Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 42

Læknablaðið - 01.05.2015, Side 42
Feitir á hvíta tjaldinu 274 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Tímabil þöglu myndanna á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar var gullöld feitra leikara. En offita var ekki síður ógn við heilsu fólks þá en nú og margir af vinsælustu leikurum tímabilsins lét- ust langt um aldur fram úr sjúkdómum tengdum offitu. Stephan Rössner pró- fessor emeritus við Karolinska institutet velti þessu fyrir sér í fróðlegri grein sem birtist í sænska læknablaðinu í febrúar síðastliðnum. Hér birtist hún nokkuð stytt og endursögð. Líkamar kvikmyndastjarnanna í dag verða sífellt ólíkari því sem gerist meðal almennings. Í Bandaríkjunum eru um 75% þjóðarinnar of þungir en aðeins 2% leikara kljást við sama vanda. Leikarar eru mikil- vægar fyrirmyndir. Þeir úða í sig ruslfæði á hvíta tjaldinu en þyngjast ekki. Hinn almenni borgari sem gúffar í sig drasli yfir sjónvarpinu eða í kvikmyndahúsinu áttar sig ekki á því að leikararnir klára aldrei skammtinn. Ofþyngd sést ekki nema hjá einstaka leikara í kvikmyndum nútímans en lystar- stol, sérstaklega hjá ungum konum, er miklu algengara fyrirbæri. Danski rithöf- undurinn og stjarnan Karen Blixen orðaði þetta svona: Kona getur aldrei verið nógu horuð. Við upphaf kvikmyndaaldarinnar voru feitir leikarar í miklu uppáhaldi áhorfenda. Viðkvæðið var að feitir menn væru fyndnir, sérstaklega ef þeir væru að borða spaghetti! Þrátt fyrir þetta höfðu tryggingafélögin gert sér grein fyrir áhættuþáttum offitu strax á þriðja áratugnum og settu fyrirvara í líftrygg- ingarsamninga. Leikarinn Roscoe – Fatty – Arbuckle byggði allan sinn feril á gríðar- legri ofþyngd, en hann var 175 kg og hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði glansað í gegnum allar heilsufarskoðanir sem tryggingafélagið fór fram á. Hann náði 46 ára aldri. Undir lok ferils síns létt- ist Arbuckle um ein 36 kg vegna breytts mataræðis í kjölfar alvarlegrar sýkingar en þá var útbúinn sérstakur búningur fyrir hann svo ekki sæist að hann hefði grennst. Oliver Hardy sem varð þekktur sem feiti karlinn í tvíeykinu Gög og Gokke eða Steini og Olli var í rauninni tilbúningur framleiðandans King-Bee. Hann bauð Hardy 2 dollara fyrir hvert pund sem hann gat bætt á sig og 250 dollara bónus ef Hardy þyngdist um 50 pund. Þetta tókst og Hardy varð heimsþekktur fyrir vikið. Í byrjun 20. aldar var þyngdarstuðull- inn BMI nánast óþekkt hugtak þó belgíski stjarnfræðingurinn Quetelet hefði skil- greint hann 75 árum fyrr. Í Bandaríkj- unum var þó víða hægt að stíga á vigt í almenningsrýmum og lesa úr töflu hver væri kjörþyngd miðað við hæð. Sérstakir áhættuþættir vegna kviðfitu voru þó óþekktir á þeim tíma. Hollywood framleiddi í stórum stíl gamanmyndir sem gengu undir heitinu Ton of Fun series. Þar mátti sjá þrjá ofur feita karlmenn, alla þyngri en 174 kg, kút- veltast hver um annan, brjóta húsgögn, troða sig út af mat og kasta honum í allar áttir. Offitan var skilyrði þess að þeir héldu vinnunni og flestir þeirra sáu sjálfir um áhættuatriðin. En tíðarandinn breytt- ist og svo fór að enginn vildi sjá þessar myndir. Á netinu er hægt að finna lista yfir of feita leikara frá þessum tíma og flestir voru þeir Bandaríkjamenn. Fæstir þeirra náðu því að verða 50 ára gamlir. Gegn áhættuþáttum offitunnar, háum blóð- þrýstingi, sykursýki og hárri blóðfitu var ekkert annað í boði þá frekar en nú, en að léttast og temja sér heilbrigðari lífsstíl. Þrír grannir og liðugir leikarar komu fram á þriðja áratugnum og urðu í öllum skilningi langlífari en feitu félagar þeirra á hvíta tjaldinu. Þetta voru Charlie Chaplin, Buster Keaton og Harold Lloyd. Hollywood framleiddi í stórum stíl gamanmyndir sem gengu undir heitinu Ton of Fun series. Þar mátti sjá þrjá ofur feita karlmenn, alla þyngri en 174 kg, kútveltast hver um annan, brjóta húsgögn, troða sig út af mat og kasta honum í allar áttir. Offitan var skilyrði þess að þeir héldu vinnunni og flestir þeirra sáu sjálfir um áhættuatriðin. En tíðarandinn breyttist og svo fór að enginn vildi sjá þessar myndir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.