Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 37

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 37
LÆKNAblaðið 2014/100 605 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S ingu spítalans í afmælisriti á 10 ára afmæli spítalans3 og er það að­ alheimild flestra sem ritað hafa um þennan kafla í sögu spítalans. Grunnur hússins var grafinn árið 1952 en aðalframkvæmdir hófust 1954. Eftir að þær hófust munu hafa borist fregnir af fyrir­ hugaðri mikilli stækkun Landspítalans og mun það hafa komið nokkuð á óvart miðað við það sem að framan greinir. Það hlýtur að hafa verið fjárveitingavaldinu nokkuð umhugsunarefni og sýndi líka stórhug og bjartsýni að leggja fjármagn til byggingar tveggja stórra sjúkrahúsa á sama tíma. Um þessar mundir var einnig unn­ ið að stækkun Landakotsspítala. Ríkið fjármagnaði alfarið bygg­ ingar á vegum þess en 60% af byggingarkostnaði sveitarfélaga og síðar 85%. Ákveðið var að spítalabyggingin í Fossvogi yrði T­laga þar sem tvær álmur voru einkum ætlaðar sem legudeildir fyrir sjúklinga og ein álma þar sem gert var ráð fyrir röntgendeild, rannsóknadeild, skurðstofum, slysa­ og bráðamóttöku og ýmissi annarri starfsemi. Spítalinn var byggður í áföngum og var aðeins önnur legudeildarálman byggð fyrst en hin nokkrum árum síðar. Árið 1978 var byggð álma á þremur hæðum sem hýsti slysa­ og bráðamóttöku. Þar var einnig rekin heilsugæslustöð frá 1981 í nokkur ár. Það var ljóst strax í upphafi að langan tíma tæki að byggja spítalann. Var þá gripið til þess ráðs að fullgera byggingu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg og voru tvær efstu hæðirnar teknar í notkun fyrir sjúkradeildir. Í fyrstu voru þar sjúklingar sem veikst höfðu af mænuveiki en árið 1956 var starfseminni breytt í lyflækninga­ og farsóttadeild og hét í fyrstu Bæjarspítalinn en eftir 1962 Borgarspítalinn. Það tók langan tíma að byggja húsið af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að á fyrstu byggingarárunum voru allar slíkar framkvæmdir háðar fjárfestingaleyfum. Fimmtán ár liðu frá því að byggingaframkvæmdir hófust þar til eiginleg starfsemi hófst. Farið af stað Fyrsti sjúklingurinn var innritaður á spítalann 28. desember 1967 og er það talinn stofndagur hans. Þá voru landsmenn um 200.000. Fyrsta heila starfsárið var 1968 og mótaðist og þróaðist starfsemin nánar á næstu tveimur árum. Þegar starfsemi hófst á spítalanum fluttust þangað ýmsar heilbrigðisstofnanir sem reknar voru á vegum borgarinnar: Slysavarðstofan sem verið hafði í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar, lyflækningadeild sem var á efri hæð­ um í sama húsnæði, starfsemin á sjúkrahúsi Hvítabandsins við Skólavörðustíg, en þar voru einkum stundaðar skurðlækningar, og geðdeild sem verið hafði í Farsóttahúsinu við Þingholtsstræti. Eins og nærri má geta hefur þurft geysimikinn undirbúning áður en móttaka sjúklinga gat hafist. Ráða þurfti starfsmenn sem voru fjölmargir, panta búnað í fjórar skurðstofur, skurðarborð, lampa, svæfingavélar og fleira sem til þurfti, allan tækjabúnað á röntgendeild, rannsóknastofur, eldhús, sótthreinsunardeild og búnað á sjúkradeildir, rúm, lín, leirtau og margt fleira. Ýmsir forystumenn og konur unnu að undirbúningi og voru stjórnendur þegar spítalinn tók til starfa. Framkvæmdastjóri var ráðinn Haukur Benediktsson (1924­ 2009) en hann hafði verið framkvæmdastjóri Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur og Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg og var því vel kunnugur sjúkrahúsmálum borgarinnar. Hann átti mikinn þátt í öllum undirbúningi að opnun spítalans og á hans herðum hvíldi rekstur, fjármál, starfsmannamál og launamál. Forstöðukona (hjúkrunarforstjóri eftir 1974) var Sigurlín Gunn­ arsdóttir. Hún hafði unnið lengi að undirbúningi ýmiss konar og um flest varðandi búnað sjúkradeilda. Öll hjúkrun og aðhlynning Jón Sigurðsson borgarlæknir og fyrsti formaður Sjúkrahúsnefndar Reykjavíkur. Myndin sýnir þrengsli sem oft urðu á göngum lyflækninga- deildar vegna sjúklingafjölda. Mynd úr Ársskýrslu Borgar- spítalans 1987, ljósmyndari ókunnur.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.