Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 19

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2014/100 587 Inngangur Algengt er að ungmenni undir 18 ára aldri stundi laun­ aða vinnu samhliða skóla og vinna íslenskra ungmenna er áberandi mikil, sérstaklega yfir sumartímann.1,2 Vinna ungmenna er sveigjanleg í þeirri merkingu að vinnutíminn er gjarnan óreglulegur og þau skipta oft um vinnu.1,2 Rannsóknir á vinnuslysum ungmenna eru fáar1 en þó er ljóst að nokkur hluti ungmenna verður fyrir vinnuslysum, að sum þeirra eru alvarleg og að skurðir og brunasár eru algengir áverkar.2­6 Ungmenni eru í meiri hættu á að lenda í vinnuslysum en þeir sem eldri eru,7­9 eldri ungmennum er hins vegar hættara við vinnuslysum en þeim yngri og strákum er hætt­ ara við vinnuslysum en stelpum.7,10 Engu að síður sýna rannsóknir að bæði aldur og kyn eru víkjandi þættir í vinnuslysum ungmenna og að það eru fyrst og fremst þættir tengdir vinnustaðnum sem segja fyrir um áhætt­ una.10 Svo dæmi sé tekið sýndi bandarísk rannsókn að upplifun starfsfólks af því að rekið væri á eftir því í vinnu spáði fyrir um aukna slysahættu meðal ung­ menna.11 Dönsk rannsókn leiddi í ljós að burður þungra hluta, of mikið andlegt álag og skortur á stuðningi frá stjórnanda voru þættir sem tvöfölduðu líkur á að ung­ lingar slösuðust í vinnunni.8 Þá sýndi rannsókn meðal norrænna ungmenna sem framkvæmd var í lok síðustu aldar að íslensk ungmenni með reynslu af vinnu lentu hlutfallslega ekki í fleiri vinnuslysum en norrænir jafn­ 1Félags- og mannvísinda- deild Háskóla Íslands. inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða vinnuslys 13-17 ára ungmenna á Íslandi, orsakir þeirra og alvarleika. Í fyrsta lagi var athugað hversu stór hluti ungmenna hefur slasast í vinnu, hve lengi þau hafa verið fjarverandi frá vinnu vegna slyssins og hvernig vinnuslysin og alvarleiki þeirra skiptist eftir aldri og kyni. Í öðru lagi voru tegundir áverka og helstu slysavaldar skoðaðir. Í þriðja lagi voru alvarlegustu áverkarnir skoðaðir og hvað olli þeim. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var lagður fyrir 2000 manna slembi- úrtak 13-17 ára ungmenna í Þjóðskrá árið 2008. Svarhlutfallið var 48,4%. Spurt var í lokaðri spurningu hvort ungmennin hefðu orðið fyrir vinnuslysi og um alvarleika slyssins en í opinni spurningu um áverka og slysavalda. Kí-kvaðrat próf var notað til að reikna tölfræðilega marktækni og miðað við 95% vikmörk. niðurstöður: Fimmtungur ungmennanna hafði orðið fyrir vinnuslysi, fjórð- ungur slasaðra var frá vinnu vegna slyssins, þar af 5,9% lengur en eina viku. Hlutfall slasaðra hækkar með hækkandi aldri og er hlutfallið komið í 30,7% við 17 ára aldur. Algengustu áverkar voru skurðir og tognun, en bakáverkar og beinbrot höfðu í för með sér lengsta fjarveru frá vinnu. Beitt áhald var algengasti slysavaldurinn en að bera eða taka hlut upp og fall hlutar voru þeir slysavaldar sem ollu lengstri fjarveru. Ályktun: Fjöldi ungmenna sem slasast við vinnu og alvarleiki sumra slysanna vekur ugg. Auk öryggisþjálfunar og fræðslu í vinnuvernd, þurfa framtíðarrann- sóknir að skoða hvort staða ungmenna á vinnumarkaði ógni í reynd öryggi þeirra og ef svo er, hvernig hægt sé að bæta þar úr. ÁGRIp Fyrirspurnir: Margrét Einarsdóttir, margrei@hi.is Greinin barst 2. maí 2014, samþykkt til birtingar 15. september 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Vinnuslys ungmenna: Orsakir og alvarleiki Margrét Einarsdóttir1 félagsfræðingur, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir1 félagsfræðingur, Jónína Einarsdóttir1 mannfræðingur aldrar þeirra. Hins vegar ollu vinnuslys íslensku ung­ mennanna fremur vinnutapi en gerðist annars staðar á Norðurlöndunum.2 Lög sem kveða á um lágmarksaldur við vinnu og um vinnuvernd ungmenna sem hafa náð tilskildum lágmarksaldri voru sett í flestum Evrópulöndum fyrir lok 19. aldar. Þá hafa verið ákvæði um lágmarksaldur við vinnu og verndun ungmenna í sáttmálum Alþjóða­ vinnumálastofnunarinnar (ILO) frá árinu 1919.12 Það var hins vegar ekki fyrr en íslensk lög voru aðlöguð evr­ ópskri reglugerð í lok 9. áratugar síðustu aldar að íslensk löggjöf um vinnu aldurshópsins varð sambærileg því sem gerðist í nágrannalöndunum.13 Rannsóknir sýna engu að síður að vinna ungmenna á sér oft stað utan við lög og reglur.2,14,15 Bandarískar rannsóknir benda einnig til að öryggisþjálfun ungmenna á vinnustað sé ábótavant.15, 16 Þá sýna rannsóknir að ungir starfsmenn telja oft að staða sín á vinnustaðnum leyfi ekki að þau láti í ljós áhyggjur af, eða vitneskju um, að öryggi þeirra sé ábótavant.17­20 Hérlendis er upplýsingar um vinnuslys að finna í tveimur opinberum skrám, í slysaskrá Vinnueftirlitsins og í Slysaskrá Íslands sem Embætti landlæknis hefur umsjón með.21,22 Samkvæmt 79. gr. íslenskra vinnu­ verndarlaga ber að tilkynna Vinnueftirlitinu ef starfs­ maður verður óvinnufær í einn eða fleiri daga vegna R a n n S Ó k n Spiriva® Respimat® (tíótrópíum) og Spiriva Respimat (tíótrópíum) Striverdi Respimat (olodaterol) Nýtt! Nú fæ st LA BA í Res pima t Striverdi Respimat (olodaterol) er langverkandi β2-örvi (LABA) í Respimat Einu sinni á dag – sem Spiriva Respimat (tíótrópíum) Respimat innöndunartæki – sem Spiriva Respimat (tíótrópíum) Skammtur 5 μg (tvær úðanir, hvor um sig 2,5 μg) – sem Spiriva Respimat (tíótrópíum) Striverdi® Respimat (olodaterol) TILVALIÐ SAMAN IS S tr -1 4- 01 -0 4 fe b. 2 01 4 Ábending: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Ábending: Striverdi Respimat er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). ®
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.