Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 25

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 25
LÆKNAblaðið 2014/100 593 Inngangur Próteinútfellingar í lungnablöðrum (pulmonary alveolar proteinosis, PAP) eru oftast af óþekktum orsökum en meingerð sjúkdómsins er rakin til skertrar átfrumu­ virkni í lungnablöðrum sem veldur því að lípóprótein sem líkjast lungnablöðruseyti safnast fyrir í lungna­ blöðrum og smærri loftvegum.1 Fyrsta tilfellinu var lýst af Rosen og félögum árið 1958.1,2 Algengustu ein­ kenni útfellinganna eru frá lungum, aðallega mæði og hósti. Á lungnamynd og tölvusneiðmyndum sjást dreifðar þéttingar í báðum lungum en greiningin er staðfest með sýnatöku við berkjuspeglun, annaðhvort með vefjasýni eða berkjuskoli og í einstaka tilfellum með opinni sýnatöku. Hér er lýst tilfelli þar sem lungnaskolun í svæfingu reyndist mjög árangursrík. Um er að ræða fyrsta tilfellið sem lýst hefur verið hér á landi. Tilfelli Rúmlega þrítugur stórreykingamaður leitaði á bráða­ móttöku Landspítala eftir að hafa verið með vaxandi mæði, hósta, uppgang, hitavellu og megrun í fjóra mánuði. Við skoðun var hann hitalaus, andstuttur í hvíld og með brak yfir báðum lungum við hlustun. Súrefnismettun var 94% í hvíld á andrúmslofti og öndunartíðni 20/mín. Frekari rannsóknir sýndu að hvít blóðkorn voru 5,7x109 (eðlilegt gildi 4,0­10,5x109) og CRP 14 mg/ml (eðlilegt gildi <6 mg/ml). Röntgen­ mynd af lungum sýndi dreifðar netlaga (reticular) og hnökróttar (nodular) íferðir og voru þær meira áber­ andi í vinstra lunga (mynd 1a). Á tölvusneiðmyndum sáust hélubreytingar (ground glass) á víð og dreif í báð­ um lungum, mest í neðra blaði vinstra lunga (mynd 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lungnadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4meinafræðideild Landspítala, 5læknadeild HÍ. Próteinútfellingar í lungnablöðrum er sjaldgæfur lungnasjúkdómur af óþekktum orsökum þar sem lípóprótein sem líkist lungnablöðruseyti safn- ast fyrir í lungum. Hér er greint frá ungum karlmanni sem greindist með sjúkdóminn eftir nokkurra mánaða sögu um versnandi mæði, hitavellu, þyngdartap og truflun á súrefnisupptöku. Lungnamynd sýndi dreifðar þéttingar í báðum lungum. Greiningin fékkst staðfest með vefja sýnatöku við berkjuspeglun. Vegna versnandi einkenna var ákveðið að skola bæði lungu með saltvatni í svæfingu. Tæpum tveimur árum síðar er sjúklingur nánast einkennalaus og öndunarmælingar sýna góða lungnastarfsemi. ÁGRIp Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Greinin barst 13. maí 2014, samþykkt til birtingar 8. september 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Próteinútfellingar í lungnablöðrum meðhöndlaðar með lungnaskoli Ragnheiður M. Jóhannesdóttir1 læknir, Steinn Jónsson2,5, læknir, Felix Valsson3,5 læknir, Hrönn Harðardóttir2,5 læknir, Ólöf R. Ámundadóttir2,5 sjúkraþjálfari, Eyþór Björnsson2,5 læknir, Sigfús Nikulásson4 læknir, Tómas Guðbjartsson1,5 læknir 1b). Mantoux­próf var neikvætt en einnig bakteríu­ og svepparæktanir frá hráka. Gerð var berkjuspeglun sem sýndi hvítleitt slím í loftvegum. Í spegluninni var einnig gert berkjuskol (bronchoalveolar lavage) og fékkst út ljósleitur gruggugur vökvi. Þá voru tekin vefjasýni í gegnum berkjuvegg með aðstoð skyggningar. Ræktanir á berkjuskoli voru neikvæðar og engar illkynja frumur sáust við frumuskoðun. Hins vegar sýndi vefjasýni úr spegluninni dæmigert útlit fyrir próteinútfellingar í lungnablöðrum (mynd 2). Mæðin versnaði og fjórum mánuðum síðar átti sjúk­ lingur í erfiðleikum með minnstu hreyfingar. Auk þess kvartaði hann um brjóstverki, hitavellu og gulleitt slím frá öndunarvegum. Hann var því lagður inn á lungna­ deild Landspítala. Næstu daga versnuðu loftskipti og mældist súrefnismettun 88­90% með 15 l af súrefni á maska og öndunartíðni var 30­40/mín. Ákveðið var að gera lungnaskolun í svæfingu og var hann fluttur á S J Ú k R a T i l F E l l i Mynd 1. a) Röntgenmynd af lungum við greiningu sem sýnir út- breiddar þéttingar í báðum lungum. b) Tölvusneiðmynd af lungum við greiningu. Almennar hélubreytingar sjást í báðum lungum en eru mest áberandi í neðra vinstra lungnablaði. Storkum ekki örlögunum Erlibelle – Getnaðarvörn til inntöku Hver tafla inniheldur 0,15 mg af levónorgestreli og 0,03 mg af etinýlestradíóli. Z Z H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 4 1 0 1 2 2

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.