Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 30

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 30
598 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Það er komið á fjórða áratug síðan ég kom fyrst í þennan sal sem ungur læknanemi. Á þeim tíma voru ekki miklar vísindarann­ sóknir stundaðar við læknadeild og ég efast um að aðrar deildir Háskólans hafi gert mikið betur. Nýsköpun var sjaldan nefnd og orðið vísaði helst til ryðgaðra síðutogara sem hétu nýsköpunar­ togarar og voru keyptir til landsins af nýsköpunarstjórninni strax eftir stríð. Ég minnist þess á námsárunum að hafa leitað með logandi ljósi að einhverjum tækifærum til að komast í vísindarannsóknir á ein­ hverju sviði, mér var alveg sama hverju. Tækifærin voru ekki til staðar. Það var ekkert í gangi. Bandaríkjadvöl Að loknu læknanámi fór ég til Bandaríkjanna, í Duke­háskólann í Norður­Karólínu, í doktorsnám í lífeðlisfræði. Þetta var algjör um­ breyting. Þetta var vísindastofnun, þarna voru vísindarannsóknir í hávegum hafðar og stundaðar af miklum krafti. Breytingin fólst ekki bara í vísindastarfinu sem slíku. Það sem sló mig einna mest var munurinn á sjálfstrausti manna. Ef einhver kom með góða hugmynd við Háskóla Íslands á þessum tíma sögðu menn: Þetta er prýðishugmynd, það hlýtur einhverjum að hafa dottið þetta í hug í útlöndum áður. Í Bandaríkjunum var þessu öfugt farið, þar voru vísindamennirnir sannfærðir um eigin yfirburði og að okkar hugmyndir væru alltaf betri og frumlegri, hvort sem það var nú raunin eða ekki. Vísindastarfið á augndeild Duke­háskólasjúkrahússins var gríðarlega öflugt og við vorum í fremstu röð í heiminum á okkar sviði. Yfirlæknirinn Róbert Machemer (mynd 1) hafði þróað nýtt svið skurðlækninga, svonefndar glerhlaupsaðgerðir,1 sem voru hrein bylting í meðferð augnsjúkdóma og eru notaðar um allan heim, þar á meðal hér í Reykjavík. Þannig var geysilega mikil ný­ sköpun sem fólst í rannsóknarstarfinu, ný tæki við augnaðgerðir voru þróuð og prófuð, og alls konar ný þekking varð til.2 Þessi tækniþróun var þó ekki notuð til viðskiptalegrar nýsköp­ unar. Menn voru ekki að stofna fyrirtæki, taka einkaleyfi eða á annan hátt að tryggja sér viðskiptalega hagsmuni á grundvelli vísindarannsóknanna. Róbert Machemer, sem sennilega var mesti frumkvöðull heims á sviði augnlækninga á þessum árum, sá enga ástæðu til að stuðla að viðskiptaþróun. Ég minnist einu sinni í samtali að hann talaði heldur niðrandi um kollega okkar sem var að baslast við að taka einkaleyfi og reyna að græða á uppfinn­ ingum sínum. Um tíma starfaði ég á National Eye Institute, sem er hluti at NIH, Heilbrigðisrannsóknastofnun Bandaríkjanna.3 Þar var bein­ línis bannað að taka einkaleyfi og fjárnýta uppgötvanir. Ég held að þetta hafi verið nokkuð dæmigert fyrir andrúmsloftið á sviði læknisfræði í Bandaríkjunum á þessum tíma. Það þótti göfugt að stunda hreinar og tærar vísindarannsóknir og menn litu á iðnað­ inn sem óhreinu börnin hennar Evu. Á þessu voru þó vissulega undantekningar sem með tímanum urðu meira og meira áberandi. Römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til Ég starfaði í Bandaríkjunum allan 9. áratuginn og kom aftur til starfa við Háskóla Íslands í kringum 1990. Háskólinn, að minnsta kosti læknadeild, hafði breyst verulega á þessum 10 árum. Alvöru vísindarannsóknir voru komnar í gang á sumum sviðum og vind­ urinn blés með vísindum. Fyrstu nýsköpunarfyrirtækin voru að líta dagsins ljós, eins og Marel, Hafmynd, Flaga og fleiri fyrirtæki sem uxu beint eða óbeint úr jarðvegi Háskólans. Gamall kennari minn og kollegi í læknadeild, Magnús Jó­ hannsson prófessor, benti mér á að Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði væri að vinna með athyglisverðar lyfjaferjur sem gætu hentað fyrir augnlyf. Ég hringdi í Þorstein og bauð honum að halda fyrirlestur á augndeildinni og þannig hófst samstarf okkar Þorsteins við vísindarannsóknir og nýsköpun á sviði augnlyfja, sem hefur nú staðið á þriðja áratug. Cyclodextrín­sameindin sem Þorsteinn vann með hentaði ein­ staklega vel sem lyfjaferja fyrir augað og samstarf okkar varð mjög árangursríkt þar sem hann sá um grunnrannsóknir og ég um klín­ ískar rannsóknir á ýmsum augnlyfjum (mynd 2).4 Vísindi og nýsköpun í augsýn Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum einarste@landspitali.is LÆKNAbLAðIð hefur komið út síðan 1915 og í þessum 100. árgangi blaðsins eru greinar sem ritstjórnin hefur kallað eftir af því tilefni. Höfundar greinanna skrifa um ýmis málefni sem snerta lækna, félagsleg, söguleg og fræðileg. Háskóli Íslands stóð fyrir fyrirlestraröð í hátíðasalnum um vísindi og nýsköpun á árinu 2013 og það kom í hlut undirritaðs að segja frá nýsköpun á sviði augnlækninga. Það varð síðan að ráði að birta fyrirlesturinn í Læknablaðinu og fylgir hann hér á eftir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.