Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 38

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 38
 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R var á hennar starfssviði, auk yfirstjórnar annarrar starfsemi, svo sem sótthreinsunar, saumastofu og ræstinga. Hún hefur ritað afar fróðlega bók sem heitir Sjúkrahús verður til4 þar sem hún fjallar um undirbúning að opnun spítalans, búnað sjúkradeilda, skipulag hjúkrunar og fleira. Hún greinir frá því að gert var ráð fyrir 5 umgöngum af rúmfötum fyrir hvert sjúkrarúm. Keyptir voru 3 km af sængurveradamaski og 4 km af lakalérefti. Auk þess efni í vinnufatnað starfsmanna, gluggatjöld og fleira. Saumastofa spítal­ ans tók til starfa nokkru fyrir opnun hans. Þar voru allar flíkur sniðnar og saumaðar, sængurfatnaður, gluggatjöld og annað sem nota þurfti á spítalanum. Eldhús spítalans var stórt og vel búið tækjum, og veitti ekki af, því matreiða þurfti fjölmargar máltíðir á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Undirbúning á þessu sviði hafði með höndum Elínborg Finnbogadóttir (1908­1992) síðar matráðskona spítalans. Stór matsalur fyrir starfsfólk var við hlið eldhússins. Umsjónarmaður spítalans var Jón Atli Jónsson (1924­1975) vél­ stjóri. Hann hafði á hendi umsjón með spítalabyggingunni, veitu­ málum innanhúss, vatni, rafmagni, hita, frárennsli og sorphirðu, öryggismálum, viðgerðum og viðhaldi. Röntgendeild spítalans hóf starfsemi árið 1966. Þar með var bætt úr brýnni þörf, því biðtími eftir röntgenrannsóknum hafði verið langur fram að því. Yfirlæknir var Ásmundur Brekkan sem starfað hafði við Landspítalann. Hann sá um val á tækjabúnaði og annaðist allan undirbúning að opnun deildarinnar. Þangað kom fyrsta tölvusneiðmyndatæki landsins árið 1981. Yfirlæknir á lyflækningadeild var Óskar Þórðarson (1906­1995) en hann hafði gegnt sama starfi á lyflækningadeild Heilsuvernd­ arstöðvarinnar frá upphafi. Rannsóknastofa Heilsuverndarstöðvar fluttist á sama tíma í nýja spítalann. Þessi deild fékk allmikið rými og þar hófst fjöl­ breytt starfsemi. Yfirlæknir var Eggert Ó. Jóhannsson (1925­1992). Slysavarðstofan fluttist nú í spítalann og varð sérstök deild, slysadeild. Þar varð strax mikið annríki vegna slysa og bráðra sjúkdóma. Yfirlæknir var Haukur Kristjánsson (1913­2001) sem verið hafði yfirlæknir Slysavarðstofunnar. Nokkurt nýmæli þótti þegar ákveðið var að hafa deild fyrir geðsjúka inni í aðalbyggingunni og munu hafa verið skiptar skoð­ anir á því máli. Yfirlæknir var Karl Strand (1911­1998) en hann hafði lengi starfað í Bretlandi. Skurðlækningadeild var undir forystu Friðriks Einarssonar (1909­2001) en hann var í hópi þeirra sem ráðnir voru alllöngu fyrir opnun spítalans til ráðgjafar og undirbúnings. Hann starfaði áður við Landspítalann sem annar af aðalskurðlæknum spítalans ásamt Snorra Hallgrímssyni prófessor. Þegar skurðlækningar hófust á spítalanum var stofnuð sjálfstæð svæfingadeild og annaðist starfsfólk hennar svæfingar, deyfingar og ýmiskonar umönnun sjúklinga fyrir og eftir skurðaðgerðir. Yfirlæknir var Þorbjörg Magnúsdóttir (1921­2006). Hún var annar af fyrstu sérfræðingum í svæfingalæknisfræði hér á landi árið 1952 og hafði verið svæfingalæknir við sjúkrahús Hvítabandsins og varð yfirlæknir gjörgæsludeildar spítalans sem tók til starfa árið 1970 og mun hafa verið fyrsta almenna gjörgæsludeildin hér á landi. Háls­, nef­ og eyrnadeild tók til starfa árið 1970. Nokkru síðar opnaði göngudeild á vegum deildarinnar. Yfirlæknir var Stefán Skaftason. Árið 1973 fékk spítalinn til afnota allstórt húsnæði í nágrenninu. Þar var stofnuð endurhæfingardeild (síðar endurhæfingar­ og taugadeild) sem daglega kallaðist Grensásdeild. Var nú bætt úr brýnni þörf vegna endurhæfingar eftir slys og sjúkdóma. Yfirlæknir var Ásgeir B. Ellertsson. Fæðingarheimilið við Þorfinnsgötu var lengi rekið sem sjálf­ stæð eining á vegum borgarinnar en frá 1989 sem ein af deildum spítalans. Þar var á tímabili rekin lítil skurðstofueining. Yfirlæknir var Guðjón Guðnason (1923­1998) og forstöðukona og yfirljósmóð­ ir Hulda Jensdóttir. Lækningabókasafni var komið á laggirnar við Borgarspítalann þegar í upphafi og átti Kristín H. Pétursdóttir bókasafnsfræðingur veg og vanda af uppbyggingu þess. Þar var fljótlega góður bóka­ og tímaritakostur og ýmis þjónusta var veitt, svo sem heimildaleit og ljósritun. Og árin liðu Næstu árin urðu miklar framfarir í greiningu og meðferð sjúk­ dóma og margar nýjungar komu til sögunnar. Sérhæfing jókst og starfsmönnum fjölgaði. Nýjar sjálfstæðar og sérhæfðar deildir voru stofnaðar. Starfsmenn skurðdeildar áður en fyrsta aðgerð fór fram 1968. Frá vinstri: Svala Jónsdóttir hjúkrunar- kona, Frosti Sigurjónsson læknir, dr. Friðrik Einarsson yfirlæknir, Valgerður Kristjánsdóttir yfir- hjúkrunarkona, Þórarinn Guðnason læknir, Jón Níelsson læknir, Þorbjörg Magnúsdóttir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslugeildar, Hulda Þorkels- dóttir hjúkrunarkona, Páll Helgason læknir, Jón Stefánsson læknir og Sigurður B. Þorsteinsson læknir. (Ljósm. ókunnur.) 606 LÆKNAblaðið 2014/100

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.