Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 39

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 39
LÆKNAblaðið 2015/101 271 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R þeim viðeigandi eftirmeðferð og fylgja þeim eftir, meðal annars með tíðu eftirliti, ef ný æxli kynnu að myndast í sama brjósti (ef þær gengust undir fleygskurð en ekki brjóstnám) eða hinu. Nú segir Kristján Skúli rannsóknir sýna að horfur slíkra kvenna ákvarðist meira af líffræðilegum þáttum en stærð og aldri meinanna þegar þau finnast. Þannig hafi títt eftirlit minna gildi en talið var en langtímaeftirfylgni (10 til 20 ára) sýni að bæta megi horfur þeirra með BÍFÁS-aðgerð á hinu brjóstinu. „Þetta er tiltölulega ný vitneskja og einn flókinn angi í þessari sögu.“ Þó nefnir Kristján Skúli að í Svíþjóð hafi verið sýnt fram á að algengt sé að konur byrji á að fara í ákveðið eftirlit, svo sem tíðar myndrannsóknir, þegar þær fái vitneskju um að þær beri BRCA-gen. En biðtíminn eftir niðurstöðum úr slíku eftir- liti sé oft erfiður og áhyggjurnar ýfist upp hverju sinni þannig að þær fari að líta á sig sem tímasprengjur. Kannanir sýni að 5 árum eftir að svona eftirlit hefst séu flestar sænskar konur farnar að huga að brjóst- námsaðgerð. Hér á landi telur Kristján Skúli konur þekkja sínar fjölskyldur yfirleitt vel. Þær sem hafi upplifað mæður, ömmur, systur og frænkur fara í gegnum meðferðir vegna brjóstakrabbameins, sem geti reynst mörg- um mjög erfiðar, leiti gjarnan uppi niður- stöður um sín gen. „Nútímakonur eru ákaflega vel upplýstar,“ segir hann. „Þó er talið að 1200 konur séu úti í samfélaginu með þessar stökkbreytingar, en fram til nóvember á síðasta ári höfðu tæplega 300 greinst með þær gegnum erfðarannsókna- deild Landspítala. Niðurstöður rannsókna hjá DeCode, þó þær hafi ekki enn verið birtar, mér vitanlega, í ritrýndri grein, virðast benda til þess að íslenskar konur sem bera BRCA2-genastökkbreytinguna, lifi að meðaltali 12 árum skemur en þær sem ekki bera hana og líkurnar á að deyja fyrir 70 ára þrefaldist. Til samanburðar má nefna áhrif reykinga á meðalævi en rann- sóknir sýna að þær stytti hana að meðal- tali um 10 ár. Það eru því stór tækifæri í því ef hægt er að fyrirbyggja að konur fái brjóstakrabbamein. Mér finnst það gríðarlega mikið vopn sem maður hefur í höndunum sem skurðlæknir en á sama tíma ofboðslega vandmeðfarið.“ Samvinna við erlenda sérfræðinga Þar sem Kristján Skúli hefur þegar gert fjölda áhættuminnkandi brjóst- námsaðgerða og byggt upp brjóst í sömu aðgerðum er nærtækt að spyrja hvernig hafi gengið. Hvernig konunum líði sem hafi látið taka af sér heilbrigð brjóst og séu nú með aðskotaefni í þeirra stað. „Það eru stórar spurningar að glíma við í sambandi við brjóstnám sem forvörn. Það hefur auðvitað þau starfrænu áhrif að kon- urnar geta aldrei gefið brjóst á eftir, sem er sárt, þannig að við hvetjum þær sem greinast ungar með BRCA-gen til að klára sínar barneignir og brjóstagjöf áður en þær fara út í þessa aðgerð. Aðrir hlutir eru órannsakaðir að mörgu leyti. Ekkert skyn er í brjóstunum á eftir og áhrifin á samlífið eru órannsökuð að miklu leyti.“ Kristján Skúli segir vel fylgst með konum eftir aðgerðirnar og telur oftast þungu fargi af þeim létt. „Kvíði og hræðsla minnka þannig að andlega líðanin verður mun betri en áður. En það geta aðrir þættir hrjáð þær. Sumar eru með óþægindi eða verki á eftir sem erfitt er að eiga við og í allt að 10% tilfella getur þurft að fjarlægja ígræðin vegna sýkinga eða annarra vanda- mála tengdum þeim.“ „Það eru stór tækifæri í því ef hægt er að fyrirbyggja að konur fái brjóstakrabbamein. Mér finnst það gríðarlega mikið vopn sem maður hefur í höndunum sem skurð- læknir en á sama tíma ofboðslega vandmeðfarið,“ segir Kristján Skúli. Mynd/Gun

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.