Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2015, Page 20

Læknablaðið - 01.05.2015, Page 20
252 LÆKNAblaðið 2015/101 Helstu þættir sem virðast hafa áhrif á meðferðarheldni eru vilji sjúklinga til breytinga og traust samband við meðferðaraðila. Al- varleiki átröskunar eða tegund virðist skipta minna máli.12 Þessa þætti á þó eftir að staðfesta betur og vöntun er á endurteknum rannsóknum til að sýna fram á samkvæmni.13 Krug og félagar gerðu nýlega Evrópska fjölsetrarannsókn (multi- center study) sem skoðaði tengsl fíknivanda og átröskunar. Þar var sýnt fram á að algengi fíknisjúkdóma er hærra hjá átröskunar- sjúklingum heldur en hjá almennu þýði, þá sérstaklega hjá þeim sem höfðu lotugræðgiseinkenni.14 Rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli brottfalls úr fíknimeðferð og átröskunar. Hafi sjúklingar bæði átröskun og fíknisjúkdóm virðist sem edrúmennska geri át- röskunareinkenni verri og ýti þannig undir fall í neyslu.15 Sumar rannsóknir hafa lagt til tvíhliða meðferð fyrir þessa sjúklinga en það gæti komið í veg fyrir einkennaflökt (symptomatic shifting).16 Flestar nýjar rannsóknir í dag birta niðurstöður frá meðferðar- setrum sem binda meðferðartímann strax í upphafi og skilgreina ströng skilyrði fyrir þátttöku í meðferð.12 Vöntun er á raunlýsandi (naturalistic) rannsóknum sem sýna afdrif heildarhóps sjúklinga með átröskun í sérhæfðri meðferð með opnu aðgengi án inntöku- skilyrða. Markmið þessarar íslensku rannsóknar var að varpa ljósi á þennan ákveðna sjúklingahóp með því að skoða meðferðarheldni, sjúkdómsmynd og áhrifaþætti á brottfall hjá þeim sem fengu til- vísun til átröskunarteymis Landspítalans. Leitað var að áhrifaþátt- um fyrir meðferðarheldni sjúklinga með tilliti til lýðfræðilegra og klínískra þátta sem komu fram í greiningarviðtali og á meðferðar- tímabilinu. Safnað var ítarlegum upplýsingum um sjúklingahóp- inn, þar með talið tíðni og gerð samhliða geð- og fíknisjúkdóma. Efni og aðferðir Rannsóknin er raunlýsing (naturalistic) og afturskyggn og byggist á sjúkraskrám allra þeirra sem fengu tilvísun á átröskunarteymi geðdeildar Landspítala á tímabilinu 1. september 2008 til 1. janúar 2012. Teymið sinnir fullorðnum einstaklingum 18 ára og eldri með átraskanir. Eftirfylgnitími rannsóknar var út aprílmánuð 2012. Farið var yfir sjúkraskrár allra sem vísað hafði verið til teymisins á rannsóknartímabilinu, alls 260 einstaklinga. Skilyrði fyrir þátt- töku í rannsókninni var að sjúklingar hefðu mætt í greiningarvið- tal og greinst með átröskun samkvæmt ICD 10 (F50.0, F50.1, F50.2, F50.3, F50.9). Lystarstol (F50.0) og ódæmigert lystarstol (F50.1) var skráð saman í einn undirflokk. Einnig voru lotugræðgi (F50.2) og ódæmigerð lotugræðgi (F50.3) skráð saman. ÁENS (F50.9) voru skráðar einar í flokk enda víðtækur hópur sem fellur undir þá greiningu. Afdrif einstaklinga sem fengu tilvísun má sjá á mynd 1. Fjöldi tilvísana á milli ára var svipaður en að meðaltali kom 51 einstaklingur í greiningarviðtal á ári. Hlutfall þeirra sem bókuðu greiningarviðtal en mættu svo ekki var 7% (14/200). Alls uppfylltu 182 sjúklingar rannsóknarskilyrði, mættu í greiningarviðtal og afdrifum þeirra í göngudeild var fylgt eftir. Safnað var lýðfræðilegum og klínískum upplýsingum og með- ferðarinngrip skoðað. Geðgreiningar eru byggðar á gögnum í sjúkraskrá og athugaðar yfir allt rannsóknartímabilið. Einnig voru skoðaðar niðurstöður úr sjálfsmatskvörðum sem lagðir eru fyrir í greiningarviðtali en það eru eftirfarandi listar: Depression Anxi- ety Stress Scales (DASS), Obsessive-Compulsive Inventory–Rev- ised (OCI-R), The Clinical Impairment Assessment Questionnaire (CIA), The Body Shape Questionnaire (BSQ), Bulimia Test-Revised (Bulit-R) og Eating Attitudes Test (EAT-26) (17-19). Skalarnir mæla kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni (DASS), einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCI-R), auk átröskunareinkenna (EAT-26, Bu- lit-R), sálfélagslegra áhrifa átröskunar (CIA) og röskunar á líkams- ímynd (BSQ). Flestum sem koma í meðferð til átröskunarteymis er boðin samtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða listmeðferðarfræðingi. Samhliða er boðið upp á fjölskyldumeðferð, næringarráðgjöf, jóga, hópmeðferðir og lyfjameðferð. Meðferð fer fram í göngudeild eða á dagdeild og hefur sá fagaðili sem hefur sjúkling í einstaklingsmeð- ferð yfirumsjón með meðferðinni. Í völdum tilfellum er aðalmeð- ferðaraðili næringarfræðingur eða geðlæknir, en náin samvinna fagfólks er um hvert mál. Sálfræðingar teymisins nota aðallega hugræna atferlismeðferð, en listmeðferðarfræðingur notast við kenningar sállækninga (psychodynamic psychotherapy) og sjónræna tjáningu og listsköpun. Sjúklingum býðst jafnframt að nýta sér eftir þörfum aðra sérfræðinga teymisins: geðlækni, næringar- fræðing, fjölskylduráðgjafa og hóptíma hjá ráðgjöfum teymisins. Meðferðaraðilar eru valdir í samráði við sjúklinga og ræðst valið af þáttum eins og fyrri reynslu af meðferð, tegund átröskunar og öðrum samhliða sjúkdómum. Brottfall úr meðferð var skilgreint sem ótímabær stöðvun með- ferðar án formlegrar útskriftar meðferðaraðila sem mat bata og át- röskunarhegðun. Skráð var hvort brottfall væri tilkomið að frum- kvæði sjúklings eða meðferðaraðila. Niðurstöður voru tvíreiknaðar, fyrst yfir allt tímabil rannsókn- ar og síðan þar sem ótímabær stöðvun meðferðar taldist einungis til brottfalls ef það varð fyrir 52. viku í meðferð. Eftir árs meðferð er það mat höfunda að langtímameðferð hafi verið veitt. Unnið var úr niðurstöðum í tölvuforritunum SPSS 17.0 og Microsoft Excel. R a n n s Ó k n Mynd 1. Upplýsingar um tilvísanir (N=260) sem sendar voru á átröskunarteymi geðdeildar Landspítala á rannsóknartímabilinu. Vildi ekki meðferð: 26 Náðist ekki í: 16 komin/n í aðra meðferð: 6 of ung (tilheyrði BUGL): 4 Í virkri neyslu: 4 Ráðgjöf (konsúlt): 2 Beiðni send til baka (ófullnægjandi upplýsingar): 2 kom ekki í bókað greiningarviðtal: 14 Ekki um átröskun að ræða: 4 Tilvísanir n=260 kom í viðtal: 186 Endanlegt úrtak n=182

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.