Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2014/100 607
Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Heilaskurðlæknarnir Bjarni Hannesson (19382013) og Krist
inn Guðmundsson hófu störf við spítalann árið 1970 og sérstök
heila og taugaskurðlækningadeild tók til starfa árið 1973 undir
forystu þeirra. Áður þurfti að flytja sjúklinga með heilaæxli og
önnur mein í heila og taugakerfinu til útlanda, einkum Kaup
mannahafnar. Bjarni Jónsson (19091999) yfirlæknir á Landakots
spítala hafði kynnt sér meðferð höfuðáverka á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn og annaðist slíka sjúklinga eftir atvikum fyrir
komu Bjarna og Kristins.
Hjartadeild var lengi hluti lyflækningadeildar en varð síðar
sjálfstæð eining. Þvagfæraskurðdeild var stofnuð, sömuleiðis
bæklunarskurðlækningadeild, öldrunarlækningadeild og smit
sjúkdómadeild. Læknar önnuðust speglanir á innri líffærum á
sérstakri speglunardeild. Þar fengust nákvæmar sjúkdómsgrein
ingar.
Rekstur spítala krefst að sjálfsögðu samstarfs margra aðila og
aðstaða verður að vera fullnægjandi. Í töflu þeirri sem hér fylgir er
greint frá þessum þáttum, aðstöðu og starfsemi. Þess ber að geta
að sumt sem þar er talið var ekki til staðar allan þann tíma sem hér
um ræðir. Eitthvað kann að vera vantalið.
Á sjúkradeildum var athvarf sjúklinga og hjúkrun þeirra og
umönnun var umfangsmikil og mikilvæg. Á spítalanum störfuðu
margir færir læknar sem önnuðust sjúkdómsgreiningar og meðferð
hinna slösuðu ásamt samstarfsfólki sínu. Sjúkdómsgreiningar urðu
nákvæmari og fljótari eftir því sem árin liðu með nýrri þekkingu
og tækni. Meðferðarúrræði urðu fleiri og betri. Legutími styttist
umtalsvert.
Tölvuvæðing hófst smám saman og ruddi sér til rúms á flestum
sviðum. Rannsóknadeild hafði þar nokkra forystu í samstarfi við
Skýrsluvélar ríkisins. Öll rannsóknasvör bárust útprentuð sam
dægurs sem þótti nýjung og var til mikils hægðarauka. Árið 1981
fékk spítalinn eigin tölvu og smám saman varð tölvunotkun al
menn.
Spítalinn rak nokkur útibú: Hjúkrunardeild í húsnæði Heilsu
verndarstöðvarinnar, geðdeild og síðar öldrunardeild í húsi Hvíta
bandsins við Skólavörðustíg, Arnarholt á Kjalarnesi þar sem rekin
var langtímavistun fyrir geðsjúka, hjúkrunar og endurhæfingar
deild í Hafnarbúðum við Reykjavíkurhöfn. Einnig lítil útibú við
Eiríksgötu og við Kleifarveg.
Nokkur samvinna var milli spítalanna í Reykjavík og sérstak
lega má benda á samvinnu um bráðavaktir sem voru teknar upp
til að jafna álag vegna bráðveikra sjúklinga sem leggja þurfti inn
til meðferðar.
Sjúkrarúm á spítalanum voru um 510 árið 1995, þar af tæp 300 í
Fossvogi en rúmlega 200 á útibúum og dagdeildum. Þá voru stöðu
gildi 1257 en í þeim voru miklu fleiri starfsmenn þar sem margir
voru í hlutastöðum.
Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur (sem tók við af Sjúkrahús
nefnd Reykjavíkur) var skipuð þremur fulltrúum sem kosnir voru
af borgarstjórn og fulltrúar starfsmanna voru tveir. Fundi stjórnar
sátu auk þess framkvæmdastjóri spítalans, hjúkrunarforstjóri og
formaður læknaráðs. Boðleiðir innan spítalans voru stuttar og
auðvelt reyndist að ná tali af yfirmönnum, sem gerði öll samskipti
nánari og fljótvirkari.
Rekstur spítalans var oft erfiður. Hann var lengi rekinn með
daggjöldum þar sem greitt var fyrir hvern legudag. Hallarekstur
var bættur með halladaggjöldum. Síðar var spítalinn rekinn með
föstu framlagi sem ákveðið var í fjárlögum. Reyndist oft erfitt að
reka spítalann réttu megin við strikið. Stundum var fyrirskipaður
flatur niðurskurður á útgjöldum, þá náðu endar ekki saman í
rekstrinum og þurfti að grípa til niðurskurðar, sparnaðar og fram
lengdra sumarlokana sem oft reyndist erfitt. Af og til var skortur á
starfsfólki, einkum hjúkrunarfræðingum. Vinnudeilur komu fyrir.
Félag velunnara Borgarspítalans studdi starfsemi hans á ýmsan
hátt.
Í árslok 1986 var tilkynnt að hafnar væru viðræður milli
borgaryfirvalda og ríkisins um yfirtöku þess á eignum og rekstri
Borgarspítalans. Þetta olli miklu uppnámi meðal starfsfólks og urðu
í kjölfarið fundahöld, fjölmiðlaumræða og stuðningsyfirlýsingar
um málið. Ekki varð úr þessum áformum.
Um allt þetta má lesa í ársskýrslum spítalans. Þar er greint frá
rekstrartölum, fjármálum, sjúkdómsgreiningum, læknisaðgerð
Apótek – lyfjaafgreiðsla
Barnaheimili – leikskóli
Barnalækningar
Beinþéttnimælingar
Blóðsjúkdómalækningar
Bókasafn fyrir sjúklinga
Bókasafn, læknisfræði
Brjóstholsskurðlækningar
Bæklunarskurðlækningar
Dagdeildir
Eldhús – matreiðsla – matsalur
Endurhæfing
Félagsráðgjöf
Flutningastarfsemi
Fræðsla heilbrigðisstétta
Fæðingarheimili
Fundarsalir, kennslustofur
Geðlækningar
Gjörgæsludeild
Göngudeildir
Handarskurðlækningar
Háls-, nef- og eyrnalækningar
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Heila- og taugaskurðlækningar
Hjartalínuritaþjónusta
Hjartalækningar
Hjúkrun og umönnun sjúklinga
Hryggspengingar
Húsvarsla – öryggismál
Iðjuþjálfun
Innkaup – birgðastöð
Innkirtlasjúkdómalækningar
Kvensjúkdómalækningar
Legudeildir fyrir sjúklinga
Lendingarpallur fyrir þyrlu
Líkgeymsla
Línafgreiðsla og starfsmannafatnaður
Lungnalækningar
Lyflækningar
Læknaráð
Læknaritarar og deildarritarar
Meltingarsjúkdómalækningar
Neyðarbíll
Neyðarmótttaka vegna kynferðisofbeldis
Næringarráðgjöf og sjúkrafæði
Prestar – helgihald – sálgæsla
Rannsóknir í blóðmeinafræði
Rannsóknir í meinalífeðlisfræði
Rannsóknir í meinefnafræði
Rekstur, fjármál, launamál,
starfsmannamál
Ræsting húsnæðis
Röntgenrannsóknir og myndgreining
Saumastofa
Sjúkraþjálfun
Símaþjónusta – skiptiborð
Skurðlækningar
Skurðstofur
Slysa- og bráðalækningar
Smitsjúkdómalækningar
Sótthreinsun – dauðhreinsun
Speglanir innri líffæra
Spítalapóstur – starfsmannablað
Starfsmannaráð
Sundlaug vegna endurhæfingar
Súrefnis- og háþrýstilækningar
Svæfingar og deyfingar
Sýkingavarnir
Sýklarannsóknir
Talþjálfun
Tann- og kjálkaskurðlækningar
Taugasjúkdómalækningar
Teiknistofa
Tækjaeftirlit og viðgerðir
Tæknideild
Tölvudeild
upplýsingamiðstöð vegna eitrana
Vararafstöð
Viðhald og endurnýjun fasteigna
Fræðastörf og vísindastarfsemi
Vöknunardeild fyrir aðgerðasjúklinga
Þvagfæraskurðlækningar
Þyrlusveit lækna
Æðaskurðlækningar
öldrunarlækningar
Starfsemi og aðstaða á Borgarspítalanum