Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 46
278 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Föstudaginn 17. apríl var haldinn Formannafundur hjá Læknafélagi Ís- lands að fornum sið. Forsvarsmenn undirdeilda félagsins koma þá saman og skeggræða stöðu hverrar einingar og farið er yfir ársreikning síðasta árs og spáð í yfirstandandi fjárhagsár. Þarna var gerð grein fyrir Læknablaðinu, Fjöl- skyldu- og styrktarsjóði, Orlofssjóði, Fræðslustofnun, erlendu samstarfi og landsbyggðarfélögum. Eftir þessa greinargerð var haldið málþing um lækna og fjölmiðla. Fyrsti maður á dagskrá var Hjalti Már Björnsson bráða- læknir. Hann tók ágæt dæmi úr dagblöð- um frá því um 1950 þar sem sagðar eru fréttir af slysförum og allir nafngreindir sem koma við sögu. Sumpart er þessi staða komin upp aftur í nútímanum, að- gangur fjölmiðla að trúnaðarupplýsingum um sjúklinga er að aukast. Á bráðadeild er bannað að taka upp samtal og taka myndir – en þrátt fyrir það er þetta gert. Bæði sjúklingar og starfsfólk geta tekið upp hvaðeina sem ber við á deildinni og það síðan ratað í fjölmiðla þótt það hafi ef til vill ekki verið meiningin. Skráningar- mál um sjúklinga eru í skötulíki á Íslandi, og nýr raunveruleiki er sá að sjúklingur hefur aðgang að sjúkraskrá sinni og getur deilt henni til dæmis með fjölmiðlum, og innihaldið er þá komið á forsíðu áður en við er litið. Eina ráðið til að verjast þessu er að tryggja að greinargerð í sjúkraskrá sé vönduð af hálfu læknis, þá eru mun minni líkur á að kæruefnin verði mörg. Öll vinna þarf að vera skotheld og standast skoðun á youtube eftir korter. Það þarf að ítreka fyrir starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum að allt sem gerist í vinnunni á spítalanum er trúnaðarmál. Hjalti bendir á FOAMED – free open access medication info – sem er nútíminn. Þarna inni á netinu eru opin og óþvinguð samtöl milli lækna um fagleg álitamál sem hafa leitt fram góðar lausnir. Þetta er mun betra en tímarit, bækur eða ráðstefnur sem allt tekur lengri skref og meiri tíma. Netið er heitasti staðurinn, og podcast, vefsíður, blogg og til dæmis íslensk facebook-síða lækna hefur stórbætt upplýsingaflæði milli þeirra. Hjalti telur að ritrýni einsog hún hefur tíðkast sé að verða úrelt, núorðið sé skyn- samlegra að birta grein, jafnvel með 100 athugasemdum lesenda ef með þarf. Opið ritrýnakerfi er líka að ryðja sér til rúms. Hann nefnir sem dæmi DSI – um svæf- ingu bráðveikra, en þeir verkferlar eru að breytast vegna samtala lækna á netinu um þetta efni og vissulega er þetta merkileg þróun. Persónulegur árangur, laun og hagsmunir koma þá hvergi við sögu þessa kerfis. Anna Sigrún Baldursdóttir er að- stoðarmaður forstjóra Landspítala. Hún útmálaði af festu hvernig sett hefur verið í reglur skipun í samskiptateymi og við- bragðsteymi þegar eitthvað kemur uppá á spítalanum og tala þarf við fjölmiðla – í því seinna er forstjóri og það skipar lið í samskiptateymið sem talar við fjölmiðla. Spítalinn er búinn að eyða tíma og orku í þessar pælingar, þar eru aldrei haldnir blaðamannafundir en þeim mun oftar sendar út fréttatilkynningar þar sem spítalinn leggur línurnar, bæði í innihaldi og orðalagi. Þetta er góð leið í flóknum Um lækna og fjölmiðla – málþing LÍ á Formannafundi ■ ■ ■ Védís skarphéðinsdóttir Hjalti Már Björnsson og Anna Sigrún Baldursdóttir á málþinginu um lækna og fjölmiðla. Anna Gunnarsdóttir barnaskurðlæknir, formaður Læknaráðs Landspítala, Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir, formaður samninganefndar LR, Hörður Alfreðsson skurðlæknir, fulltrúi öldunga, og Engilbert Sigurðsson geðlæknir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Læknablaðsins, hlýða á Þorbjörn Jónsson formann LÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.