsskólanemum að um 10% þátttakenda skimuðust með átröskun og 50% stúlkna og 20% drengja sögðust hafa áhyggjur af mataræði og þyngd.8 Átröskunarsjúkdómar koma oftast fram á ung- lingsárum og snemma á fullorðinsárum. Ef þeir eru ekki meðhöndlaðir hafa þeir tilhneigingu til að verða lang- vinnir og þeim fylgja oft margvísleg líkamleg og geðræn vandamál og dánarlíkur aukast.9 Eitt af meginvandamálum geðheilbrigðisþjónust- unnar er hve stór hluti sjúklinga sem vísað er í með- ferð mætir ekki í fyrsta viðtal eða dettur úr meðferð. Stórar rannsóknir hafa sýnt að 30-40% sjúklinga sem er vísað í geðmeðferð láta aldrei sjá sig. Í safngrein- ingu (meta-analysis) um brottfall úr geðmeðferð kom í ljós að meðal sjúklinga sem hófu meðferð hættu 47% þeirra fyrir meðferðarlok. Í sömu rannsókn kom fram að sjúklingar sem höfðu samþykkt að koma í meðferð en mættu ekki í fyrsta viðtal (no-shows) voru um 27%.10 Brottfall úr átröskunarmeðferð virðist enn meira en í almennri geðmeðferð. Lýst hefur verið allt að 70% brott- falli úr göngudeildarmeðferð en 20-51% brottfalli hjá lystarstolssjúklingum í sérhæfðri legudeildarmeðferð.11 Greinin barst 5. nóvember 2014, samþykkt til birtingar 21. apríl 2015. Átröskunarmeðferð á Íslandi – sjúkdómsmynd, meðferðarheldni og forspárþættir brottfalls Guðrún Mist Gunnarsdóttir1 læknanemi, Sigurður Páll Pálsson2 læknir, Guðlaug Þorsteinsdóttir2,3 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðdeild Land- spítala, 3átröskunarteymi Landspítala Fyrirspurnir: Guðlaug Þorsteinsdóttir gudlthor@landspitali.is R a n n s Ó k n Strattera er nú samþykkt til að hefja meðferð við ADHD hjá fullorðnum Heimildir: 1. www.serlyfjaskra.is. 2. Michelson D et al. Biol Psychiatry 2003; 53(2): 112–20. 3. Young JL et al. Clin Neuropharmacol 2011; 34(2): 51– 60. 4. Adler LA et al. J Clin Psycho Pharmacol 2009; 29(1): 44–50. 5. Adler LA et al. J Clin Psychiatry 2005; 66(3): 294 –9. 6. Adler LA et al. J Atten Diord 2008; 12(3): 248–53. 7. Wehmeier et al. Child Adolesc Phsychiatry Mental Health 2009; 3(1): 5. – Eina lyfjameðferðin fyrir fullorðna með ADHD sem tilheyrir ekki flokki örvandi lyfja1 – Dregur úr helstu einkennum ADHD og veitir stöðuga stjórn á einkennum allan daginn yfir lengri tíma, borið saman við lyfleysu2-7 – Tekið einu sinni á dag1 – Staðfestar upplýsingar varðandi öryggi og þol sýna að Strattera er góð meðferð fyrir sjúklinga sem þjást einnig af félagsfælni og áfengissýki1 Stöðug stjórn á einkennum beinir athyglinni frá ADHD Strattera LIL141201

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.